Heimildarmynd um baráttu Gretu Thunberg beint frá Feneyjum á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2020 12:40 Greta Thunberg hefur vakið heimsathygli fyrir baráttu sína í loftlagsmálum undanfarin ár. Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag þaðan sem hún mun berast beint á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Hann hefur fylgt Gretu eftir hvert fótmál allt frá því að hún efndi til eins manns loftslagsverkfalls, sem varð að fyrirmynd um heim allan, til þess er hún ferðaðist með seglskútu þvert yfir Atlantshafið til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi með fjölskyldunni og hundinum og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Leikstjórinn segist ekki hafa gert sér í hugarlund í fyrstu að úr yrði kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu hafi hann ætlað að búa til stuttmynd um þessa feimnu og mögnuðu ungu konu. Hann hafi ekki órað fyrir að á ferðum sínum með henni um Evrópu þvera og endilanga myndi hann hitta helstu leiðtoga heims hvað þá að fylgja henni í sjóför yfir Atlantshafið alla leið til New York. Greta segir myndina gefa raunsæja mynd af sér og sínu daglega lífi. Hún vonist til að með myndinni geri fólk sér grein fyrir að ungt fólk fari ekki í verkföll að gamni sínu heldur af brýnni nauðsyn. Margt hafi breyst til batnaðar síðan hún hóf baráttu sína en brýnt sé að fólk vakni til meðvitundar um þá krísu sem heimurinn standi frammi fyrir. Enn sé mikil barátta framundan til að tryggja örugga framtíð barna í heiminum. Áhrifarík heimildarmynd sem verður á dagskrá RIFF sem hefst þann 24. september næstkomandi. Miðasala og nánari upplýsingar á www.riff.is RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Heimildarmynd um hinn unga aðgerðarsinna Gretu Thunberg verður frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag þaðan sem hún mun berast beint á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík RIFF. Um er að ræða persónulega heimildarmynd í leikstjórn sænska leikstjórans Nathan Grossman þar sem saga Gretu er rakin á hrífandi hátt frá upphafi baráttu hennar. Hann hefur fylgt Gretu eftir hvert fótmál allt frá því að hún efndi til eins manns loftslagsverkfalls, sem varð að fyrirmynd um heim allan, til þess er hún ferðaðist með seglskútu þvert yfir Atlantshafið til að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Í myndinni fá áhorfendur innsýn í baráttu Gretu þar sem hún hittir ýmsa leiðtoga heims, skipuleggur fjöldamótmæli og undibýr ræðuhöld. Auk þess að kynnast hennar persónulegu högum og daglega lífi með fjölskyldunni og hundinum og því hvernig hún tekst á við mikið álag, endalaus ferðalög, gagnrýni almennings og það að vera orðin andlit baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Leikstjórinn segist ekki hafa gert sér í hugarlund í fyrstu að úr yrði kvikmynd í fullri lengd. Í fyrstu hafi hann ætlað að búa til stuttmynd um þessa feimnu og mögnuðu ungu konu. Hann hafi ekki órað fyrir að á ferðum sínum með henni um Evrópu þvera og endilanga myndi hann hitta helstu leiðtoga heims hvað þá að fylgja henni í sjóför yfir Atlantshafið alla leið til New York. Greta segir myndina gefa raunsæja mynd af sér og sínu daglega lífi. Hún vonist til að með myndinni geri fólk sér grein fyrir að ungt fólk fari ekki í verkföll að gamni sínu heldur af brýnni nauðsyn. Margt hafi breyst til batnaðar síðan hún hóf baráttu sína en brýnt sé að fólk vakni til meðvitundar um þá krísu sem heimurinn standi frammi fyrir. Enn sé mikil barátta framundan til að tryggja örugga framtíð barna í heiminum. Áhrifarík heimildarmynd sem verður á dagskrá RIFF sem hefst þann 24. september næstkomandi. Miðasala og nánari upplýsingar á www.riff.is
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira