Inda fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni: „Ég á það til að vera hvatvís“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2020 19:13 Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. Það vakti athygli landsmanna að sjá fregnir af því að andlit Kára Stefánssonar hefði verið húðflúrað á konu hér á landi. Nafn konunnar fylgdi ekki með en eftir miklar viðræður féllst Inda Hrönn Björnsdóttir loks á að ræða húðflúrið ásamt Ólafíu Kristjánsdóttur sem rekur tattústofuna Immortal á Akranesi. „Þetta er ekkert eins og fólk heldur að ég sé vakin og sofin yfir Kára Stefánssyni, þó mér finnist hann mjög merkilegur maður. Ég var bara stödd í vinnunni og það var viðtal við hann í sjónvarpinu. Ég skellti þessu fram að ég ætlaði að fá mér tattú af honum. Það fóru allir að hlæja nema það var einn sem sagði: Þér gæti hugsanlega dottið það í hug! Þá sneri ég mér við og labbaði að borðinu mínu og hugsaði: Já, ég ætla að gera það. Þetta er ekkert dýpra,“ segir Inda. Inda hringdi í Ólafíu og hófst þá leitin að réttu myndinni. Það tók Ólafíu fimm klukkutíma að flúra andlit Kára á kálfa Indu. Hér má sjá raunverulega ljósmynd af Kára borna saman við húðflúrið sem Ólafía gerði. Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú fékkst þér þetta húðflúr? „Þau hafa verið allskonar. Mér finnst gagnrýnin skemmtilegust. En svo kemur ekkert öllum á óvart að detta eitthvað svona í hug og framkvæmi það. Ég á það til að vera hvatvís.“ Hefur einhver verið að gagnrýna þig? „Maður hefur séð virka í athugasemdum.“ Hvað viltu segja við þá? „Ekkert, mér finnst það bara frábært. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu. Mér finnst gaman að lesa það?“ Ólafía segist sjálf ekki hafa dottið það til hugar að hún yrði einhvern tímann beðin um að flúra andlit Kára á einhvern. „Mér fannst þetta bara geggjuð hugmynd,“ segir Ólafía. Áttu þér eitthvað óska andlit til að flúra á einhvern næst? „Guðna forseta,“ svarar Ólafía. Hvar myndir þú setja Guðna á þig? „Hvergi svarar,“ svarar Inda hlæjandi og bætir við. „Ég hef samt ekkert á móti honum, finnst hann frábær.“ Hér má sjá húðflúrið sem Inda fékk sér. Inda segist ekki hafa fengið of mikla bakþanka. „Ég hef aldrei séð eftir þessu, ekki nema þegar ég fékk símtal frá þér í gær, en svo fór ég að hugsa ef ég fer í sund og það kemur eitthvað barn upp að mér og spyr: Af hverju ertu með afa minn á kálfanum? En þá díla ég bara við það,“ segir Inda hlæjandi. Húðflúr Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira
Kona sem fékk sér húðflúr af Kára Stefánssyni á kálfann segist eiga það til að vera hvatvís. Viðbrögðin hafa verið mikil en henni sjálfri finnst gagnrýni netverja skemmtilegust. Það vakti athygli landsmanna að sjá fregnir af því að andlit Kára Stefánssonar hefði verið húðflúrað á konu hér á landi. Nafn konunnar fylgdi ekki með en eftir miklar viðræður féllst Inda Hrönn Björnsdóttir loks á að ræða húðflúrið ásamt Ólafíu Kristjánsdóttur sem rekur tattústofuna Immortal á Akranesi. „Þetta er ekkert eins og fólk heldur að ég sé vakin og sofin yfir Kára Stefánssyni, þó mér finnist hann mjög merkilegur maður. Ég var bara stödd í vinnunni og það var viðtal við hann í sjónvarpinu. Ég skellti þessu fram að ég ætlaði að fá mér tattú af honum. Það fóru allir að hlæja nema það var einn sem sagði: Þér gæti hugsanlega dottið það í hug! Þá sneri ég mér við og labbaði að borðinu mínu og hugsaði: Já, ég ætla að gera það. Þetta er ekkert dýpra,“ segir Inda. Inda hringdi í Ólafíu og hófst þá leitin að réttu myndinni. Það tók Ólafíu fimm klukkutíma að flúra andlit Kára á kálfa Indu. Hér má sjá raunverulega ljósmynd af Kára borna saman við húðflúrið sem Ólafía gerði. Hvernig hafa viðbrögðin verið eftir að þú fékkst þér þetta húðflúr? „Þau hafa verið allskonar. Mér finnst gagnrýnin skemmtilegust. En svo kemur ekkert öllum á óvart að detta eitthvað svona í hug og framkvæmi það. Ég á það til að vera hvatvís.“ Hefur einhver verið að gagnrýna þig? „Maður hefur séð virka í athugasemdum.“ Hvað viltu segja við þá? „Ekkert, mér finnst það bara frábært. Fólk þarf alltaf að hafa skoðun á öllu. Mér finnst gaman að lesa það?“ Ólafía segist sjálf ekki hafa dottið það til hugar að hún yrði einhvern tímann beðin um að flúra andlit Kára á einhvern. „Mér fannst þetta bara geggjuð hugmynd,“ segir Ólafía. Áttu þér eitthvað óska andlit til að flúra á einhvern næst? „Guðna forseta,“ svarar Ólafía. Hvar myndir þú setja Guðna á þig? „Hvergi svarar,“ svarar Inda hlæjandi og bætir við. „Ég hef samt ekkert á móti honum, finnst hann frábær.“ Hér má sjá húðflúrið sem Inda fékk sér. Inda segist ekki hafa fengið of mikla bakþanka. „Ég hef aldrei séð eftir þessu, ekki nema þegar ég fékk símtal frá þér í gær, en svo fór ég að hugsa ef ég fer í sund og það kemur eitthvað barn upp að mér og spyr: Af hverju ertu með afa minn á kálfanum? En þá díla ég bara við það,“ segir Inda hlæjandi.
Húðflúr Mest lesið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Sjá meira