Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2020 11:10 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Mark Schiefelbein Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. Kommúnistaflokkurinn gaf í gær út viðmiðunarreglur um það hvernig einkafyrirtæki eigi að snúa sér varðandi pólitík. Tilefni útgáfunnar var, samkvæmt frétt Reuters, ytri ógnanir gegn Kína, eins og deilur ríkisins við Bandaríkin, og heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Þar að auki voru viðmiðunarreglurnar gefnar út vegna áhættu af fjölbreyttari gildum og áhugasviðum frumkvöðla. Viðmiðunarreglurnar voru birtar af Xinhua fréttaveitunni, sem er í eigu ríkisins. Þar segir að forsvarsmenn einkafyrirtækja verði að haga sér í takt við Kommúnistaflokksins, stefnu hans og reglur. Einkafyrirtæki eru einnig hvött til að taka þátt í áherslum ríkisins, eins og viðskiptaverkefninu opinbera, Belti og braut. Ríkið myndi bæta viðskiptaumhverfi einkafyrirtækja. Í frétt Bloomberg segir að Kommúnistaflokkurinn hafi reynt að herða tak sitt á hagkerfi Kína. Um 60 prósent vergrar landsframleiðslu Kína má rekja til einkafyrirtækja og um 80 prósent vinnandi fólks í þéttbýlum vinna hjá einkafyrirtækjum. Þessi fyrirtæki hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Bæði vegna breyttra áherslna ríkisins í Kína og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og viðskiptadeilna Kína og Bandaríkjanna. Óljósar línur á milli einkafyrirtækja og hins opinbera í Kína er eitt af grundvallaratriðum í deilum Kína og Bandaríkjanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar sjá fyrirtæki eins og Huawei sem tól hins opinbera og þar með Kommúnistaflokks Kína. Kína Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra. Kommúnistaflokkurinn gaf í gær út viðmiðunarreglur um það hvernig einkafyrirtæki eigi að snúa sér varðandi pólitík. Tilefni útgáfunnar var, samkvæmt frétt Reuters, ytri ógnanir gegn Kína, eins og deilur ríkisins við Bandaríkin, og heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Þar að auki voru viðmiðunarreglurnar gefnar út vegna áhættu af fjölbreyttari gildum og áhugasviðum frumkvöðla. Viðmiðunarreglurnar voru birtar af Xinhua fréttaveitunni, sem er í eigu ríkisins. Þar segir að forsvarsmenn einkafyrirtækja verði að haga sér í takt við Kommúnistaflokksins, stefnu hans og reglur. Einkafyrirtæki eru einnig hvött til að taka þátt í áherslum ríkisins, eins og viðskiptaverkefninu opinbera, Belti og braut. Ríkið myndi bæta viðskiptaumhverfi einkafyrirtækja. Í frétt Bloomberg segir að Kommúnistaflokkurinn hafi reynt að herða tak sitt á hagkerfi Kína. Um 60 prósent vergrar landsframleiðslu Kína má rekja til einkafyrirtækja og um 80 prósent vinnandi fólks í þéttbýlum vinna hjá einkafyrirtækjum. Þessi fyrirtæki hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Bæði vegna breyttra áherslna ríkisins í Kína og vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og viðskiptadeilna Kína og Bandaríkjanna. Óljósar línur á milli einkafyrirtækja og hins opinbera í Kína er eitt af grundvallaratriðum í deilum Kína og Bandaríkjanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum og víðar sjá fyrirtæki eins og Huawei sem tól hins opinbera og þar með Kommúnistaflokks Kína.
Kína Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Smyglaði sér ofan í laug og lét furðulega gagnvart gestum Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira