Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 15:55 Facebook er að grípa til aðgerða sem ætlað er að koma í veg fyrir misnotkun samfélagsmiðilsins. AP/Jeff Chiu Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. Þessar aðgerðir mun taka gildi um það bil viku fyrir kosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir að aðgerðir þessar muni ná yfir Donald Trump, forseta. Í færslu á Facebook segir Zuckerberg að hann hafi áhyggjur af því að fólk muni geta kosið á öruggan hátt vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og sömuleiðis hefði hann áhyggjur af deilum í Bandaríkjunum. Að því að mjög auknar líkur væru á illdeilum manna á milli vegna kosninganna. „Þessar kosningar verða ekki hefðbundnar. Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um lýðræðið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann tilkynnti verkefni fyrirtækis hans sem snúa að því að auðvelda fólki að kjósa og berjast gegn rangfærslum og lygum í aðdraganda kosninganna. Þær aðgerðir tækju mið af því sem Facebook hefði lært frá síðustu kosningum. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir birtingu færsla sem miða að því að fá fólk til að sleppa því að kjósa. The US elections are just two months away, and with Covid-19 affecting communities across the country, I'm concerned...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 3 September 2020 Facebook hefur verið gróðrarstía rangfærsla og lyga um komandi kosningar og var sömuleiðis notað af Rússum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu reyndu nýveriðo að leika sama leik og fyrir kosningarnar 2016 á bæði Facebook og Twitter. Í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna var reikningum þessara aðila eytt af samfélagsmiðlunum. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að verið sé að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í landinu með því að dreifa samræsikenningum og lygum. Starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar gengu svo langt að þessu sinni að mynda nýjan fjölmiðil og ráða alvöru fólk til að skrifa á hann. Ritstjórar miðilsins og forsvarsmenn voru þó tilbúnar manneskjur með myndum sem voru gerðar af gervigreind. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Facebook Tengdar fréttir Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. Þessar aðgerðir mun taka gildi um það bil viku fyrir kosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir að aðgerðir þessar muni ná yfir Donald Trump, forseta. Í færslu á Facebook segir Zuckerberg að hann hafi áhyggjur af því að fólk muni geta kosið á öruggan hátt vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og sömuleiðis hefði hann áhyggjur af deilum í Bandaríkjunum. Að því að mjög auknar líkur væru á illdeilum manna á milli vegna kosninganna. „Þessar kosningar verða ekki hefðbundnar. Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um lýðræðið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann tilkynnti verkefni fyrirtækis hans sem snúa að því að auðvelda fólki að kjósa og berjast gegn rangfærslum og lygum í aðdraganda kosninganna. Þær aðgerðir tækju mið af því sem Facebook hefði lært frá síðustu kosningum. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir birtingu færsla sem miða að því að fá fólk til að sleppa því að kjósa. The US elections are just two months away, and with Covid-19 affecting communities across the country, I'm concerned...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 3 September 2020 Facebook hefur verið gróðrarstía rangfærsla og lyga um komandi kosningar og var sömuleiðis notað af Rússum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu reyndu nýveriðo að leika sama leik og fyrir kosningarnar 2016 á bæði Facebook og Twitter. Í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna var reikningum þessara aðila eytt af samfélagsmiðlunum. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að verið sé að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í landinu með því að dreifa samræsikenningum og lygum. Starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar gengu svo langt að þessu sinni að mynda nýjan fjölmiðil og ráða alvöru fólk til að skrifa á hann. Ritstjórar miðilsins og forsvarsmenn voru þó tilbúnar manneskjur með myndum sem voru gerðar af gervigreind.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Facebook Tengdar fréttir Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26
Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent