Af urriðaslóðum Þingvallavatns Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2020 09:00 Það er vel þess virði að eyða góðum tíma við Þingvallavatn ef verðlaunin eru þessi. Mynd: Ion fishing FB Urriðaveiðin við Þingvallavatn er í fullum gangi þessa dagana og það er ekkert lát á veiðinni eftir því sem við heyrum frá veiðimönnum. ION svæðið var þegar síðast var leitað frétta að teygja sig í 700 fiska sem er frábær veiði en það sem hefur þó vantað er meira af þessum allra stærstu urriðum sem veiðast þar reglulega. Það hefur verið aðeins minna af þeim á færinu í vor en ekki skilja það sem svo að það sé verið að kvarta því algengustu stærðirnar á urriðanum sem er að veiðast þar er 60-80 sm. Á svæðum Fishpartner er mikið líf á Kárastöðum og mikil ásókn í lausa daga enda munar ansi miklu á verði þar og á ION svæðinu sem og það er ansi erfitt að komast að á ION. Veiðin á Kárastöðum hefur verið fín með góðum skotum inn á milli. Villingavatn hefur að sama skapi verið að gefa fína veiði en minna hefur frést af Svörtuklettum. Það svæði er ekkert síður gjöfult eins og Kárastaðir en minna stundað af einhverjum sökum. Besta veiðin þar er eldsnemma á morgnana og seint á kvöldin og því upplagt að skjótast eftir vinnu og veiða fram á kvöldið með góðri von um að einn vænn ísaldarurriði rífi í fluguna. Síðast en ekki síst eru veiðimenn farnir að setja í hann í þjóðgarðinum og sumir sem hafa verið að fá nokkra fiska á vaktinni. Það er sama sagan þar eins og víðar í vatninu, besta veiðin er seint á kvöldin og þeir allra hörðustu eru ekki að pakka saman fyrr en eftir miðnætti. Stangveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt um veiðihnúta Veiði
Urriðaveiðin við Þingvallavatn er í fullum gangi þessa dagana og það er ekkert lát á veiðinni eftir því sem við heyrum frá veiðimönnum. ION svæðið var þegar síðast var leitað frétta að teygja sig í 700 fiska sem er frábær veiði en það sem hefur þó vantað er meira af þessum allra stærstu urriðum sem veiðast þar reglulega. Það hefur verið aðeins minna af þeim á færinu í vor en ekki skilja það sem svo að það sé verið að kvarta því algengustu stærðirnar á urriðanum sem er að veiðast þar er 60-80 sm. Á svæðum Fishpartner er mikið líf á Kárastöðum og mikil ásókn í lausa daga enda munar ansi miklu á verði þar og á ION svæðinu sem og það er ansi erfitt að komast að á ION. Veiðin á Kárastöðum hefur verið fín með góðum skotum inn á milli. Villingavatn hefur að sama skapi verið að gefa fína veiði en minna hefur frést af Svörtuklettum. Það svæði er ekkert síður gjöfult eins og Kárastaðir en minna stundað af einhverjum sökum. Besta veiðin þar er eldsnemma á morgnana og seint á kvöldin og því upplagt að skjótast eftir vinnu og veiða fram á kvöldið með góðri von um að einn vænn ísaldarurriði rífi í fluguna. Síðast en ekki síst eru veiðimenn farnir að setja í hann í þjóðgarðinum og sumir sem hafa verið að fá nokkra fiska á vaktinni. Það er sama sagan þar eins og víðar í vatninu, besta veiðin er seint á kvöldin og þeir allra hörðustu eru ekki að pakka saman fyrr en eftir miðnætti.
Stangveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt um veiðihnúta Veiði