Laxar að sýna sig í Laxá í Leirársveit Karl Lúðvíksson skrifar 19. maí 2020 17:41 Fyrstu laxarnir eru mættir í Laxá í Leirársveit Mynd: wwwlaxaleir.is Það er að styttast óðum í fyrsta dag laxveiðitímabilsins á þessu ári og veiðimenn farnir að telja niður dagana í fyrstu köstinn fyrir þann silfraða. Við vorum að fá fyrstu fréttir af löxum sem voru að sýna sig í Laxá í Leirársveit en Vignir Ragnarsson sem hefur fylgst með ánni í 30 ár stoppaði þar seinni partinn í dag og sá greinilega í það minnsta 10 laxa í fossinum og niður undur brú við þjóðveg var greinilega smá torfa að dóla í aðfallinu. "Það voru laxar að stökkva í fossinum og torfan sem var á sveimi við brúnna var mjög greinileg. Ég hef aldei sér laxinn svona snemma á ferðinni í ánni í þau 30 ár sem ég hef fylgst með henni" sagði Vignir í samtali við Veiðivísi. Miðað við þetta mega veiðimenn sem eiga leið um árnar næstu daga kannski fara að kíkja í neðstu veiðistaðina til að sá hvort það sé kominn lax víðar en ár eins og Laxá í Kjós eiga líka stofn sem er yfirleitt farinn að mæta um 21. maí. Veiðivísir ætlar líklega að biðja þann sem fylgist líklega mest með Laxá í Kjós, Bubba Morthens, sem býr stutt frá ánni að kíkja í Laxfoss og Kvíslafoss og sjá hvort það sé ekki kominn lax í Kjósina líka. Stangveiði Mest lesið Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði
Það er að styttast óðum í fyrsta dag laxveiðitímabilsins á þessu ári og veiðimenn farnir að telja niður dagana í fyrstu köstinn fyrir þann silfraða. Við vorum að fá fyrstu fréttir af löxum sem voru að sýna sig í Laxá í Leirársveit en Vignir Ragnarsson sem hefur fylgst með ánni í 30 ár stoppaði þar seinni partinn í dag og sá greinilega í það minnsta 10 laxa í fossinum og niður undur brú við þjóðveg var greinilega smá torfa að dóla í aðfallinu. "Það voru laxar að stökkva í fossinum og torfan sem var á sveimi við brúnna var mjög greinileg. Ég hef aldei sér laxinn svona snemma á ferðinni í ánni í þau 30 ár sem ég hef fylgst með henni" sagði Vignir í samtali við Veiðivísi. Miðað við þetta mega veiðimenn sem eiga leið um árnar næstu daga kannski fara að kíkja í neðstu veiðistaðina til að sá hvort það sé kominn lax víðar en ár eins og Laxá í Kjós eiga líka stofn sem er yfirleitt farinn að mæta um 21. maí. Veiðivísir ætlar líklega að biðja þann sem fylgist líklega mest með Laxá í Kjós, Bubba Morthens, sem býr stutt frá ánni að kíkja í Laxfoss og Kvíslafoss og sjá hvort það sé ekki kominn lax í Kjósina líka.
Stangveiði Mest lesið Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði