Nancy Pelosi grímulaus inni á hárgreiðslustofu í San Francisco Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2020 06:54 Skjáskot úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sem sýnir Nancy Pelosi án grímu. Gríman er um hálsinn á henni. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. Pelosi hefur ítrekað gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, fyrir að nota ekki grímu og þá mega hárgreiðslustofur í San Fransisco ekki hafa opið, og þar með bjóða upp á þjónustu innandyra, vegna kórónuveirufaraldursins. Að því er fram kemur í frétt BBC komst sjónvarpsstöðin Fox News yfir myndir af Pelosi inni á hárgreiðslustofunni en með því braut hún sóttvarnareglur borgaryfirvalda í San Francisco. Hárgreiðslustofur í borginni hafa verið lokaðar í lengri tíma en frá og með gærdeginum mátti klippa utandyra. Talsmaður Pelosi hefur sagt að hún hafi ekki vitað að hún væri að brjóta sóttvarnareglur. Á myndunum sést hvar hárgreiðslumaður með grímu labbar á eftir henni. „Hárgreiðslustofan bauð forseta fulltrúadeildarinnar að koma á mánudag og sögðu henni að samkvæmt leyfi frá borginni mættu þeir vera með einn viðskiptavin inni í einu. Hún fór eftir öllum reglum eins og þær voru kynntar af hárgreiðslustofunni,“ sagði talsmaðurinn. Pelosi hefur lagt ríka áherslu á að almenningur fylgi þeim viðmiðum smit- og sóttvarnayfirvalda í Bandaríkjunum að nota grímu, ekki hvað síst í aðstæðum þar sem erfitt er að halda fjarlægðarmörkum. Erica Kious, eigandi hárgreiðslustofunnar, sagði í viðtali við Fox News að hún leigði út stól til hárgreiðslumanns sem hefði látið hana vita af því að aðstoðarmaður Pelosi hefði hringt og sagt að hún vildi koma í þvott og blástur. „Það var blaut tuska í andlitið að hún skuli hafa farið inn, að henni finnist hún geta farið inn og gert það sem henni sýnist á meðan enginn annar má fara inn og ég get ekki unnið,“ sagði Kious. Bandaríkin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, náðist á mynd á mánudag þar sem hún var án grímu inni á hárgreiðslustofu í heimaborg sinni, San Francisco. Pelosi hefur ítrekað gagnrýnt Donald Trump, Bandaríkjaforseta, fyrir að nota ekki grímu og þá mega hárgreiðslustofur í San Fransisco ekki hafa opið, og þar með bjóða upp á þjónustu innandyra, vegna kórónuveirufaraldursins. Að því er fram kemur í frétt BBC komst sjónvarpsstöðin Fox News yfir myndir af Pelosi inni á hárgreiðslustofunni en með því braut hún sóttvarnareglur borgaryfirvalda í San Francisco. Hárgreiðslustofur í borginni hafa verið lokaðar í lengri tíma en frá og með gærdeginum mátti klippa utandyra. Talsmaður Pelosi hefur sagt að hún hafi ekki vitað að hún væri að brjóta sóttvarnareglur. Á myndunum sést hvar hárgreiðslumaður með grímu labbar á eftir henni. „Hárgreiðslustofan bauð forseta fulltrúadeildarinnar að koma á mánudag og sögðu henni að samkvæmt leyfi frá borginni mættu þeir vera með einn viðskiptavin inni í einu. Hún fór eftir öllum reglum eins og þær voru kynntar af hárgreiðslustofunni,“ sagði talsmaðurinn. Pelosi hefur lagt ríka áherslu á að almenningur fylgi þeim viðmiðum smit- og sóttvarnayfirvalda í Bandaríkjunum að nota grímu, ekki hvað síst í aðstæðum þar sem erfitt er að halda fjarlægðarmörkum. Erica Kious, eigandi hárgreiðslustofunnar, sagði í viðtali við Fox News að hún leigði út stól til hárgreiðslumanns sem hefði látið hana vita af því að aðstoðarmaður Pelosi hefði hringt og sagt að hún vildi koma í þvott og blástur. „Það var blaut tuska í andlitið að hún skuli hafa farið inn, að henni finnist hún geta farið inn og gert það sem henni sýnist á meðan enginn annar má fara inn og ég get ekki unnið,“ sagði Kious.
Bandaríkin Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira