Glazer fjölskyldan hefur tekið fimmtán milljarða út úr Man. United á fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 12:30 Bræðurnir Avram Glazer og Joel Glazer, eigendur Manchester United, taka mynd af sér með knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Getty/ Xavier Bonilla Það er óvissuástand í heiminum enda erum við stödd í miðjum heimsfaraldri. Það reynir á ensku úrvalsdeildarfélögin eins og önnur íþróttafélög þegar innkoman hrynur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni verður opinn fram í október en flest lið fyrir utan Chelsea hafa verið róleg á markaðnum til þessa. Liverpool er dæmi um félag sem vill ekki eyða miklum peningum í núverandi ástandi en Chelsea hefur aftur á móti keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda. Þarna er mikill munur á. Flest félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki efni á að setja mikinn pening í nýja leikmenn án þess að setja reksturinn í uppnám. Það eru aftur á móti nokkur félög sem njóta góðs af því að eiga ríka eigendur. Chelsea: £440 million Liverpool: £75 million Arsenal: £0 Man Utd: -£89 million Yes, Man Utd have PAID their owners £89 million in the last five years Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 14. september 2020 En hversu miklum pening eru þessir eigendur tilbúnir að dæla inn í félögin? Swiss Ramble tók það saman hversu stórum fjárhæðum eigendur ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa verið tilbúnir að setja inn í sitt félag. Þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Roman Abramovich er í sérflokki meðal eigandanna þegar kemur að því að dæla pening inn í fótboltafélagið og það sést vel á þessari úttekt. Það er kannski ekkert skrítið að Chelsea sé tilbúið að eyða öllum þessum milljónum punda. Roman Abramovich hefur sett 440 milljónir punda inn í Chelsea á síðustu fimm árum sem er miklu meira en allir aðrir eigendur. Næstur kemur eigandi Everton með 229 milljónir punda og þá eigandi Aston Villa með 193 milljónir. Það athyglisverðasta við samantektina er þó félögin á hinum enda listans. Þar eru eigendurnir ekki að láta félagið hafa pening heldur að taka peninginn út. Newcastle hefur borgað Mike Ashley átján milljónir punda á síðustu fimm árum og Daniel Levy hefur fengið 40 milljónir punda frá Tottenham. Það er hins vegar eitt félag í sérflokki. Manchester United hefur nefnilega borgað Glazers fjölskyldunni 89 milljónir punda á síðustu fimm árum en áð eru meira en fimmtán og hálfur milljarður íslenskra króna. #MUFC have paid £209m in last 5 years to fund Glazers ownership structure: £120m interest plus £89m dividends. In fact, in last 10 years they spent an extraordinary £838m on financing: £488m interest, £251m debt repayments & £99m dividends. Took out £140m loan since year-end. pic.twitter.com/iUpefK70IX— Swiss Ramble (@SwissRamble) September 14, 2020 Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Það er óvissuástand í heiminum enda erum við stödd í miðjum heimsfaraldri. Það reynir á ensku úrvalsdeildarfélögin eins og önnur íþróttafélög þegar innkoman hrynur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni verður opinn fram í október en flest lið fyrir utan Chelsea hafa verið róleg á markaðnum til þessa. Liverpool er dæmi um félag sem vill ekki eyða miklum peningum í núverandi ástandi en Chelsea hefur aftur á móti keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda. Þarna er mikill munur á. Flest félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki efni á að setja mikinn pening í nýja leikmenn án þess að setja reksturinn í uppnám. Það eru aftur á móti nokkur félög sem njóta góðs af því að eiga ríka eigendur. Chelsea: £440 million Liverpool: £75 million Arsenal: £0 Man Utd: -£89 million Yes, Man Utd have PAID their owners £89 million in the last five years Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 14. september 2020 En hversu miklum pening eru þessir eigendur tilbúnir að dæla inn í félögin? Swiss Ramble tók það saman hversu stórum fjárhæðum eigendur ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa verið tilbúnir að setja inn í sitt félag. Þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Roman Abramovich er í sérflokki meðal eigandanna þegar kemur að því að dæla pening inn í fótboltafélagið og það sést vel á þessari úttekt. Það er kannski ekkert skrítið að Chelsea sé tilbúið að eyða öllum þessum milljónum punda. Roman Abramovich hefur sett 440 milljónir punda inn í Chelsea á síðustu fimm árum sem er miklu meira en allir aðrir eigendur. Næstur kemur eigandi Everton með 229 milljónir punda og þá eigandi Aston Villa með 193 milljónir. Það athyglisverðasta við samantektina er þó félögin á hinum enda listans. Þar eru eigendurnir ekki að láta félagið hafa pening heldur að taka peninginn út. Newcastle hefur borgað Mike Ashley átján milljónir punda á síðustu fimm árum og Daniel Levy hefur fengið 40 milljónir punda frá Tottenham. Það er hins vegar eitt félag í sérflokki. Manchester United hefur nefnilega borgað Glazers fjölskyldunni 89 milljónir punda á síðustu fimm árum en áð eru meira en fimmtán og hálfur milljarður íslenskra króna. #MUFC have paid £209m in last 5 years to fund Glazers ownership structure: £120m interest plus £89m dividends. In fact, in last 10 years they spent an extraordinary £838m on financing: £488m interest, £251m debt repayments & £99m dividends. Took out £140m loan since year-end. pic.twitter.com/iUpefK70IX— Swiss Ramble (@SwissRamble) September 14, 2020
Enski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira