„Er þeirrar skoðunar að þetta leysi níutíu prósent af öllum vandamálum heimsins“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2020 10:29 Pálmi hefur verið búsettur í Berufirði ásamt eiginkonu sinni í tvö ár. Áhugi á ræktun iðnaðarhamps hefur farið vaxandi hér á landi að undanförnu en fyrr á þessu ári kynntu stjórnvöld ákveðna undanþáguheimild sem gerði innflutning og vörslu hampfræja til ræktunnar mögulega. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og er nú talið að hátt í 200 manns séu farin að rækta plöntuna víðsvegar um landið. Ísland í dag fór á stúfana í vikunni heimsótti einn þeirra sem kominn er hvað lengst í rannsóknum á og ræktun hampsins hér á landi en það er Pálmi Einarsson iðnhönnuður. Pálmi starfaði lengst af sem hönnuður og síðar þróunarstjóri Össurar hf., hér heima og í Bandaríkjunum, og hefur hann þannig verið skráður á einhver hundrað alþjóðleg einkaleyfi á hinum ýmsu vörum og uppfinningum sem hann hefur hannað í gegnum tíðina. Pálmi og eiginkona hans, Oddný Anna Björnsdóttir, fluttust austur á Gautavík í Berufirði fyrir tveimur árum síðan gagngert til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að sjálfbærni sé möguleg á Íslandi og þar telja þau hampjurtina geta leikið lykilhlutverk. „Það sem kom mér mest á óvart þegar ég fór að skoða þetta var fjölbreytnin til iðnaðar. Þetta er bara hráefni til iðnaðar,“ segir Pálmi og heldur áfram. „Við gætum á fjórum til fimm mánuðum ræktað upp alveg ofsalegt magn af hráefni sem hægt er að vinna úr yfir haustið og veturinn. Það er til fræg grein frá 1940 þar sem talað er um 25 þúsund mismunandi vörur. Við vitum að tækninni hefur fleytt fram síðan þá. Ég held að við séum að tala um milljónir vara sem hægt sé að vinna úr hampi. Kannski þekktasta varan eru gallabuxurnar, svo er pappír og plast. Svo er ofsalega mikið af fæðubótaefnum í þessu. Kosturinn við plöntuna er að það nýtist allt af henni,“ segir Pálmi sem ætlar sjálfur að skoða að framleiða díselolíu úr hampi til að geta verið alveg sjálfbær þegar kemur að vinnutækjum. Hann segir að einnig sé hægt að gera parket úr stilkunum. Parket úr hampi „Úr þessu efni má gera alveg ofsalega fallegar viðarplötur sem eru alveg glerharðar. Í Bandaríkjunum telja þeir alveg mjög raunhæft að framleiða parket í samkeppni við harðvið.“ Pálmi telur víst að allar nauðsynlegar vélar og tæki séu til í landinu til að vinna fatnað úr hampnum þannig að ekki þurfi að ráðast í kostnaðasamar fjárfestingar til að koma þessu í gang. Hann bendir á að nú þegar séu nemendur í hússtjórnarskólanum á Hallormstað farnir að vinna úr þessu hráefni þar sem meðal annars verða gerðar tilraunir með textílverkefni til að vinna buxur og annan fatnað þannig segir hann að það ætti að skýrast mjög fljótt hvort þetta verði raunhæfur iðnaður hér á landi eða ekki. „Ég held að það sé alveg raunhæft að byggja verksmiðjur sem framleiða föt eða hús eða hvað sem er úr þessu. Það er verið að gera hampsteypu úr stilkunum sem er rosalega spennandi mál. Veggirnir anda og það myndast því aldrei mygla í þessum húsum.“ Pálmi segist ekki í nokkrum vafa um að hægt sé ráðast í hagkvæma framleiðslu á hinum ýmsu nytjavörum úr hampnum hér landi. Hann bendir á að með aukinni sjálfbærni og með því að vera sjálfum okkur nóg losum við okkur við stórt og mikið kolefnisfótspor og sköpum um leið mikla atvinnu fyrir innlendan markað. Þá segir hann hampplöntuna vera alveg sérstaklega umhverfisvæna þar sem engin eiturefni þurfi á hana og það þurfi í raun ekkert að gera fyrir hana, hún sjái í raun alveg um sig sjálf. Hann segir að til séu þrjár mismunandi tegundir af plöntunni kannabis og þessi týpa sé einfaldlega aðeins iðnaðarhampur og enginn möguleiki að hægt sé að misnota plöntuna með því að reykja hana. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að hjálpast að með að koma fólki í skilning um. Að útskýra þennan mun á tegundum,“ segir Pálmi. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta leysi níutíu prósent af öllum vandamálum heimsins. Þegar kemur að iðnaði, mengun og öllu sem við erum að takast á við. Þessi planta leysir að mínu mati bróðurpartinn af þessu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Kannabis Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
Áhugi á ræktun iðnaðarhamps hefur farið vaxandi hér á landi að undanförnu en fyrr á þessu ári kynntu stjórnvöld ákveðna undanþáguheimild sem gerði innflutning og vörslu hampfræja til ræktunnar mögulega. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og er nú talið að hátt í 200 manns séu farin að rækta plöntuna víðsvegar um landið. Ísland í dag fór á stúfana í vikunni heimsótti einn þeirra sem kominn er hvað lengst í rannsóknum á og ræktun hampsins hér á landi en það er Pálmi Einarsson iðnhönnuður. Pálmi starfaði lengst af sem hönnuður og síðar þróunarstjóri Össurar hf., hér heima og í Bandaríkjunum, og hefur hann þannig verið skráður á einhver hundrað alþjóðleg einkaleyfi á hinum ýmsu vörum og uppfinningum sem hann hefur hannað í gegnum tíðina. Pálmi og eiginkona hans, Oddný Anna Björnsdóttir, fluttust austur á Gautavík í Berufirði fyrir tveimur árum síðan gagngert til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að sjálfbærni sé möguleg á Íslandi og þar telja þau hampjurtina geta leikið lykilhlutverk. „Það sem kom mér mest á óvart þegar ég fór að skoða þetta var fjölbreytnin til iðnaðar. Þetta er bara hráefni til iðnaðar,“ segir Pálmi og heldur áfram. „Við gætum á fjórum til fimm mánuðum ræktað upp alveg ofsalegt magn af hráefni sem hægt er að vinna úr yfir haustið og veturinn. Það er til fræg grein frá 1940 þar sem talað er um 25 þúsund mismunandi vörur. Við vitum að tækninni hefur fleytt fram síðan þá. Ég held að við séum að tala um milljónir vara sem hægt sé að vinna úr hampi. Kannski þekktasta varan eru gallabuxurnar, svo er pappír og plast. Svo er ofsalega mikið af fæðubótaefnum í þessu. Kosturinn við plöntuna er að það nýtist allt af henni,“ segir Pálmi sem ætlar sjálfur að skoða að framleiða díselolíu úr hampi til að geta verið alveg sjálfbær þegar kemur að vinnutækjum. Hann segir að einnig sé hægt að gera parket úr stilkunum. Parket úr hampi „Úr þessu efni má gera alveg ofsalega fallegar viðarplötur sem eru alveg glerharðar. Í Bandaríkjunum telja þeir alveg mjög raunhæft að framleiða parket í samkeppni við harðvið.“ Pálmi telur víst að allar nauðsynlegar vélar og tæki séu til í landinu til að vinna fatnað úr hampnum þannig að ekki þurfi að ráðast í kostnaðasamar fjárfestingar til að koma þessu í gang. Hann bendir á að nú þegar séu nemendur í hússtjórnarskólanum á Hallormstað farnir að vinna úr þessu hráefni þar sem meðal annars verða gerðar tilraunir með textílverkefni til að vinna buxur og annan fatnað þannig segir hann að það ætti að skýrast mjög fljótt hvort þetta verði raunhæfur iðnaður hér á landi eða ekki. „Ég held að það sé alveg raunhæft að byggja verksmiðjur sem framleiða föt eða hús eða hvað sem er úr þessu. Það er verið að gera hampsteypu úr stilkunum sem er rosalega spennandi mál. Veggirnir anda og það myndast því aldrei mygla í þessum húsum.“ Pálmi segist ekki í nokkrum vafa um að hægt sé ráðast í hagkvæma framleiðslu á hinum ýmsu nytjavörum úr hampnum hér landi. Hann bendir á að með aukinni sjálfbærni og með því að vera sjálfum okkur nóg losum við okkur við stórt og mikið kolefnisfótspor og sköpum um leið mikla atvinnu fyrir innlendan markað. Þá segir hann hampplöntuna vera alveg sérstaklega umhverfisvæna þar sem engin eiturefni þurfi á hana og það þurfi í raun ekkert að gera fyrir hana, hún sjái í raun alveg um sig sjálf. Hann segir að til séu þrjár mismunandi tegundir af plöntunni kannabis og þessi týpa sé einfaldlega aðeins iðnaðarhampur og enginn möguleiki að hægt sé að misnota plöntuna með því að reykja hana. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að hjálpast að með að koma fólki í skilning um. Að útskýra þennan mun á tegundum,“ segir Pálmi. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta leysi níutíu prósent af öllum vandamálum heimsins. Þegar kemur að iðnaði, mengun og öllu sem við erum að takast á við. Þessi planta leysir að mínu mati bróðurpartinn af þessu.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Kannabis Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira