Hyundai ætlar að framleiða 700.000 vetnisbíla fyrir 2030 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. september 2020 07:00 Hyundai Nexo. Hyundai ætlar að stíga stór skref í þá átt að framleiða vetnisbíla á næstunni og ætlar sér að vera ljúka við framleiðslu á yfir 700.000 slíkum fyrir árið 2030. Hyundai áætlar að fjárfesta í vetnisbílum og þróun þeirra fyrir um sex milljarða punda á þessum áratug. Það samsvarar um 1100 milljörðum króna. Bertrand Piccard Að sögn Bertrand Piccard, þá er heildarmengun frá vetnisbílum talsvert minni en í stórum rafbílum. Auk þess sem vetnisbílar verða töluvert fljótari í áfyllingu en rafbílar. Piccard er einn helsti talsmaður vetnisvæðingar í heiminum og methafi í vegalengd ekinni á einum vetnistanki er hann fór um 777 kílómetra í Hyundai Nexo. Hann kom á áfangastað með um 45 kílómetra eftir á tankinum. Inni í heildarmarkmiði Hyundai á þessu sviði er mikið af vöruflutningabílum. En aflrás sem knúin er af vetni er ekki nærri því eins þung og rafhlöðurnar sem sambærilegur bíll þyrfti að ávallt að ferja með sér væri hann rafdrifinn. Fyrstu bílarnir Hyundai hefur raunar þegar tekið skref í þessa átt og afhent fyrsta 1000 bíla flotann. Það eru 18 tonna flutningabílar sem komast um 400 kílómetra á fullum tanki og eru um 10 mínútur að fylla tankinn aftur. „Það komust allir yfir samkeppnissjónarmiðin og unnu saman: olíufélögin, verslunarflotinn, Hyundai. Á næstu tveimur mánuðum munu rísa áfyllingarstöðvar í ræðum til að fylla á þessa bíla. Þetta hófst allt saman án niðurgreiðslu,“ sagði Piccard. Ef 15 flutningabílar nota áfyllingarstöð reglulega þá er hún farin að borga sig. Slíkt myndi gera fólksbílum kleift að nota þétt net áfyllingastöðva. Innblástur „Framtíðin er það sem þú gerir við hana, þetta snýst ekki bara um spádóma. Ef við framleiðum ekki margskonar gerðir af bílum þá verður vetnisdrifin aflrás aldrei hagstæður kostur. Við viljum gera öllum kleift að nota vetnisbifreiðar í framtíðinni,“ sagði Shae Hoon Kim, yfirmaður vetnismála hjá Hyundai. Vistvænir bílar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent
Hyundai ætlar að stíga stór skref í þá átt að framleiða vetnisbíla á næstunni og ætlar sér að vera ljúka við framleiðslu á yfir 700.000 slíkum fyrir árið 2030. Hyundai áætlar að fjárfesta í vetnisbílum og þróun þeirra fyrir um sex milljarða punda á þessum áratug. Það samsvarar um 1100 milljörðum króna. Bertrand Piccard Að sögn Bertrand Piccard, þá er heildarmengun frá vetnisbílum talsvert minni en í stórum rafbílum. Auk þess sem vetnisbílar verða töluvert fljótari í áfyllingu en rafbílar. Piccard er einn helsti talsmaður vetnisvæðingar í heiminum og methafi í vegalengd ekinni á einum vetnistanki er hann fór um 777 kílómetra í Hyundai Nexo. Hann kom á áfangastað með um 45 kílómetra eftir á tankinum. Inni í heildarmarkmiði Hyundai á þessu sviði er mikið af vöruflutningabílum. En aflrás sem knúin er af vetni er ekki nærri því eins þung og rafhlöðurnar sem sambærilegur bíll þyrfti að ávallt að ferja með sér væri hann rafdrifinn. Fyrstu bílarnir Hyundai hefur raunar þegar tekið skref í þessa átt og afhent fyrsta 1000 bíla flotann. Það eru 18 tonna flutningabílar sem komast um 400 kílómetra á fullum tanki og eru um 10 mínútur að fylla tankinn aftur. „Það komust allir yfir samkeppnissjónarmiðin og unnu saman: olíufélögin, verslunarflotinn, Hyundai. Á næstu tveimur mánuðum munu rísa áfyllingarstöðvar í ræðum til að fylla á þessa bíla. Þetta hófst allt saman án niðurgreiðslu,“ sagði Piccard. Ef 15 flutningabílar nota áfyllingarstöð reglulega þá er hún farin að borga sig. Slíkt myndi gera fólksbílum kleift að nota þétt net áfyllingastöðva. Innblástur „Framtíðin er það sem þú gerir við hana, þetta snýst ekki bara um spádóma. Ef við framleiðum ekki margskonar gerðir af bílum þá verður vetnisdrifin aflrás aldrei hagstæður kostur. Við viljum gera öllum kleift að nota vetnisbifreiðar í framtíðinni,“ sagði Shae Hoon Kim, yfirmaður vetnismála hjá Hyundai.
Vistvænir bílar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent