Nýju Chelsea mennirnir gætu báðir byrjað á móti Spáni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 16:30 Kai Havertz og Timo Werner á æfingu með þýska landsliðinu. Getty/Alexander Hassenstein Þýskaland og Spánn mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í nýrri Þjóðadeild og þó að það vanti lykilmenn í bæði lið þá er von á fróðlegum leik á milli tveggja af bestu landsliðum heims. Leikurinn er stórleikur dagsins er alls fara tíu leikir fram í Þjóðadeild Evrópu 2020-21 þegar hún hefst í dag. Hinni leikurinn í A-deildinni er á milli Sviss og Úkraínu. Leikur Þýskalands og Spánar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.35. Þjóðadeildarmörkin verða síðan strax á eftir leik á sömu stöð. Bayern München vann Meistaradeildina á dögunum og landsliðsmenn meistaranna fá frí i þessu verkefni. Það vantar því menn eins og Manuel Neuer, Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Leon Goretzka í þýska liðið í kvöld. Þjóðverjar féllu út A-deildinni í síðustu Þjóðadeildinni líkt og Íslendingar en báðar þjóðir græddu á fjölgun liða út tólf í sextán. Spánverjar sluppu við fall í síðustu Þjóðadeild en urðu undir í baráttunni við Englendinga í baráttunni um sæti í úrslitunum. Riðill Þýskalands og Spánar er sá fyrsti til að fara stað í A-deildinni en keppni í hinum hefst síðan á morgun og á laugardaginn þegar íslenska landsliðið spilar við England í Laugardalnum. Hin liðin í riðlinum eru Sviss og Úkraína. Who ya got?#NationsLeague pic.twitter.com/B0mPSPQBIz— UEFA Nations League (@EURO2020) September 3, 2020 Auðvitað veikir fjarvera Bayern leikmannanna þýska liðið talsvert auk þess sem það vantar menn frá RB Leipzig en það er samt til nóg af sterkum þýskum leikmönnum. Það verður mjög athyglisvert að sjá þessi landslið spila sinn fyrsta landsleik í tíu mánuði og ekki síst að sjá stöðuna á spænskum fótbolta eftir að spænsku félagsliðinu voru allt annað en sannfærandi í Meistaradeildinni. Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, gæti gefið stuðningsmönnum Chelsea forsmekk af því sem koma skal á Stamford Bridge í vetur. Það er nefnilega líklegt að nýju Chelsea mennirnir Timo Werner og Kai Havertz verði báðir í byrjunarliðinu í kvöld. Chelsea er búið að kaupa Werner og er að ganga frá kaupunum á Havertz samkvæmt erlendum fréttamiðlum. Með þeim Timo Werner og Kai Havertz gæti síðan spilað Leroy Sane, sem er að koma til baka eftir erfið hnémeiðsli og skipti úr Manchester City yfir í Bayern München í sumar. Þrír framtíðar lykilmenn landsliðsins. Werner Ziyech Havertz Chilwell Thiago Silva There s a revolution taking place at Chelsea and the business might not stop there — B/R Football (@brfootball) August 26, 2020 Joachim Löw hefur reyndar smá áhyggjur af tímasetningu landsleikjanna en leikmenn eru að spila landsleik áður en þeir spila fyrsta leikinn með félagsliðinu sínu. „Staðan er þannig að það er mikill munur á formi leikmanna. Sumir hafa verið að æfa í margar vikur en eru ekki í leikæfingu. Aðrir er nýbúnir með síðasta tímabil. Nokkrir eru komnir til baka út stuttu fríi. Ég býst ekki við því að leikmenn endist í 90 mínútur á fullri ferð,“ sagði Joachim Löw á blaðamannafundi fyrir leikinn. Kollegi hans hjá Spáni, Luis Enrique, er að stýra spænska landsliðinu í fyrsta sinn eftir að hann tók aftur við. Luis Enrique tók aftur við í nóvember 2019 en hefur þurft að bíða í tíu mánuði eftir fyrsta leiknum vegna kórónuveirunnar. „Leikjaplanið hefur gert þetta allt erfiðara en allir eru í sömu stöðu. Þú verður að meta stöðuna á hverjum leikmanni fyrir sig en hraðinn á æfingum hefur engu að síður verið mikill. Ég er ekki að kvarta. Ég elska að spila í Þjóðadeildinni og ég elska að stýra landsliðinu. Þetta eru opinberu dagarnir og þú verður bara að sætta þig við það,“ sagði Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins. UEFA Nations League is back! Thursday's games... Who's your team?#NationsLeague— UEFA Nations League (@EURO2020) September 3, 2020 Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Þýskaland og Spánn mætast í kvöld í fyrsta leik sínum í nýrri Þjóðadeild og þó að það vanti lykilmenn í bæði lið þá er von á fróðlegum leik á milli tveggja af bestu landsliðum heims. Leikurinn er stórleikur dagsins er alls fara tíu leikir fram í Þjóðadeild Evrópu 2020-21 þegar hún hefst í dag. Hinni leikurinn í A-deildinni er á milli Sviss og Úkraínu. Leikur Þýskalands og Spánar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.35. Þjóðadeildarmörkin verða síðan strax á eftir leik á sömu stöð. Bayern München vann Meistaradeildina á dögunum og landsliðsmenn meistaranna fá frí i þessu verkefni. Það vantar því menn eins og Manuel Neuer, Serge Gnabry, Joshua Kimmich og Leon Goretzka í þýska liðið í kvöld. Þjóðverjar féllu út A-deildinni í síðustu Þjóðadeildinni líkt og Íslendingar en báðar þjóðir græddu á fjölgun liða út tólf í sextán. Spánverjar sluppu við fall í síðustu Þjóðadeild en urðu undir í baráttunni við Englendinga í baráttunni um sæti í úrslitunum. Riðill Þýskalands og Spánar er sá fyrsti til að fara stað í A-deildinni en keppni í hinum hefst síðan á morgun og á laugardaginn þegar íslenska landsliðið spilar við England í Laugardalnum. Hin liðin í riðlinum eru Sviss og Úkraína. Who ya got?#NationsLeague pic.twitter.com/B0mPSPQBIz— UEFA Nations League (@EURO2020) September 3, 2020 Auðvitað veikir fjarvera Bayern leikmannanna þýska liðið talsvert auk þess sem það vantar menn frá RB Leipzig en það er samt til nóg af sterkum þýskum leikmönnum. Það verður mjög athyglisvert að sjá þessi landslið spila sinn fyrsta landsleik í tíu mánuði og ekki síst að sjá stöðuna á spænskum fótbolta eftir að spænsku félagsliðinu voru allt annað en sannfærandi í Meistaradeildinni. Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, gæti gefið stuðningsmönnum Chelsea forsmekk af því sem koma skal á Stamford Bridge í vetur. Það er nefnilega líklegt að nýju Chelsea mennirnir Timo Werner og Kai Havertz verði báðir í byrjunarliðinu í kvöld. Chelsea er búið að kaupa Werner og er að ganga frá kaupunum á Havertz samkvæmt erlendum fréttamiðlum. Með þeim Timo Werner og Kai Havertz gæti síðan spilað Leroy Sane, sem er að koma til baka eftir erfið hnémeiðsli og skipti úr Manchester City yfir í Bayern München í sumar. Þrír framtíðar lykilmenn landsliðsins. Werner Ziyech Havertz Chilwell Thiago Silva There s a revolution taking place at Chelsea and the business might not stop there — B/R Football (@brfootball) August 26, 2020 Joachim Löw hefur reyndar smá áhyggjur af tímasetningu landsleikjanna en leikmenn eru að spila landsleik áður en þeir spila fyrsta leikinn með félagsliðinu sínu. „Staðan er þannig að það er mikill munur á formi leikmanna. Sumir hafa verið að æfa í margar vikur en eru ekki í leikæfingu. Aðrir er nýbúnir með síðasta tímabil. Nokkrir eru komnir til baka út stuttu fríi. Ég býst ekki við því að leikmenn endist í 90 mínútur á fullri ferð,“ sagði Joachim Löw á blaðamannafundi fyrir leikinn. Kollegi hans hjá Spáni, Luis Enrique, er að stýra spænska landsliðinu í fyrsta sinn eftir að hann tók aftur við. Luis Enrique tók aftur við í nóvember 2019 en hefur þurft að bíða í tíu mánuði eftir fyrsta leiknum vegna kórónuveirunnar. „Leikjaplanið hefur gert þetta allt erfiðara en allir eru í sömu stöðu. Þú verður að meta stöðuna á hverjum leikmanni fyrir sig en hraðinn á æfingum hefur engu að síður verið mikill. Ég er ekki að kvarta. Ég elska að spila í Þjóðadeildinni og ég elska að stýra landsliðinu. Þetta eru opinberu dagarnir og þú verður bara að sætta þig við það,“ sagði Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins. UEFA Nations League is back! Thursday's games... Who's your team?#NationsLeague— UEFA Nations League (@EURO2020) September 3, 2020
Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira