Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið Andri Eysteinsson skrifar 26. ágúst 2020 23:24 Íbúar á strandsvæðum hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Vísir/AP Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna veðurofsans og vatnsyfirborðið í kjölfarið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. Yfir sex hundruð þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins í dag en samkvæmt fréttum AP fréttaveitunnar mælist vindhraði Láru nú um 61 m/s og enn er talið að vindhraði geti aukist nokkuð áður en að Lára nær landi. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu eða allt að fjörutíu sentimetrum á sumum stöðum. Eins og áður segir flokkast Lára nú sem fjórða stigs fellibylur en samkvæmt skilgreiningum birtum á vef AP segir að hörmulegar skemmdir geti orðið geti orðið vegna slíkra krafta. Búast megi við því að veggir húsa geti hrunið og þök rifnað af. Tré yrðu líklegast rifin upp með rótum og rafmagnsstaurar fallið. Rafmagnsleysið sem orsakist af slíkri eyðileggingu gæti varið í vikur eða mánuði. Stærsti hluti svæðis sem yrði slíku veðri að bráð yrði óbyggilegur í langan tíma. Yfirborð vatns hefur þegar tekið að rísa í strandbæjum Texas og Louisiana en flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út lengra inn til landsins. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir og muni valda mikilli úrkomu í ríkjum á borð við Missouri, Tennessee og Kentucky sem eru landlukt. Þá hefur fellibylurinn einnig mikil áhrif á orkuframleiðslu Bandaríkjanna en loka hefur þurft fyrir um 84% þeirrar olíuframleiðslu sem Bandaríkin standa fyrir í Mexíkóflóa og 300 olíu- og gasborpallar hafa verið rýmdir. Lára hefur ekki náð landi á meginland Ameríku en hefur fellibylurinn þegar kostað 23 lífið á eyjunni Hispaníólu þar sem að 20 létust á Haítí á vesturhluta eyjunnar og þrír í austurhlutanum, Dóminíkanska Lýðveldinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt íbúa við strandlengjuna að fylgja fyrirmælum yfirvalda ríkjanna og yfirgefa heimili sín. Slíkt getur þó reynst íbúum erfitt með stuttum fyrirvara en AP hefur greint frá því að hótelherbergi hafi fyllst innar í landinu og einnig að fjárhagsstaða hefti möguleika margra íbúa svæðanna, sér í lagi eftir að atvinnuleysi jókst í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Búist er við því að Lára muni valda flóðum inn til landsins á leið sinni í gegnum Bandaríkin. Fellibylurinn er talinn það kraftmikill að hann muni enn teljast til hitabeltisstorms þegar á austurströndina er komið og gæti hann einnig valdið eyðileggingu á þeim slóðum. Bandaríkin Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent „Ég er sá sem get fellt hann“ Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem get fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna veðurofsans og vatnsyfirborðið í kjölfarið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af. Yfir sex hundruð þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins í dag en samkvæmt fréttum AP fréttaveitunnar mælist vindhraði Láru nú um 61 m/s og enn er talið að vindhraði geti aukist nokkuð áður en að Lára nær landi. Þá er gert ráð fyrir mikilli úrkomu eða allt að fjörutíu sentimetrum á sumum stöðum. Eins og áður segir flokkast Lára nú sem fjórða stigs fellibylur en samkvæmt skilgreiningum birtum á vef AP segir að hörmulegar skemmdir geti orðið geti orðið vegna slíkra krafta. Búast megi við því að veggir húsa geti hrunið og þök rifnað af. Tré yrðu líklegast rifin upp með rótum og rafmagnsstaurar fallið. Rafmagnsleysið sem orsakist af slíkri eyðileggingu gæti varið í vikur eða mánuði. Stærsti hluti svæðis sem yrði slíku veðri að bráð yrði óbyggilegur í langan tíma. Yfirborð vatns hefur þegar tekið að rísa í strandbæjum Texas og Louisiana en flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út lengra inn til landsins. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir og muni valda mikilli úrkomu í ríkjum á borð við Missouri, Tennessee og Kentucky sem eru landlukt. Þá hefur fellibylurinn einnig mikil áhrif á orkuframleiðslu Bandaríkjanna en loka hefur þurft fyrir um 84% þeirrar olíuframleiðslu sem Bandaríkin standa fyrir í Mexíkóflóa og 300 olíu- og gasborpallar hafa verið rýmdir. Lára hefur ekki náð landi á meginland Ameríku en hefur fellibylurinn þegar kostað 23 lífið á eyjunni Hispaníólu þar sem að 20 létust á Haítí á vesturhluta eyjunnar og þrír í austurhlutanum, Dóminíkanska Lýðveldinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt íbúa við strandlengjuna að fylgja fyrirmælum yfirvalda ríkjanna og yfirgefa heimili sín. Slíkt getur þó reynst íbúum erfitt með stuttum fyrirvara en AP hefur greint frá því að hótelherbergi hafi fyllst innar í landinu og einnig að fjárhagsstaða hefti möguleika margra íbúa svæðanna, sér í lagi eftir að atvinnuleysi jókst í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Búist er við því að Lára muni valda flóðum inn til landsins á leið sinni í gegnum Bandaríkin. Fellibylurinn er talinn það kraftmikill að hann muni enn teljast til hitabeltisstorms þegar á austurströndina er komið og gæti hann einnig valdið eyðileggingu á þeim slóðum.
Bandaríkin Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent „Ég er sá sem get fellt hann“ Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem get fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira