Unga landsliðskonan fékk að finna fyrir því: „Þú þarft að taka hana úr jafnvægi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 14:00 Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun ársins og hefur staðið sig mjög vel með Fylkisliðinu í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Bára Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna, fór yfir leik Fylkis og Þór/KA í síðustu umferð með sérfræðingum sínum Mist Rúnarsdóttur og Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Þór/KA í þessum leik og Pepsi Max mörk kvenna ákváðu að skoða það nánar. „Þetta er áhugavert. Var uppleggið hjá Þór/KA að koma Cecilíu úr jafnvægi? Arna fær gult fyrir að þvælast fyrir henni, Margrét fær rautt fyrir að þvælast fyrir henni og svo er hún keyrð niður af Örnu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Annað mark Þór/KA átti aldrei að standa því Arna Sif Ásgrímsdóttir keyrði þá greinilega niður Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir aukaspyrnu. Margrét Árnadóttir fékk líka rautt spjald eftir samskipti sín við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en stelpurnar sáu Cecilíu Rán þá komast upp með það að hefna sín. „Átti að taka fast á henni,“ spurði Helena Ólafsdóttir og benti á fyrrnefnd dæmi. „Ég myndi alltaf gera það. Ég myndi alltaf hlaupa í hana en vera bara kannski aðeins lúmskari en Arna. Auðvitað áttu að gera þetta. Hún er besti leikmaðurinn og þú þarft að taka hana úr jafnvægi. Þú þarf að gera eitthvað svo að hún hætti að verja,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem var vön því á sínum ferli að láta finna fyrir sér í teignum. „Ég heyrði líka í Fylkisbekknum og þau voru brjáluð og öskruðu: Dómari næst fylgist þú með markverðinum okkar í föstum leikatriðum. Hann virtist ekki gera það af því það er búið að gefa Örnu ‚soft' gult og rautt á Margréti. Svo leyfir hann þessu marki að standa. Mér finnst það ótrúlega skrýtið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Var uppleggið hjá Þór/KA að reyna að koma Cecilíu úr jafnvægi? FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna, fór yfir leik Fylkis og Þór/KA í síðustu umferð með sérfræðingum sínum Mist Rúnarsdóttur og Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Þór/KA í þessum leik og Pepsi Max mörk kvenna ákváðu að skoða það nánar. „Þetta er áhugavert. Var uppleggið hjá Þór/KA að koma Cecilíu úr jafnvægi? Arna fær gult fyrir að þvælast fyrir henni, Margrét fær rautt fyrir að þvælast fyrir henni og svo er hún keyrð niður af Örnu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Annað mark Þór/KA átti aldrei að standa því Arna Sif Ásgrímsdóttir keyrði þá greinilega niður Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir aukaspyrnu. Margrét Árnadóttir fékk líka rautt spjald eftir samskipti sín við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en stelpurnar sáu Cecilíu Rán þá komast upp með það að hefna sín. „Átti að taka fast á henni,“ spurði Helena Ólafsdóttir og benti á fyrrnefnd dæmi. „Ég myndi alltaf gera það. Ég myndi alltaf hlaupa í hana en vera bara kannski aðeins lúmskari en Arna. Auðvitað áttu að gera þetta. Hún er besti leikmaðurinn og þú þarft að taka hana úr jafnvægi. Þú þarf að gera eitthvað svo að hún hætti að verja,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem var vön því á sínum ferli að láta finna fyrir sér í teignum. „Ég heyrði líka í Fylkisbekknum og þau voru brjáluð og öskruðu: Dómari næst fylgist þú með markverðinum okkar í föstum leikatriðum. Hann virtist ekki gera það af því það er búið að gefa Örnu ‚soft' gult og rautt á Margréti. Svo leyfir hann þessu marki að standa. Mér finnst það ótrúlega skrýtið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Var uppleggið hjá Þór/KA að reyna að koma Cecilíu úr jafnvægi? FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Sjá meira