Spá því að Ísland muni eiga þrjá af tíu keppendum í ofurúrslitunum leikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 10:00 Björgvin Karl Guðmundsson komst á verðlaunapall á heimsleikunum í fyrra og er aftur spáð góðu gengi í ár. Hér er hann með hinum verðlaunahöfunum 2019. Mynd/Instagram Íslensku keppendurnir þrír á heimsleikunum í ár eiga góða möguleika á sæti í fimm manna lokaúrslitum leikanna ef marka má spá fjögurra sérfræðinga tveimur vikum fyrir keppnina. Ísland á þrjá keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast 18. september. Þetta eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Fyrri hluti keppninnar fer í gegnum netið og þar reyna 30 karlar og 30 konur að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum sem fara fram í Kaliforníu. Vefsíðan BarBend fékk fjóra aðila til að spá fyrir um það hvaða fimm karlar og fimm konur muni á endanum keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit árið 2020. Þetta eru keppendurnir Patrick Vellner og Noah Ohlsen sem og fjölmiðlamennirnir Ben Garves og Armen Hammer. Two Games podium finishers and top pundits share their predictions for this year's Top 5. @nohlsen @PatVellner @armenhammertv https://t.co/LqVupTNrJy #crossfit #crossfitgames @crossfit @CrossFitGames pic.twitter.com/lLQIM4MniN— BarBend (@barbendnews) September 1, 2020 Tveir þeir fyrstnefndu eru að keppa á leikunum í ár og spá sjálfum sér að sjálfsögðu áfram í keppninni. Noah Ohlsen á það sameiginlegt með Katrínu Tönju Davíðsdóttur að hótað því að hætta við þátttöku á heimsleikunum í ár meðan Greg Glassman væri ennþá eigandi CrossFit. Greg Glassman seldi CrossFit til Eric Roza og bæði Noah og Katrín Tanja verða með. Allir fjórir sérfræðingarnir spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu. watch on YouTube Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum. Sara fær fullt hús eins og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Þær Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja fá síðan þrjú atkvæði af fjórum mögulegum. Björgvin Karl Guðmundsson fær fullt hús ásamt heimsmeistaranum Mat Fraser og svo Patrick Vellner. Noah Ohlsen fær bara þrjú atkvæði því Armen Hammer hefur ekki trú á honum að þessu sinni. Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte. CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira
Íslensku keppendurnir þrír á heimsleikunum í ár eiga góða möguleika á sæti í fimm manna lokaúrslitum leikanna ef marka má spá fjögurra sérfræðinga tveimur vikum fyrir keppnina. Ísland á þrjá keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast 18. september. Þetta eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Fyrri hluti keppninnar fer í gegnum netið og þar reyna 30 karlar og 30 konur að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum sem fara fram í Kaliforníu. Vefsíðan BarBend fékk fjóra aðila til að spá fyrir um það hvaða fimm karlar og fimm konur muni á endanum keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit árið 2020. Þetta eru keppendurnir Patrick Vellner og Noah Ohlsen sem og fjölmiðlamennirnir Ben Garves og Armen Hammer. Two Games podium finishers and top pundits share their predictions for this year's Top 5. @nohlsen @PatVellner @armenhammertv https://t.co/LqVupTNrJy #crossfit #crossfitgames @crossfit @CrossFitGames pic.twitter.com/lLQIM4MniN— BarBend (@barbendnews) September 1, 2020 Tveir þeir fyrstnefndu eru að keppa á leikunum í ár og spá sjálfum sér að sjálfsögðu áfram í keppninni. Noah Ohlsen á það sameiginlegt með Katrínu Tönju Davíðsdóttur að hótað því að hætta við þátttöku á heimsleikunum í ár meðan Greg Glassman væri ennþá eigandi CrossFit. Greg Glassman seldi CrossFit til Eric Roza og bæði Noah og Katrín Tanja verða með. Allir fjórir sérfræðingarnir spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu. watch on YouTube Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum. Sara fær fullt hús eins og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Þær Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja fá síðan þrjú atkvæði af fjórum mögulegum. Björgvin Karl Guðmundsson fær fullt hús ásamt heimsmeistaranum Mat Fraser og svo Patrick Vellner. Noah Ohlsen fær bara þrjú atkvæði því Armen Hammer hefur ekki trú á honum að þessu sinni. Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte.
Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte.
CrossFit Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira