Laddi og Jarðarförin mín keppa í Berlín Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 14:01 Laddi leikur aðalhlutverið í þáttaseríunni Jarðarförin mín sem tekur þátt í lokakeppni Berlin TV Series Festival í lok september. Aðsend mynd Sjónvarpsþáttaröðin Jarðarförin mín með Ladda í aðalhlutverki, hefur verið valin í lokakeppni Berlin TV Series Festival sem fram fer í Þýskalandi 23.-27. september. Í þetta sinn, vegna Covid faraldursins, verður hátíðin send út stafrænt á netinu en þetta er í fjórða skiptið sem keppnin er haldin. Á hátíðinni mun Jarðaförin mín keppa við aðrar þekktar þáttaraðir, eins og Netflix seríurnar þýsku Unorthodox og Perfect Crime og hina austurrísku Freud, hafa allar vakið mikla athygli á heimsvísu. Söguhetja þáttanna sem leikin er af Ladda, stendur andspænis dauðanum og áttar sig á því að hann hefur sóað lífi sínu. Hann er staðráðinn í því að njóta sinna hinstu ævidaga og ákveður að halda sína eigin glæstu jarðarför og vera viðstaddur til að kveðja sína nánustu. Aðspurður hvort að hann vilji feta í fótsport söguhetjunnar og skipuleggja sína jarðarför, svarar Laddi: Mín jarðarför verður stór. Það verða svo margir jarðaðir með mér. Það verður fjöldagröf og það verður sjóv í kirkjunni. Framleiðandi þáttanna, Glassriver, er kominn í samstarf við bandaríska fyrirtækið Dynamic Television um alþjóðlega dreifingu á þáttaröðinni en Dynamic fyrirtækið sér meðal annars um að dreifa þáttaröðinni Ófærð. Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröðin Jarðarförin mín með Ladda í aðalhlutverki, hefur verið valin í lokakeppni Berlin TV Series Festival sem fram fer í Þýskalandi 23.-27. september. Í þetta sinn, vegna Covid faraldursins, verður hátíðin send út stafrænt á netinu en þetta er í fjórða skiptið sem keppnin er haldin. Á hátíðinni mun Jarðaförin mín keppa við aðrar þekktar þáttaraðir, eins og Netflix seríurnar þýsku Unorthodox og Perfect Crime og hina austurrísku Freud, hafa allar vakið mikla athygli á heimsvísu. Söguhetja þáttanna sem leikin er af Ladda, stendur andspænis dauðanum og áttar sig á því að hann hefur sóað lífi sínu. Hann er staðráðinn í því að njóta sinna hinstu ævidaga og ákveður að halda sína eigin glæstu jarðarför og vera viðstaddur til að kveðja sína nánustu. Aðspurður hvort að hann vilji feta í fótsport söguhetjunnar og skipuleggja sína jarðarför, svarar Laddi: Mín jarðarför verður stór. Það verða svo margir jarðaðir með mér. Það verður fjöldagröf og það verður sjóv í kirkjunni. Framleiðandi þáttanna, Glassriver, er kominn í samstarf við bandaríska fyrirtækið Dynamic Television um alþjóðlega dreifingu á þáttaröðinni en Dynamic fyrirtækið sér meðal annars um að dreifa þáttaröðinni Ófærð.
Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Frumsýning á Vísi: Sýnishorn úr nýrri, íslenskri gamanmynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira