Fékk litla leiðréttingu sem einstæð móðir Stefán Árni Pálsson skrifar 14. september 2020 10:31 Halldóra Geirharðs hefur leikið nokkur hundruð hlutverk. Halldóra Geirharðsdóttir er ein vinsælasta leikkona landsins, sló síðast í gegn í Síðustu veiðiferðinni sem agaleg manneskja að eigin sögn og mun einnig gera það í Júrógarðinum sem er að fara af stað á Stöð 2 í lok september. Rætt var við Halldóru í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudagskvöldið en hún hefur allt í allt tekist á við um fjögur hundruð hlutverk. Sindri Sindrason fékk sér morgunkaffið með leikkonunni í síðustu viku. Hún segist verið orðin a-manneskja með aldrinum. „Mér finnst þetta svo dýrmætur tími áður en allir hinir vakna,“ segir Halldóra. Dóra útskrifaðist úr Leiklistaskóla Íslands árið 1995 en hún var einstæð tveggja barna móðir á sínum tíma áður en hún kynnist núverandi eiginmanni sínum. „Þegar þú ert einstæð móðir þá sér stundum fólk ekki til þín og þú getur gert hluti á kostnað barnsins og það er ekkert vitni sem hjálpar þér að leiðrétta í stund og stað. Því maður þarf oft leiðréttingu hvernig maður kemur fram við börnin sín. Þess vegna er voðalega gott þegar það eru tveir.“ Alltaf verið rosalega dugleg Hún segist hafa orðið hljóðfæraleikari ef hún hefði ekki farið út í leiklist. Hún giskar á að hafa tekið að sér 300-500 hlutverk á sínum farsæla ferli. „Ég er rosalega dugleg og var einstæð móðir í sjö ár og kann alveg að róa. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir mig að fara í frí og fara á stað þar sem enginn nær í mig.“ Hún horfir nokkuð til útlanda og langar að fá að vinna meira þar. „Ég horfi töluvert til Skandinavíu og hugsa alveg að það þurfi að vera íslensk leikkona í þessum skandinavísku seríum.“ Halldóra á sér fyrirmynd í leiklistinni. „Fyrsta fyrirmyndin mín er Edda Björgvins. Öll þessi Áramótaskaup, ég átti þetta á videospólu og horfði á þetta aftur og aftur.“ Hún segist vera nokkuð pólitísk. „Ég myndi segja að mín stjórnarskrá sem barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna.“ Dóra mun koma fram í gamanþáttunum Eurogarðurinn á Stöð 2 í vetur. „Ég er að leika í einum þætti og ég var svo þakklát fyrir að fá að koma. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að leika með þessum grínleikurum sem við eigum, sem eru Anna Svava, Auddi, Steindi, Dóri DNA og Jón Gnarr. Þetta fólk, það er allt upp á líf og dauða og það er ekki ein sena sem þau fara ekki 170 prósent inn í hana.“ Hér að neðan má sjá innslagið um Halldóru. Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Halldóra Geirharðsdóttir er ein vinsælasta leikkona landsins, sló síðast í gegn í Síðustu veiðiferðinni sem agaleg manneskja að eigin sögn og mun einnig gera það í Júrógarðinum sem er að fara af stað á Stöð 2 í lok september. Rætt var við Halldóru í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudagskvöldið en hún hefur allt í allt tekist á við um fjögur hundruð hlutverk. Sindri Sindrason fékk sér morgunkaffið með leikkonunni í síðustu viku. Hún segist verið orðin a-manneskja með aldrinum. „Mér finnst þetta svo dýrmætur tími áður en allir hinir vakna,“ segir Halldóra. Dóra útskrifaðist úr Leiklistaskóla Íslands árið 1995 en hún var einstæð tveggja barna móðir á sínum tíma áður en hún kynnist núverandi eiginmanni sínum. „Þegar þú ert einstæð móðir þá sér stundum fólk ekki til þín og þú getur gert hluti á kostnað barnsins og það er ekkert vitni sem hjálpar þér að leiðrétta í stund og stað. Því maður þarf oft leiðréttingu hvernig maður kemur fram við börnin sín. Þess vegna er voðalega gott þegar það eru tveir.“ Alltaf verið rosalega dugleg Hún segist hafa orðið hljóðfæraleikari ef hún hefði ekki farið út í leiklist. Hún giskar á að hafa tekið að sér 300-500 hlutverk á sínum farsæla ferli. „Ég er rosalega dugleg og var einstæð móðir í sjö ár og kann alveg að róa. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir mig að fara í frí og fara á stað þar sem enginn nær í mig.“ Hún horfir nokkuð til útlanda og langar að fá að vinna meira þar. „Ég horfi töluvert til Skandinavíu og hugsa alveg að það þurfi að vera íslensk leikkona í þessum skandinavísku seríum.“ Halldóra á sér fyrirmynd í leiklistinni. „Fyrsta fyrirmyndin mín er Edda Björgvins. Öll þessi Áramótaskaup, ég átti þetta á videospólu og horfði á þetta aftur og aftur.“ Hún segist vera nokkuð pólitísk. „Ég myndi segja að mín stjórnarskrá sem barnasáttmáli Sameinuðuþjóðanna.“ Dóra mun koma fram í gamanþáttunum Eurogarðurinn á Stöð 2 í vetur. „Ég er að leika í einum þætti og ég var svo þakklát fyrir að fá að koma. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að leika með þessum grínleikurum sem við eigum, sem eru Anna Svava, Auddi, Steindi, Dóri DNA og Jón Gnarr. Þetta fólk, það er allt upp á líf og dauða og það er ekki ein sena sem þau fara ekki 170 prósent inn í hana.“ Hér að neðan má sjá innslagið um Halldóru.
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira