Draumur gæti ræst hjá unga Man. City manninum í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 10:30 Phil Foden er búinn að ná sér í talsverða reynslu í stórum leikjum með Manchester City liðinu. EPA-EFE/Shaun Botterill Phil Foden er í enska landsliðshópnum sem á leiðinni til Íslands og getur því möguleika spilað sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi hinn tvítuga Phil Foden í landsliðshópinn í fyrsta skiptið fyrir Þjóðadeildarleikina á móti Íslandi og Danmörku. Phil Foden hefur fengið mikið lof frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, undanfarin ár en spænski stjórinn hefur jafnframt passað mikið upp á strákinn. „Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Phil Foden um landsliðssætið en BBC segir frá. Phil Foden says he will be realising the dream "of every kid on the estate" if he makes his England debut this week https://t.co/1YcxhnoI34 #mcfc pic.twitter.com/KwHmZIoSCP— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2020 „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins,“ sagði Phil Foden. „Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Phil Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess,“ sagði Phil Foden. Þetta yrði ekki fyrsti leikur hans á Laugardalsvelli því hann spilaði þar með liði Manchester City á móti West Ham í æfingaleik fyrir 2017-18 tímabilið. Leikurinn fór fram 4. ágúst 2017 og City vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling. Phil Foden spilaði vel með Manchester City liðinu á síðasta tímabil og skoraði 8 mörk í 38 leikjum af miðjunni. Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildabikarsins á móti Aston Villa sem og í leiknum mikilvæga á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. "Pep s a believer that whoever trains well, he'll pick. I m going to prepare myself I d love to be a key player." Phil Foden has an England call-up but his focus is on establishing himself in the Man City side in David Silva's absencehttps://t.co/P3FLnhP2og #MCFC— FourFourTwo (@FourFourTwo) August 25, 2020 „Ég spilaði nokkra stóra leiki á þessu áru eins og bikarúrslitaleiki og stóra leiki í Meistaradeildinni. Það eru leikir sem allir vilja spila í. Stundum er það erfitt fyrir unga leikmenn að spila slíka leiki en Pep hefur verið þolinmóður með mig og spilað mér á réttum tímum,“ sagði Phil Foden. „Ég er búinn að læra mikið og er tilbúinn í að taka þetta skref,“ sagði Phil Foden. Phil Foden hefur alls spilað 51 leik fyrir yngri landslið Englendinga og skorað í þeim 19 mörk. Hann er búinn að spila 74 leiki fyrir Manchester City á undanförnum þremur tímabilum en fyrsta tækifærið í Meistaradeildinni með City fékk Foden þegar hann var aðeins 17 ára og 177 daga gamall. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Phil Foden er í enska landsliðshópnum sem á leiðinni til Íslands og getur því möguleika spilað sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi hinn tvítuga Phil Foden í landsliðshópinn í fyrsta skiptið fyrir Þjóðadeildarleikina á móti Íslandi og Danmörku. Phil Foden hefur fengið mikið lof frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, undanfarin ár en spænski stjórinn hefur jafnframt passað mikið upp á strákinn. „Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Phil Foden um landsliðssætið en BBC segir frá. Phil Foden says he will be realising the dream "of every kid on the estate" if he makes his England debut this week https://t.co/1YcxhnoI34 #mcfc pic.twitter.com/KwHmZIoSCP— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2020 „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins,“ sagði Phil Foden. „Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Phil Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess,“ sagði Phil Foden. Þetta yrði ekki fyrsti leikur hans á Laugardalsvelli því hann spilaði þar með liði Manchester City á móti West Ham í æfingaleik fyrir 2017-18 tímabilið. Leikurinn fór fram 4. ágúst 2017 og City vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling. Phil Foden spilaði vel með Manchester City liðinu á síðasta tímabil og skoraði 8 mörk í 38 leikjum af miðjunni. Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildabikarsins á móti Aston Villa sem og í leiknum mikilvæga á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. "Pep s a believer that whoever trains well, he'll pick. I m going to prepare myself I d love to be a key player." Phil Foden has an England call-up but his focus is on establishing himself in the Man City side in David Silva's absencehttps://t.co/P3FLnhP2og #MCFC— FourFourTwo (@FourFourTwo) August 25, 2020 „Ég spilaði nokkra stóra leiki á þessu áru eins og bikarúrslitaleiki og stóra leiki í Meistaradeildinni. Það eru leikir sem allir vilja spila í. Stundum er það erfitt fyrir unga leikmenn að spila slíka leiki en Pep hefur verið þolinmóður með mig og spilað mér á réttum tímum,“ sagði Phil Foden. „Ég er búinn að læra mikið og er tilbúinn í að taka þetta skref,“ sagði Phil Foden. Phil Foden hefur alls spilað 51 leik fyrir yngri landslið Englendinga og skorað í þeim 19 mörk. Hann er búinn að spila 74 leiki fyrir Manchester City á undanförnum þremur tímabilum en fyrsta tækifærið í Meistaradeildinni með City fékk Foden þegar hann var aðeins 17 ára og 177 daga gamall. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira