Fúlt að ná ekki að dekka allt landið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. september 2020 15:00 Eva Laufey segir að það hafi verið magnað að skoða matvælaframleiðsluna hér á landi. Mynd/Eva Laufey Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Sýnt verður frá ævintýrinu í þáttunum Matarbíll Evu sem fara af stað á Stöð 2 í kvöld. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina og Eva náði ekki að klára heimsóknirnar. „Við heimsóttum nokkur bæjarfélög, kynntumst hráefninu á hverjum stað og bjuggum til samloku með því hráefni, sem við buðum upp á í matarvagninum. Hugmyndin kom bara til mín einn daginn þegar ég var fyrir austan að taka upp innslag fyrir Ísland í dag, þá var ég að skoða matvælaframleiðslu á Djúpavogi og ég hugsaði að ég ætti að gera meira af þessu, að skoða hvað það er mikil nýsköpun og gróska í matvælaframleiðslu um allt land.“ Eva náði að heimsækja Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Húsavík áður en heimsfaraldurinn breytti þeirra tökuáætlun. „Ég var heppin að fá frábært tökulið með mér, framleiðandi þáttanna, tökumaður, hljóðmaður og svo vinkona mín hún Sandra sem var mér til halds og trausts. Við skiptum ferðinni upp, tókum okkur frí í júlí og ætluðum svo að leggja í hann í byrjun ágúst en þá skall seinni bylgjan af kórónuveirunni á og samkomutakmarkanir í leiðinni. Þetta setti strik í reikninginn þar sem okkar markmið var að búa til matarhátíð á hverjum stað og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur. Því var ljóst að við gætum ekki farið af stað með sama hætti í byrjun ágúst og þá áttum við eftir Vestfirði og Vesturland. Það var fúlt að ná ekki að dekka allt landið en svona er þetta bara.“ Eva naut sín á ferðalaginu í sumar.Mynd/Eva Laufey Eva segir að tökurnar hafi annars gengið mjög vel, þetta hafi verið mikil keyrsla en vel þess virði. „Við vorum í tvo daga á hverjum stað, hittum ótrúlega skemmtilegt fólk og svo var undirbúningurinn fyrir matarhátíðina og matarhátíðin sjálf. Við höfðum ekki marga klukkutíma en við náðum að skipuleggja okkur vel og þetta heppnaðist sem betur fer. Við fengum ótrúlega viðtökur, bæði voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og svo voru heimamenn mjög duglegir að mæta. Ég hélt í alvörunni í smá stund, bara smá ,að ég myndi standa ein í vagninum og enginn myndi mæta en blessunarlega hafði ég rangt fyrir mér og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur á hverjum stað og þetta fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Skemmtilegast fannst Evu að hitta framleiðendur um allt land. Tökurnar fóru fram víða um landið í sumar.Mynd/Eva Laufey „Það er svo margt spennandi í gangi, að fá tækifæri til þess að kynnast landinu betur og prófa allskyns skemmtilega afþreyingu og fá að skapa matarhátíð sem var alveg geggjað.“ Eva segir að fjölbreytnin og framleiðslan í landinu hafi komið á óvart og hversu mikið er lagt í matvælaframleiðsluna hjá öllu duglega fólkinu sem þar starfar. „Það er ekkert grín að fara út í rekstur og framleiðslu en ég hitti fólk sem er með svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera og það er magnað hvað þau ná að skapa. Ég ber mikla virðingu fyrir viðmælendunum mínum og vörunum þeirra. Algjör snillingar,“ segir Eva að lokum. Matur Eva Laufey Matvælaframleiðsla Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir ferðaðist í sumar um landið með matarvagn og kynntist í leiðinni matarmenningu Íslendinga. Sýnt verður frá ævintýrinu í þáttunum Matarbíll Evu sem fara af stað á Stöð 2 í kvöld. Samkomubannið hafði áhrif á tökurnar fyrir þættina og Eva náði ekki að klára heimsóknirnar. „Við heimsóttum nokkur bæjarfélög, kynntumst hráefninu á hverjum stað og bjuggum til samloku með því hráefni, sem við buðum upp á í matarvagninum. Hugmyndin kom bara til mín einn daginn þegar ég var fyrir austan að taka upp innslag fyrir Ísland í dag, þá var ég að skoða matvælaframleiðslu á Djúpavogi og ég hugsaði að ég ætti að gera meira af þessu, að skoða hvað það er mikil nýsköpun og gróska í matvælaframleiðslu um allt land.“ Eva náði að heimsækja Þorlákshöfn, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Húsavík áður en heimsfaraldurinn breytti þeirra tökuáætlun. „Ég var heppin að fá frábært tökulið með mér, framleiðandi þáttanna, tökumaður, hljóðmaður og svo vinkona mín hún Sandra sem var mér til halds og trausts. Við skiptum ferðinni upp, tókum okkur frí í júlí og ætluðum svo að leggja í hann í byrjun ágúst en þá skall seinni bylgjan af kórónuveirunni á og samkomutakmarkanir í leiðinni. Þetta setti strik í reikninginn þar sem okkar markmið var að búa til matarhátíð á hverjum stað og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur. Því var ljóst að við gætum ekki farið af stað með sama hætti í byrjun ágúst og þá áttum við eftir Vestfirði og Vesturland. Það var fúlt að ná ekki að dekka allt landið en svona er þetta bara.“ Eva naut sín á ferðalaginu í sumar.Mynd/Eva Laufey Eva segir að tökurnar hafi annars gengið mjög vel, þetta hafi verið mikil keyrsla en vel þess virði. „Við vorum í tvo daga á hverjum stað, hittum ótrúlega skemmtilegt fólk og svo var undirbúningurinn fyrir matarhátíðina og matarhátíðin sjálf. Við höfðum ekki marga klukkutíma en við náðum að skipuleggja okkur vel og þetta heppnaðist sem betur fer. Við fengum ótrúlega viðtökur, bæði voru allir tilbúnir að hjálpa okkur og svo voru heimamenn mjög duglegir að mæta. Ég hélt í alvörunni í smá stund, bara smá ,að ég myndi standa ein í vagninum og enginn myndi mæta en blessunarlega hafði ég rangt fyrir mér og við afgreiddum yfir tvö hundruð samlokur á hverjum stað og þetta fór fram úr mínum björtustu vonum.“ Skemmtilegast fannst Evu að hitta framleiðendur um allt land. Tökurnar fóru fram víða um landið í sumar.Mynd/Eva Laufey „Það er svo margt spennandi í gangi, að fá tækifæri til þess að kynnast landinu betur og prófa allskyns skemmtilega afþreyingu og fá að skapa matarhátíð sem var alveg geggjað.“ Eva segir að fjölbreytnin og framleiðslan í landinu hafi komið á óvart og hversu mikið er lagt í matvælaframleiðsluna hjá öllu duglega fólkinu sem þar starfar. „Það er ekkert grín að fara út í rekstur og framleiðslu en ég hitti fólk sem er með svo mikla ástríðu fyrir því sem þau eru að gera og það er magnað hvað þau ná að skapa. Ég ber mikla virðingu fyrir viðmælendunum mínum og vörunum þeirra. Algjör snillingar,“ segir Eva að lokum.
Matur Eva Laufey Matvælaframleiðsla Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira