Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 26. ágúst 2020 07:55 Hrafn Hauksson með lax úr Símastreng Mynd: Jóhann Freyr Guðmundsson Elliðaárnar hafa verið vel sóttar á þessu veiðitímabili en þar er ennþá hægt að finna lausar stangir og þetta er ljómandi tími til að veiða ánna. Elliðaárnar eru aðeins veiddar á flugu og öllum laxi er sleppt en þessari breytingu fögnuðu margir sem töldu að of nærri væri gengið hrygningarstofninum í ánni á hverju ári. Það hefur verið fín laxgengd í ánna í sumar og það sést vel á efri svæðunum þar sem sumir veiðistsaðir eru vel setnir af laxi. Jóhann Freyr með einn af löxunum sem þeir fenguMynd: Hrafn Haukson Félagarnir Hrafn Hauksson og Jóhann Freyr Guðmundsson fóru saman í Elliðaárnar síðasta sunnudag og gerðu heldur betur góða veiði. Það var sól og hægur vindur en veiðin var frábær. Fiskarnir voru að taka litlar flugur og flestir komu á rauða og svarta Frances í stærð 14 og 16. Frísvæðið gaf þeim félögum flesta fiska en þeir fengu 6 í Hrauni og 4 í Símastreng. Þeir fengu líka fiska í Árbæjarhyl, Heyvaði, Hundasteinum og Höfuðhyl. Þeir enduðu í 17 löxum og þarf af voru 7 yfir 70cm! Morgunvaktin gaf 9 laxa og sú seinni 8, það var jöfn taka yfir allan daginn og mikið af fiski að sýna sig. Stangveiði Mest lesið Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði
Elliðaárnar hafa verið vel sóttar á þessu veiðitímabili en þar er ennþá hægt að finna lausar stangir og þetta er ljómandi tími til að veiða ánna. Elliðaárnar eru aðeins veiddar á flugu og öllum laxi er sleppt en þessari breytingu fögnuðu margir sem töldu að of nærri væri gengið hrygningarstofninum í ánni á hverju ári. Það hefur verið fín laxgengd í ánna í sumar og það sést vel á efri svæðunum þar sem sumir veiðistsaðir eru vel setnir af laxi. Jóhann Freyr með einn af löxunum sem þeir fenguMynd: Hrafn Haukson Félagarnir Hrafn Hauksson og Jóhann Freyr Guðmundsson fóru saman í Elliðaárnar síðasta sunnudag og gerðu heldur betur góða veiði. Það var sól og hægur vindur en veiðin var frábær. Fiskarnir voru að taka litlar flugur og flestir komu á rauða og svarta Frances í stærð 14 og 16. Frísvæðið gaf þeim félögum flesta fiska en þeir fengu 6 í Hrauni og 4 í Símastreng. Þeir fengu líka fiska í Árbæjarhyl, Heyvaði, Hundasteinum og Höfuðhyl. Þeir enduðu í 17 löxum og þarf af voru 7 yfir 70cm! Morgunvaktin gaf 9 laxa og sú seinni 8, það var jöfn taka yfir allan daginn og mikið af fiski að sýna sig.
Stangveiði Mest lesið Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði