Rýnt í landsliðshópinn: „Af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri?“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 22:30 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið frábær í sumar. VÍSIR/VILHELM Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. Sveindís og Barbára Sól Gísladóttir eru nýliðar í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. „Ég er sátt. Mér finnst þetta flottur hópur og þetta eru allt leikmenn sem hafa verið að spila vel. Mér finnst frábært að frammistaða Barbáru og Sveindísar í deildinni í sumar sé að skila þeim inn í þennan hóp. Það er gaman að sjá þær þar sem nýliða,“ sagði Mist í Pepsi Max mörkunum í kvöld. „Það eru náttúrulega leikmenn að spila í Svíþjóð, eins og Guðrún Arnardóttir hjá Djurgården sem hefur gengið ansi vel, og Anna Rakel. Ég hef ekki séð það mikið til þeirra að ég sé dómbær á það hvort þær eigi að vera í hópnum eða ekki, en þær hljóta að vera kandídatar,“ sagði Margrét Lára, og minntist einnig á Hólmfríði Magnúsdóttur sem staðið hefur sig vel fyrir Selfoss: Af hverju var Hólmfríður ekki valin? „Mér finnst Hólmfríður búin að eiga mjög góða leiktíð, sérstaklega undanfarið. Maður spyr sig hvort að hún sé inni í myndinni eða ekki,“ sagði Margrét. „Er hún ekki búin að vera út úr myndinni í þrjú ár? Mér finnst alltaf eins og að hún þyki of gömul fyrir landsliðið,“ sagði Helena Ólafsdóttir, og Mist svaraði: „Hún er búin að eiga frábært tímabil hérna heima þannig að hvað frammistöðu varðar er hún klárlega leikmaður sem gæti verið í þessum hópi. Það er spurning af hverju hún er ekki valin.“ Sér Sveindísi fyrir sér á öðrum kantinum Þær voru þó sammála um að leikmannahópurinn væri vel valinn: „Hópurinn sem slíkur er mjög flottur. Heitasta nafnið, sem við erum kannski spenntastar fyrir, er Sveindís. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn og hvaða hlutverk hún fær. Ég sé hana alveg fyrir mér geta byrjað annan hvorn leikinn, ef ekki báða. Frammistaða hennar í sumar vísar alveg til þess, og þá sé ég hana fyrir mér á öðrum hvorum kantinum,“ sagði Margrét, og Mist tók undir: „Við rennum svolítið blint í sjóinn en af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri, og koma með smá X-faktor í þetta. Látum hana spila fyrri leikinn, gegn Lettum, og tökum svo stöðuna fyrir þann seinni.“ Þær rýndu einnig í mögulegt byrjunarlið Íslands í leikjunum við Lettland og Svíþjóð en erfiðara en oft áður er að segja til um hvernig það mun líta út. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um landsliðið EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 „Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. Sveindís og Barbára Sól Gísladóttir eru nýliðar í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. „Ég er sátt. Mér finnst þetta flottur hópur og þetta eru allt leikmenn sem hafa verið að spila vel. Mér finnst frábært að frammistaða Barbáru og Sveindísar í deildinni í sumar sé að skila þeim inn í þennan hóp. Það er gaman að sjá þær þar sem nýliða,“ sagði Mist í Pepsi Max mörkunum í kvöld. „Það eru náttúrulega leikmenn að spila í Svíþjóð, eins og Guðrún Arnardóttir hjá Djurgården sem hefur gengið ansi vel, og Anna Rakel. Ég hef ekki séð það mikið til þeirra að ég sé dómbær á það hvort þær eigi að vera í hópnum eða ekki, en þær hljóta að vera kandídatar,“ sagði Margrét Lára, og minntist einnig á Hólmfríði Magnúsdóttur sem staðið hefur sig vel fyrir Selfoss: Af hverju var Hólmfríður ekki valin? „Mér finnst Hólmfríður búin að eiga mjög góða leiktíð, sérstaklega undanfarið. Maður spyr sig hvort að hún sé inni í myndinni eða ekki,“ sagði Margrét. „Er hún ekki búin að vera út úr myndinni í þrjú ár? Mér finnst alltaf eins og að hún þyki of gömul fyrir landsliðið,“ sagði Helena Ólafsdóttir, og Mist svaraði: „Hún er búin að eiga frábært tímabil hérna heima þannig að hvað frammistöðu varðar er hún klárlega leikmaður sem gæti verið í þessum hópi. Það er spurning af hverju hún er ekki valin.“ Sér Sveindísi fyrir sér á öðrum kantinum Þær voru þó sammála um að leikmannahópurinn væri vel valinn: „Hópurinn sem slíkur er mjög flottur. Heitasta nafnið, sem við erum kannski spenntastar fyrir, er Sveindís. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn og hvaða hlutverk hún fær. Ég sé hana alveg fyrir mér geta byrjað annan hvorn leikinn, ef ekki báða. Frammistaða hennar í sumar vísar alveg til þess, og þá sé ég hana fyrir mér á öðrum hvorum kantinum,“ sagði Margrét, og Mist tók undir: „Við rennum svolítið blint í sjóinn en af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri, og koma með smá X-faktor í þetta. Látum hana spila fyrri leikinn, gegn Lettum, og tökum svo stöðuna fyrir þann seinni.“ Þær rýndu einnig í mögulegt byrjunarlið Íslands í leikjunum við Lettland og Svíþjóð en erfiðara en oft áður er að segja til um hvernig það mun líta út. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um landsliðið
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 „Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Fleiri fréttir Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00
„Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07