Frank Lampard fannst gagnrýni Jürgen Klopp vera svolítið hlægileg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 08:00 Frank Lampard svaraði Jürgen Klopp en þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir eru ósammála. Getty/Phil Noble Frank Lampard gaf ekki mikið fyrir gagnrýni knattspyrnustjóra Liverpool í síðustu viku en Lampard var spurður út í aðfinnslur Jürgen Klopp við kaupgleði Chelsea í sumar. Frank Lampard hefur verið duglegur við að styrkja leikmannahóp Chelsea í sumar og félagið hefur eytt langmest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan Liverpool hefur bara keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas á 11,7 milljónir punda þá hefur Chelsea eytt meira en tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Frank Lampard makes light of Jürgen Klopp's criticism of Chelsea's spending | By @JacobSteinberg https://t.co/94FrGcrYIq— Guardian sport (@guardian_sport) September 13, 2020 Jürgen Klopp fannst Chelsea ekki vera að hegða sér rétt á markaðnum í sambandi við núverandi ástand í heiminum og alla þá óvissu sem tengist kórónuveirufaraldrinum. „Við getum ekki hegðað okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp meðal annars og skaut einnig á eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Frank Lampard segir Jürgen Klopp ekki hafa efni á því að gagnrýna kaup Chelsea því Liverpool hafi eytt miklum pening í sinna leikmannahóp á undanförnum árum. „Mér fannst þetta frekar hlægilegt ekki síst að vera að tala um eigendur félaga. Ég held að það skipti engu máli í hvernig viðskiptum þeir eru,“ sagði Frank Lampard. „Við erum að tala um mjög ríka eigendur í ensku úrvalsdeildinni. Í sambandi við sögu Liverpool þvi ég talaði oft um það á síðasta ári. Þeir gerðu mjög vel í að setja saman sitt lið. Sannleikurinn er sá, að fyrir utan kannski Leicester, þá hafa flest félög sem vinna ensku úrvalsdeildina eytt miklum fjármunum í sín lið,“ sagði Frank Lampard. Frank Lampard says Jurgen Klopp's comments about Chelsea's transfer window spending are "slightly amusing".In full: https://t.co/yY9Fg9FQk5#LFC #ChelseaFC #bbcfootball pic.twitter.com/Xyw9pjGfBc— BBC Sport (@BBCSport) September 13, 2020 „Við getum farið í gegnum Liverpool leikmennina og nefnt menn eins og [Virgil] van Dijk, Alisson, Fabinho, [Naby] Keïta, [Sadio] Mané og [Mohamed] Salah. Ótrúlegir leikmenn sem kostuðu líka sitt. Liverpool hefur eytt í menn yfir langan tíma. Við erum að eyða í menn eftir að hafa verið í banni og af því að við erum að reyna að bregðast við þörfinni. Það er engin ástæða til að hella sér í einhverja útreikninga,“ sagði Lampard. „Við vitum vel að Liverpool hefur eytt miklu í leikmenn. Við vitum að þeir eru með ótrúlegan stjóra. Við vitum að þeir hafa ótrúlega leikmenn. Klókindin hjá Liverpool er að þeir hafa trúað á stjórann sinn og leikkerfið hans í mörg ár. Þetta er falleg saga en þeir hafa engu að síður eytt peningum í þessari sögu. Við höfum eytt pening í sumar og nú bíður okkar mikil vinna,“ sagði Frank Lampard. Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Frank Lampard gaf ekki mikið fyrir gagnrýni knattspyrnustjóra Liverpool í síðustu viku en Lampard var spurður út í aðfinnslur Jürgen Klopp við kaupgleði Chelsea í sumar. Frank Lampard hefur verið duglegur við að styrkja leikmannahóp Chelsea í sumar og félagið hefur eytt langmest af öllum liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Á meðan Liverpool hefur bara keypt gríska bakvörðinn Kostas Tsimikas á 11,7 milljónir punda þá hefur Chelsea eytt meira en tvö hundruð milljónum punda í nýja leikmenn. Frank Lampard makes light of Jürgen Klopp's criticism of Chelsea's spending | By @JacobSteinberg https://t.co/94FrGcrYIq— Guardian sport (@guardian_sport) September 13, 2020 Jürgen Klopp fannst Chelsea ekki vera að hegða sér rétt á markaðnum í sambandi við núverandi ástand í heiminum og alla þá óvissu sem tengist kórónuveirufaraldrinum. „Við getum ekki hegðað okkur eins og Chelsea,“ sagði Jürgen Klopp meðal annars og skaut einnig á eiganda Chelsea, Roman Abramovich. Frank Lampard segir Jürgen Klopp ekki hafa efni á því að gagnrýna kaup Chelsea því Liverpool hafi eytt miklum pening í sinna leikmannahóp á undanförnum árum. „Mér fannst þetta frekar hlægilegt ekki síst að vera að tala um eigendur félaga. Ég held að það skipti engu máli í hvernig viðskiptum þeir eru,“ sagði Frank Lampard. „Við erum að tala um mjög ríka eigendur í ensku úrvalsdeildinni. Í sambandi við sögu Liverpool þvi ég talaði oft um það á síðasta ári. Þeir gerðu mjög vel í að setja saman sitt lið. Sannleikurinn er sá, að fyrir utan kannski Leicester, þá hafa flest félög sem vinna ensku úrvalsdeildina eytt miklum fjármunum í sín lið,“ sagði Frank Lampard. Frank Lampard says Jurgen Klopp's comments about Chelsea's transfer window spending are "slightly amusing".In full: https://t.co/yY9Fg9FQk5#LFC #ChelseaFC #bbcfootball pic.twitter.com/Xyw9pjGfBc— BBC Sport (@BBCSport) September 13, 2020 „Við getum farið í gegnum Liverpool leikmennina og nefnt menn eins og [Virgil] van Dijk, Alisson, Fabinho, [Naby] Keïta, [Sadio] Mané og [Mohamed] Salah. Ótrúlegir leikmenn sem kostuðu líka sitt. Liverpool hefur eytt í menn yfir langan tíma. Við erum að eyða í menn eftir að hafa verið í banni og af því að við erum að reyna að bregðast við þörfinni. Það er engin ástæða til að hella sér í einhverja útreikninga,“ sagði Lampard. „Við vitum vel að Liverpool hefur eytt miklu í leikmenn. Við vitum að þeir eru með ótrúlegan stjóra. Við vitum að þeir hafa ótrúlega leikmenn. Klókindin hjá Liverpool er að þeir hafa trúað á stjórann sinn og leikkerfið hans í mörg ár. Þetta er falleg saga en þeir hafa engu að síður eytt peningum í þessari sögu. Við höfum eytt pening í sumar og nú bíður okkar mikil vinna,“ sagði Frank Lampard.
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira