Arna skoraði án þess að koma inn á völlinn samkvæmt skýrslu dómarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 10:00 Arna Eiríksdóttir átti flotta innkomu af bekknum í gær og skoraði fjórða mark Valsliðsins. Mynd/S2 Sport Valskonan Arna Eiríksdóttir kom ekki við sögu í leik Vals og ÍBV í gær samkvæmt skráningu dómara leiksins. Þeir sem sáu leikinn hafa aftur á móti allt aðra sögu að segja og löngu eftir leikinn fékk hún loksins skráð á sig markið sem hún skoraði. Hún var frekar skrautleg leikskýrsluskráning dómara leiks Vals og ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í gær. Lokatölur leiksins, sem endaði með 4-0 sigri Vals, voru skráðar vera 3-0 lengi fram eftir degi í gær eins og sjá má hér til hliðar en úrslitin voru loksins löguð um kvöldmatarleitið. Fram að því vantaði að skrá mark Örnu Eiríksdóttur sem var eina mark seinni hálfleiksins. Markið var síðan loksins skráð á Örnu Eiríksdóttur en þar með er ekki öll sagan sögð. Dómarar leiksins klikkuðu nefnilega ekki aðeins á því að skrá markið á Örnu Eiríksdóttur í upphafi heldur skráðu þeir ekki heldur skiptinguna hennar. Þegar markið var loksins skráð á Örnu var hún enn skráð sem ónotaður varamaður í leiknum. Arna Eiríksdóttir hafði komið inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir systur sína Hlín Eiríksdóttur. Markið skoraði hún síðan á 82. mínútu. Samkvæmt leikskýrslunni þá var Hlín Eiríksdóttir ennþá inn á vellinum á þeirri stundu og Arna enn á bekknum. Þær eru vissulega líkar systurnar en kannski ekki alveg svo líkar. Það má búast við KSÍ leiðrétti leikskýrsluna í annað sinn í dag ekki nema dómarinn vilji standa fastur á sínu að Arna Eiríksdóttir hafi aldrei komið inn á völlinn í gær. Hvernig henni tókst þá að skora er aftur á móti allt önnur saga. Dómarinn bendir á miðjupunktinn og dæmir mark. Arna Eiríksdóttir fagnar með félögum sínum í Valsliðinu.Skjámynd/S2 Sport Hér má sjá leikskýrsluna eins og hún leit út þegar var loksins búið að skrá markið á Örnu Eiríksdóttur. Græn píla fyrir aftan nafnið þýðir að viðkomandi leikmaður hafi komið inn á sem varamaður.Skjámynd/Vefur KSÍ Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Valskonan Arna Eiríksdóttir kom ekki við sögu í leik Vals og ÍBV í gær samkvæmt skráningu dómara leiksins. Þeir sem sáu leikinn hafa aftur á móti allt aðra sögu að segja og löngu eftir leikinn fékk hún loksins skráð á sig markið sem hún skoraði. Hún var frekar skrautleg leikskýrsluskráning dómara leiks Vals og ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í gær. Lokatölur leiksins, sem endaði með 4-0 sigri Vals, voru skráðar vera 3-0 lengi fram eftir degi í gær eins og sjá má hér til hliðar en úrslitin voru loksins löguð um kvöldmatarleitið. Fram að því vantaði að skrá mark Örnu Eiríksdóttur sem var eina mark seinni hálfleiksins. Markið var síðan loksins skráð á Örnu Eiríksdóttur en þar með er ekki öll sagan sögð. Dómarar leiksins klikkuðu nefnilega ekki aðeins á því að skrá markið á Örnu Eiríksdóttur í upphafi heldur skráðu þeir ekki heldur skiptinguna hennar. Þegar markið var loksins skráð á Örnu var hún enn skráð sem ónotaður varamaður í leiknum. Arna Eiríksdóttir hafði komið inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir systur sína Hlín Eiríksdóttur. Markið skoraði hún síðan á 82. mínútu. Samkvæmt leikskýrslunni þá var Hlín Eiríksdóttir ennþá inn á vellinum á þeirri stundu og Arna enn á bekknum. Þær eru vissulega líkar systurnar en kannski ekki alveg svo líkar. Það má búast við KSÍ leiðrétti leikskýrsluna í annað sinn í dag ekki nema dómarinn vilji standa fastur á sínu að Arna Eiríksdóttir hafi aldrei komið inn á völlinn í gær. Hvernig henni tókst þá að skora er aftur á móti allt önnur saga. Dómarinn bendir á miðjupunktinn og dæmir mark. Arna Eiríksdóttir fagnar með félögum sínum í Valsliðinu.Skjámynd/S2 Sport Hér má sjá leikskýrsluna eins og hún leit út þegar var loksins búið að skrá markið á Örnu Eiríksdóttur. Græn píla fyrir aftan nafnið þýðir að viðkomandi leikmaður hafi komið inn á sem varamaður.Skjámynd/Vefur KSÍ
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira