Vonast til þess að bláa merkið fæli netníðingana frá Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2020 11:30 Bláa merkið auðkennir Instagram-síðu Bubba Morthens. Vísir Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur. Bubbi hefur árum saman barist við óprúttna aðila sem stofnað hafa Instagram-reikninga í nafni hans með það að markmiði að senda konum og stúlkum skilaboð, líkt og Vísir sagði til dæmis frá árið 2017. Ekkert lát virðist hafa verið á þessari Bubbafölsun ef marka má viðtal við Bubba í Bítinu á morgun, en þeir Bítisfélagar náðu tali af tónlistarmanninum í morgun þegar hann var á leið í ræktina. Þar sagði hann að síðurnar poppi reglulega upp og sé þeim lokað skjóti þær kollinum aftur upp, oftar en ekki innan við tveimur dögum síðar. „Þeir eru að herja á konur og stelpur. Hins vegar eru þessar konur sem hafa fengið skilaboð í gegnum árin, þær eru svo vandaðar að þær senda mér póst og segja: „Þetta getur ekki verið þú, er það?“ Nei, þetta er ekki ég,“ sagði Bubbi. „Nú er ég kominn með bláa stjörnu fyrir aftan nafnið mitt á Instagram þannig að ef það er ekki blá stjarna fyrir aftan nafnið mitt, lítil blá stjarna, þá er það ekki ég,“ sagði Bubbi en Instagram, sem og fleiri samfélagsmiðlar, býður upp á að þeir sem eru þekktir geti auðkennt reikninga sína þannig að notendur viti að viðkomandi Instagram-síða sé hin raunverulega síða, en ekki búin til af einhverjum svikahröppum. Bubbi segir að þetta mál hafi í gegnum tíðina angrað sig. „Þetta er auðvitað búið að valda mér einhvers konar angri vegna þess að ég er bara mannlegur og ég get dottið í kvíða og ótta. Það sem var að trufla mig var þetta að ég hef með smá óheppni hefði ég getað endað á forsíðu blaða og lent í hakkavél á netinu. „Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim óviðurkvæmileg skilaboð“ eða hvað sem það hefði getað orðið. Þar ertu algjörlega varnarlaus. Þú átt ekki séns á að koma þér út úr slíku öðruvísi en skemmdur,“ sagði Bubbi. Allt viðtalið við Bubba má heyra hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars undarlega uppákomu þar sem einhver óprúttinn aðili hringdi nýverið í blaðamann DV, þóttist vera Bubbi og laug því að viðkomandi blaðamanni að hann hefði veitt 108 sentimetra sjóbirting í Meðalfellsvatni, þannig að úr varð frétt sem enginn fótur var fyrir, sem nú hefur verið tekin úr birtingu. Samfélagsmiðlar Tónlist Netglæpir Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens vonast til þess að blátt merki sem auðkennir Instagram-aðgang hans verði til þess að menn sem þóst hafa verið hann á samfélagsmiðlinum hætti að herja á konur og stelpur. Bubbi hefur árum saman barist við óprúttna aðila sem stofnað hafa Instagram-reikninga í nafni hans með það að markmiði að senda konum og stúlkum skilaboð, líkt og Vísir sagði til dæmis frá árið 2017. Ekkert lát virðist hafa verið á þessari Bubbafölsun ef marka má viðtal við Bubba í Bítinu á morgun, en þeir Bítisfélagar náðu tali af tónlistarmanninum í morgun þegar hann var á leið í ræktina. Þar sagði hann að síðurnar poppi reglulega upp og sé þeim lokað skjóti þær kollinum aftur upp, oftar en ekki innan við tveimur dögum síðar. „Þeir eru að herja á konur og stelpur. Hins vegar eru þessar konur sem hafa fengið skilaboð í gegnum árin, þær eru svo vandaðar að þær senda mér póst og segja: „Þetta getur ekki verið þú, er það?“ Nei, þetta er ekki ég,“ sagði Bubbi. „Nú er ég kominn með bláa stjörnu fyrir aftan nafnið mitt á Instagram þannig að ef það er ekki blá stjarna fyrir aftan nafnið mitt, lítil blá stjarna, þá er það ekki ég,“ sagði Bubbi en Instagram, sem og fleiri samfélagsmiðlar, býður upp á að þeir sem eru þekktir geti auðkennt reikninga sína þannig að notendur viti að viðkomandi Instagram-síða sé hin raunverulega síða, en ekki búin til af einhverjum svikahröppum. Bubbi segir að þetta mál hafi í gegnum tíðina angrað sig. „Þetta er auðvitað búið að valda mér einhvers konar angri vegna þess að ég er bara mannlegur og ég get dottið í kvíða og ótta. Það sem var að trufla mig var þetta að ég hef með smá óheppni hefði ég getað endað á forsíðu blaða og lent í hakkavél á netinu. „Bubbi er að angra ungar stelpur og senda þeim óviðurkvæmileg skilaboð“ eða hvað sem það hefði getað orðið. Þar ertu algjörlega varnarlaus. Þú átt ekki séns á að koma þér út úr slíku öðruvísi en skemmdur,“ sagði Bubbi. Allt viðtalið við Bubba má heyra hér að ofan, en þar ræðir hann meðal annars undarlega uppákomu þar sem einhver óprúttinn aðili hringdi nýverið í blaðamann DV, þóttist vera Bubbi og laug því að viðkomandi blaðamanni að hann hefði veitt 108 sentimetra sjóbirting í Meðalfellsvatni, þannig að úr varð frétt sem enginn fótur var fyrir, sem nú hefur verið tekin úr birtingu.
Samfélagsmiðlar Tónlist Netglæpir Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira