Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Samúel Karl Ólason skrifar 26. ágúst 2020 16:19 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun í Texas. AP/Eric Gay Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Læknar og heilbrigðissérfræðingar hafa lýst yfir furðu á breytingunum og segja umrædda aðila nákvæmlega þá sem þurfi að skima til að koma böndum á faraldurinn sem hefur leikið Bandaríkin verr en nokkurt annað land í heiminum. Um 5,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast og tæplega 170 þúsund hafa dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. CDC áætlar að um 40 prósent þeirra sem smitast af Covid-19 sýni ekki einkenni og að um helmingur smita eigi sér stað áður en smitberi sýni einkenni. Á vefsíðu CDC stóð áður að vegna þess að fólk án einkenna geti dreift Covid-19, sé mikilvægt að finna þau sem hafa verið í nánum samskiptum við sýkta aðila, svokölluð smitrakning, og kanna hvort þau séu veik. Vefnum var þó breytt á mánudaginn, samkvæmt frétt CNN, og stendur þar nú að ef einhver hafi verið í samskiptum við sýktan aðila í meira en fimmtán mínútur, en sýni ekki einkenni, þurfi viðkomandi ekki í skimun án þess að sá tilheyri viðkvæmum hópi eða heilbrigðisstarfsmenn leggi það til. Þeir sem sýni engin einkenni og hafi ekki verið í samskiptum við sýktan aðila þurfi ekki í skimun. Talsmaður Heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna sagði CNN að nýju við miðin myndu ekki koma niður á smitrakningu. Fólk eigi að leita til lækna varðandi það hvort það þurfi í skimun. USA Today hefur eftir sérfræðingum að breytingarnar muni koma niður á smitrakningu og leiða til fleiri smitaðra. Alison Galvani, sérfræðingur hjá Yale háskólanum segir til að mynda að þessar breytingar muni drepa fólk. The CDC just revised their testing guidance to exclude people without symptoms. Our work on the silent spread underscores the importance of testing people who have been exposed to #COVID-19 regardless of symptoms. This change in policy will kill. https://t.co/5zMctSS4wD— Alison Galvani (@Alison_Galvani) August 26, 2020 Ekki hefur verið útskýrt af hverju þessi breyting var gerð. Heimildarmaður CNN segir CDC þó hafa orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að umfangsmikil skimun vegna Covid-19 láti Bandaríkin líta illa út. Það sé eina ástæða þess hve margir hafi smitast þar og hann hefur einnig sagt að hann hafi skipað sínu fólki að „hægja á skimuninni“. Ríkisstjórn Trump skipaði sjúkrahúsum í síðasta mánuði að hætta að senda tölur um sýkingar og skimun til CDC og senda upplýsingarnar þess í stað til einkafyrirtækis sem á að koma þeim til heilbrigðisráðuneytisins. Á þriðjudaginn hótaði ríkisstjórnin svo því að þau sjúkrahús sem fylgi ekki þessum nýju tilmælum missi aðgang sinn að opinberu fé, samkvæmt frétt New York Times. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira
Forsvarsmenn Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, hafa breytt viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Læknar og heilbrigðissérfræðingar hafa lýst yfir furðu á breytingunum og segja umrædda aðila nákvæmlega þá sem þurfi að skima til að koma böndum á faraldurinn sem hefur leikið Bandaríkin verr en nokkurt annað land í heiminum. Um 5,8 milljónir Bandaríkjamanna hafa smitast og tæplega 170 þúsund hafa dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. CDC áætlar að um 40 prósent þeirra sem smitast af Covid-19 sýni ekki einkenni og að um helmingur smita eigi sér stað áður en smitberi sýni einkenni. Á vefsíðu CDC stóð áður að vegna þess að fólk án einkenna geti dreift Covid-19, sé mikilvægt að finna þau sem hafa verið í nánum samskiptum við sýkta aðila, svokölluð smitrakning, og kanna hvort þau séu veik. Vefnum var þó breytt á mánudaginn, samkvæmt frétt CNN, og stendur þar nú að ef einhver hafi verið í samskiptum við sýktan aðila í meira en fimmtán mínútur, en sýni ekki einkenni, þurfi viðkomandi ekki í skimun án þess að sá tilheyri viðkvæmum hópi eða heilbrigðisstarfsmenn leggi það til. Þeir sem sýni engin einkenni og hafi ekki verið í samskiptum við sýktan aðila þurfi ekki í skimun. Talsmaður Heilbrigðisráðuneytis Bandaríkjanna sagði CNN að nýju við miðin myndu ekki koma niður á smitrakningu. Fólk eigi að leita til lækna varðandi það hvort það þurfi í skimun. USA Today hefur eftir sérfræðingum að breytingarnar muni koma niður á smitrakningu og leiða til fleiri smitaðra. Alison Galvani, sérfræðingur hjá Yale háskólanum segir til að mynda að þessar breytingar muni drepa fólk. The CDC just revised their testing guidance to exclude people without symptoms. Our work on the silent spread underscores the importance of testing people who have been exposed to #COVID-19 regardless of symptoms. This change in policy will kill. https://t.co/5zMctSS4wD— Alison Galvani (@Alison_Galvani) August 26, 2020 Ekki hefur verið útskýrt af hverju þessi breyting var gerð. Heimildarmaður CNN segir CDC þó hafa orðið fyrir þrýstingi frá Hvíta húsinu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að umfangsmikil skimun vegna Covid-19 láti Bandaríkin líta illa út. Það sé eina ástæða þess hve margir hafi smitast þar og hann hefur einnig sagt að hann hafi skipað sínu fólki að „hægja á skimuninni“. Ríkisstjórn Trump skipaði sjúkrahúsum í síðasta mánuði að hætta að senda tölur um sýkingar og skimun til CDC og senda upplýsingarnar þess í stað til einkafyrirtækis sem á að koma þeim til heilbrigðisráðuneytisins. Á þriðjudaginn hótaði ríkisstjórnin svo því að þau sjúkrahús sem fylgi ekki þessum nýju tilmælum missi aðgang sinn að opinberu fé, samkvæmt frétt New York Times.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira