Pepsi Max Stúkan: Verður ekki vont fyrir þjóðarstoltið eins og hjá KR-ingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Kristinn Steindórsson og félagar í Breiðabliki eru að spila í Noregi í dag. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna í vikunni en þrjú íslensk lið spila Evrópuleiki í dag. Íslandsmeistarar KR fóru illa út úr leik sínum á móti Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar og fengu líka aðeins að heyra það frá Stúkumönnum. KR tapaði leiknum 6-0 og átti ekki möguleika frá fyrstu mínútu leiksins. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni byrjuðu á því að fara yfir frammistöðu KR á móti Celtic þar sem Íslandsmeistararnir steinlágu 6-0. Hin þrjú liðin sem keppa í forkeppni Evrópudeildarinnar verða öll í beinni á sportstöðvunum í dag. Erfitt að horfa á þetta Það var sárt fyrir Sigurvin Ólafsson að horfa upp á þetta. „Celtic menn voru kannski ágætir en KR-ingar voru arfaslakir í þessum leik. Það var erfitt að horfa á þetta, sagði Sigurvin og Guðmundur Benediktsson greip fram í: „Þetta var vont fyrir þjóðarstoltið og rembinginn í manni, sagði Guðmundur. „KR-ingar eru rosa fínir á sínu tempói hérna í Pepsi Max deildinni en ég held að þetta lið sé ekki líklegt til neinna stórræða í einni einustu Evrópukeppni. Ég held að við eigum eftir að sjá Víkingana og Blikana gera töluvert betur en við sáum KR-ingana gera,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Hvaða kröfur getum við sett á þessi lið í dag“ spurði Guðmundur Benediktsson þegar kom að umfjölluninni um lið FH, Breiðabliks og Víkings sem verða í eldlínunni í dag. „Ég held að bæði Víkingar og Blikar geti boðið andstæðingum sínum upp á leik. Ég hef alveg trú á því en Blikar þurfa samt að eiga þá mjög góðan leik á móti Rosenborg til að gera. Ég er samt ekki búinn að fylgjast mikið með Olimpija Ljubljana liðinu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Heitasta liðið í Slóvakíu „FH-ingarnir eiga að geta farið í gegnum sitt verkefni og ég hef trú á því að þeir geri það þótt að lið sé nú heitasta liðið í Slóvakíu. Þetta er því svolítið vandasamt verkefni en þeir eiga alveg að geta klárað þetta,“ sagði Þorkell Máni. „Svo er líka pæling nú þegar liðinu eru farin að spila svona þétt. Eru lið að fara að leggja allt í sölurnar,“ spurði Sigurvin Ólafsson og Máni var fljótur að svara. „Það eru 25 milljónir fyrir að komast áfram og þú hlýtur að vilja fá það ,“ sagði Máni og Guðmundur Benediktsson benti síðan á að íslensku liðin mega ekki spila um helgina útaf vinnusóttkvínni og eru því að fara í vikufrí. „Leikjunum þeirra um næstu helgi á eftir verður líka frestað ekki nema við ákveðum allt í einu að opna landið. Ég efast um það að þeir geti breytt reglunum aftur núna. Það myndi ekki fara vel í mína menn í Vesturbænum ef þeir gerðu það,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Það er vonandi að við sjáum einhverjar jafnari rimmur því það er pínulítið bjánalegt að vera alltaf að fagna og hrósa mönnum fyrir Evrópusætin og svo eru þær ferðir bara erfiðar,“ spurði Sigurvin Ólafsson. Fáum að horfa á fullt af Evrópubolta Máni sjá smá tækifæri til að skjóta aftur á KR-inga. „Það er alveg eins hægt að sleppa því að fara í Evrópukeppnir ef þar á að fara niðurlægja þjóðina. Við vissum samt alltaf að KR-ingarnir voru ekki að fara í gegnum Celtic en Stjarnan fór þangað 2015 og tapaði 2-0,“ sagði Máni. „Við verðum að vona það besta og við fáum alla vega að horfa á fullt af Evrópubolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Það má finna alla umfjöllun þeirra um Evrópuleikina hér fyrir neðan. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarétt frá öllum þremur leikjunum sem verða þar með sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö. Fyrsti leikur dagsins er leikur slóvenska liðsins Olimpija Ljubljana og Víkinga sem hefst klukkan 16.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Hálftíma seinna hefst síðan leikur norska félagsins Rosenborg og Breiðabliks í Þrándheimi en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 16.50. Þriðji og síðasti leikur dagsins er síðan leikur FH og slóvakíska félagsins Dunajska Streda sem hefst klukkan 17.15 í Kaplakrika og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klippa: Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna Evrópudeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna í vikunni en þrjú íslensk lið spila Evrópuleiki í dag. Íslandsmeistarar KR fóru illa út úr leik sínum á móti Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar og fengu líka aðeins að heyra það frá Stúkumönnum. KR tapaði leiknum 6-0 og átti ekki möguleika frá fyrstu mínútu leiksins. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni byrjuðu á því að fara yfir frammistöðu KR á móti Celtic þar sem Íslandsmeistararnir steinlágu 6-0. Hin þrjú liðin sem keppa í forkeppni Evrópudeildarinnar verða öll í beinni á sportstöðvunum í dag. Erfitt að horfa á þetta Það var sárt fyrir Sigurvin Ólafsson að horfa upp á þetta. „Celtic menn voru kannski ágætir en KR-ingar voru arfaslakir í þessum leik. Það var erfitt að horfa á þetta, sagði Sigurvin og Guðmundur Benediktsson greip fram í: „Þetta var vont fyrir þjóðarstoltið og rembinginn í manni, sagði Guðmundur. „KR-ingar eru rosa fínir á sínu tempói hérna í Pepsi Max deildinni en ég held að þetta lið sé ekki líklegt til neinna stórræða í einni einustu Evrópukeppni. Ég held að við eigum eftir að sjá Víkingana og Blikana gera töluvert betur en við sáum KR-ingana gera,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Hvaða kröfur getum við sett á þessi lið í dag“ spurði Guðmundur Benediktsson þegar kom að umfjölluninni um lið FH, Breiðabliks og Víkings sem verða í eldlínunni í dag. „Ég held að bæði Víkingar og Blikar geti boðið andstæðingum sínum upp á leik. Ég hef alveg trú á því en Blikar þurfa samt að eiga þá mjög góðan leik á móti Rosenborg til að gera. Ég er samt ekki búinn að fylgjast mikið með Olimpija Ljubljana liðinu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Heitasta liðið í Slóvakíu „FH-ingarnir eiga að geta farið í gegnum sitt verkefni og ég hef trú á því að þeir geri það þótt að lið sé nú heitasta liðið í Slóvakíu. Þetta er því svolítið vandasamt verkefni en þeir eiga alveg að geta klárað þetta,“ sagði Þorkell Máni. „Svo er líka pæling nú þegar liðinu eru farin að spila svona þétt. Eru lið að fara að leggja allt í sölurnar,“ spurði Sigurvin Ólafsson og Máni var fljótur að svara. „Það eru 25 milljónir fyrir að komast áfram og þú hlýtur að vilja fá það ,“ sagði Máni og Guðmundur Benediktsson benti síðan á að íslensku liðin mega ekki spila um helgina útaf vinnusóttkvínni og eru því að fara í vikufrí. „Leikjunum þeirra um næstu helgi á eftir verður líka frestað ekki nema við ákveðum allt í einu að opna landið. Ég efast um það að þeir geti breytt reglunum aftur núna. Það myndi ekki fara vel í mína menn í Vesturbænum ef þeir gerðu það,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Það er vonandi að við sjáum einhverjar jafnari rimmur því það er pínulítið bjánalegt að vera alltaf að fagna og hrósa mönnum fyrir Evrópusætin og svo eru þær ferðir bara erfiðar,“ spurði Sigurvin Ólafsson. Fáum að horfa á fullt af Evrópubolta Máni sjá smá tækifæri til að skjóta aftur á KR-inga. „Það er alveg eins hægt að sleppa því að fara í Evrópukeppnir ef þar á að fara niðurlægja þjóðina. Við vissum samt alltaf að KR-ingarnir voru ekki að fara í gegnum Celtic en Stjarnan fór þangað 2015 og tapaði 2-0,“ sagði Máni. „Við verðum að vona það besta og við fáum alla vega að horfa á fullt af Evrópubolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Það má finna alla umfjöllun þeirra um Evrópuleikina hér fyrir neðan. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarétt frá öllum þremur leikjunum sem verða þar með sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö. Fyrsti leikur dagsins er leikur slóvenska liðsins Olimpija Ljubljana og Víkinga sem hefst klukkan 16.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Hálftíma seinna hefst síðan leikur norska félagsins Rosenborg og Breiðabliks í Þrándheimi en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 16.50. Þriðji og síðasti leikur dagsins er síðan leikur FH og slóvakíska félagsins Dunajska Streda sem hefst klukkan 17.15 í Kaplakrika og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klippa: Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna
Evrópudeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira