Neymar og Messi töluðu saman um að spila aftur saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:00 Lionel Messi og Neymar er góðir vinir frá dögum sínum saman hjá Barcelona. EPA/KIMIMASA MAYAMA Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að sannfæra Lionel Messi um að koma frekar í Paris Saint Germain í staðinn fyrir að fara til Manchester City. ESPN segir frá því að miðillinn hafi heimildir fyrir því að Neymar hringdi í Lionel Messi í gær og ræddi möguleikann á því að Messi kæmi frekar til Paris Saint Germain. Framtíð Lionel Messi hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann tilkynnti Barcelona það á þriðjudaginn að hann væri á förum frá félaginu. Imagine Mbappe, Neymar and Messi in the same team. Paris Saint-Germain are closely monitoring the situation around Lionel Messi, sources have told ESPN.https://t.co/bACSsQTdex— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 27, 2020 Paris Saint Germain er eitt af þeim félögum sem hafa efni á því að fá Lionel Messi og forráðamenn félagsins eru að fylgjast náið með þróun mála. PSG hefur samt ekki enn haft samband við Jorge föður Messi sem er líka umboðsmaðurinn hans. Neymar er aftur á móti byrjaður að vinna sjálfur í því að fá Lionel Messi til Parísar. Neymar fór frá Messi og Barcelona árið 2017 en hefur alltaf verið í góðu sambandi við Messi. Gott dæmi um það var í fyrra þegar Lionel Messi reyndi að pressa á það að Barcelona fengi Neymar aftur til baka. Það gekk ekki eftir enda keypti PSG Brasilíumanninn á sínum tíma á 222 milljónir evra. Neymar er ekki eini leikmaður Paris Saint Germain sem hefur talað við Messi því það hefur Angel Di Maria einnig gert en þeir spila saman í argentínska landsliðinu. #Espn Brasil: "#Messi chiama #Neymar per portarlo al #ManchesterCity" https://t.co/xeqcySXhkR— Tuttosport (@tuttosport) August 26, 2020 Neymar er staddur í sumarfríi á Ibiza með fjölskyldu sinni en þar eru líka aðrir leikmenn PSG eins og Di Maria, Keylor Navas og Mauro Icardi. Það má búast við því að þeir hafi eitthvað talað saman um Messi síðan á þriðjudaginn. PSG er fjársterkt félag eins og Manchester City og félagið er líka að „losna“ við menn eins og Edinson Cavani, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo-Moting og Thomas Meunier af launaskrá. Það ætti því að vera hægt að bjóða Messi góð laun þar á bæ. Stóra málið er hvort Messi geti fengið sig lausan frá samningi sínum eins og hann telur sjálfur eða hvort félögin sem keppast nú um hann þurfi að borga fyrir hann stóra upphæð. Það kostar 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn og enginn er að fara að borga það fyrir 33 ára gamlan leikmann þótt að hann sé Lionel Messi. watch on YouTube Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar reyndi að sannfæra Lionel Messi um að koma frekar í Paris Saint Germain í staðinn fyrir að fara til Manchester City. ESPN segir frá því að miðillinn hafi heimildir fyrir því að Neymar hringdi í Lionel Messi í gær og ræddi möguleikann á því að Messi kæmi frekar til Paris Saint Germain. Framtíð Lionel Messi hefur verið á milli tannanna á fólki eftir að hann tilkynnti Barcelona það á þriðjudaginn að hann væri á förum frá félaginu. Imagine Mbappe, Neymar and Messi in the same team. Paris Saint-Germain are closely monitoring the situation around Lionel Messi, sources have told ESPN.https://t.co/bACSsQTdex— ESPN Australia & NZ (@ESPNAusNZ) August 27, 2020 Paris Saint Germain er eitt af þeim félögum sem hafa efni á því að fá Lionel Messi og forráðamenn félagsins eru að fylgjast náið með þróun mála. PSG hefur samt ekki enn haft samband við Jorge föður Messi sem er líka umboðsmaðurinn hans. Neymar er aftur á móti byrjaður að vinna sjálfur í því að fá Lionel Messi til Parísar. Neymar fór frá Messi og Barcelona árið 2017 en hefur alltaf verið í góðu sambandi við Messi. Gott dæmi um það var í fyrra þegar Lionel Messi reyndi að pressa á það að Barcelona fengi Neymar aftur til baka. Það gekk ekki eftir enda keypti PSG Brasilíumanninn á sínum tíma á 222 milljónir evra. Neymar er ekki eini leikmaður Paris Saint Germain sem hefur talað við Messi því það hefur Angel Di Maria einnig gert en þeir spila saman í argentínska landsliðinu. #Espn Brasil: "#Messi chiama #Neymar per portarlo al #ManchesterCity" https://t.co/xeqcySXhkR— Tuttosport (@tuttosport) August 26, 2020 Neymar er staddur í sumarfríi á Ibiza með fjölskyldu sinni en þar eru líka aðrir leikmenn PSG eins og Di Maria, Keylor Navas og Mauro Icardi. Það má búast við því að þeir hafi eitthvað talað saman um Messi síðan á þriðjudaginn. PSG er fjársterkt félag eins og Manchester City og félagið er líka að „losna“ við menn eins og Edinson Cavani, Thiago Silva, Eric Maxim Choupo-Moting og Thomas Meunier af launaskrá. Það ætti því að vera hægt að bjóða Messi góð laun þar á bæ. Stóra málið er hvort Messi geti fengið sig lausan frá samningi sínum eins og hann telur sjálfur eða hvort félögin sem keppast nú um hann þurfi að borga fyrir hann stóra upphæð. Það kostar 700 milljónir evra að kaupa upp samninginn og enginn er að fara að borga það fyrir 33 ára gamlan leikmann þótt að hann sé Lionel Messi. watch on YouTube
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Sjá meira