Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2020 08:42 Afganskur hermaður stendur vörð við vettvang bílasprengju Talibana, þar sem tólf dóu þann 25. ágúst. Vísir/AP Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í friðarsamkomulagi Talibana og Bandaríkjamanna frá því í febrúar kröfðust Talibanar þess að um fimm þúsund meðlimum þeirra yrði sleppt úr haldi ríkisstjórnarinnar. Í staðinn myndu þeir sleppa um þúsund föngum sínum og friðarviðræður þeirra gætu ekki hafist fyrr. Ríkisstjórn Afganistan hefur þó ekki viljað sleppa öllum föngunum. Sérstaklega hefur ekki verið vilji til að sleppa 400 manna hópi sem hafa verið kallaðir „harðkjarna“ Talibanar. Þeir eru sagðir hafa komið að einhverjum verstu árásum landsins og yfirvöld í Frakklandi og Ástralíu hafa sett sig gegn því að einhverjum þeirra verði sleppt. Viðkomandi Talibanar hafi komið að árásum gegn ríkisborgurum þessa landa. Í ágúst samþykkti öldungaráð Afganistan að sleppa síðustu föngunum og Talibanar frelsuðu 24 sérsveitarmenn og flugmenn að fyrra bragði. Í samtali við blaðamann Reuters segja embættismenn í Afganistan að mönnunum hafi verið sleppt á mánudaginn og þriðjudaginn. Á sama tíma hafi Talibanar sleppt sex sérsveitarmönnum sem voru í haldi þeirra. Nú eru einungis 200 Talibanar eftir af þeim fimm þúsund sem krafist var að yrði sleppt. Heimildarmenn Reuters segja að fangaskiptunum gæti lokið í dag. Friðarviðræður ættu þá að geta hafist fljótt í Katar. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Afganistan Tengdar fréttir Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu. 25. ágúst 2020 16:04 Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í friðarsamkomulagi Talibana og Bandaríkjamanna frá því í febrúar kröfðust Talibanar þess að um fimm þúsund meðlimum þeirra yrði sleppt úr haldi ríkisstjórnarinnar. Í staðinn myndu þeir sleppa um þúsund föngum sínum og friðarviðræður þeirra gætu ekki hafist fyrr. Ríkisstjórn Afganistan hefur þó ekki viljað sleppa öllum föngunum. Sérstaklega hefur ekki verið vilji til að sleppa 400 manna hópi sem hafa verið kallaðir „harðkjarna“ Talibanar. Þeir eru sagðir hafa komið að einhverjum verstu árásum landsins og yfirvöld í Frakklandi og Ástralíu hafa sett sig gegn því að einhverjum þeirra verði sleppt. Viðkomandi Talibanar hafi komið að árásum gegn ríkisborgurum þessa landa. Í ágúst samþykkti öldungaráð Afganistan að sleppa síðustu föngunum og Talibanar frelsuðu 24 sérsveitarmenn og flugmenn að fyrra bragði. Í samtali við blaðamann Reuters segja embættismenn í Afganistan að mönnunum hafi verið sleppt á mánudaginn og þriðjudaginn. Á sama tíma hafi Talibanar sleppt sex sérsveitarmönnum sem voru í haldi þeirra. Nú eru einungis 200 Talibanar eftir af þeim fimm þúsund sem krafist var að yrði sleppt. Heimildarmenn Reuters segja að fangaskiptunum gæti lokið í dag. Friðarviðræður ættu þá að geta hafist fljótt í Katar. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar.
Afganistan Tengdar fréttir Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu. 25. ágúst 2020 16:04 Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu. 25. ágúst 2020 16:04
Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28