Veiði byrjar í Elliðavatni á morgun Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2020 10:00 Veiði byrjar í Elliðavatni á morgun. Mynd: Veiðikortið Einn af vorboðunum ljúfu hjá veiðimönnum er klárlega fyrsti dagurinn í veiði við bakka Elliðavatns sem er ein helsta uppeldisstöð veiðimanna á höfuðborgarsvæðinu. Veiði hefst á morgun Sumardaginn fyrsta og miðað við veðurspá þá má reikna með að það mæti margir við bakkann á morgun. Ís er að mestu leiti farinn af vatninu og en það er ansi há vatnsstaða eftir leysingar og rigningar síðustu daga. Ef það verður grámi í vatninu eins og oft á vorinn er best að nota litríkar straumflugur eins og Nobblera til að fanga athygli urriðans sem er oft býsna gráðugur svona fyrst á vorinn. Það þarf líka að veiða djúpt eða nota, eins og alltaf í vatninu, langa tauma og þyngdar straumflugur. Þeir sem þekkja vatnið ekki vel og þurfa smá ábendingu um veiðistaði er af mörgu að taka. Það má til dæmis nefna að höfðinn við Elliðavatnsbæinn gefur oft vel á vorinn en þá þarf yfirleitt að ná út í álinn sem liggur milli höfða og engjabakkans hinum megin. Þar liggur urriðinn. Út af Þingnesi má líka oft gera fína veiði sem og við Riðhól. Á vesturbakkanum er oft fín veiði við Kríunes og í botni við stífluna. Elliðavatn er hluti af Veiðikortinu. Stangveiði Mest lesið Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Veiðivísir vill gefa þér veiðibók Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði
Einn af vorboðunum ljúfu hjá veiðimönnum er klárlega fyrsti dagurinn í veiði við bakka Elliðavatns sem er ein helsta uppeldisstöð veiðimanna á höfuðborgarsvæðinu. Veiði hefst á morgun Sumardaginn fyrsta og miðað við veðurspá þá má reikna með að það mæti margir við bakkann á morgun. Ís er að mestu leiti farinn af vatninu og en það er ansi há vatnsstaða eftir leysingar og rigningar síðustu daga. Ef það verður grámi í vatninu eins og oft á vorinn er best að nota litríkar straumflugur eins og Nobblera til að fanga athygli urriðans sem er oft býsna gráðugur svona fyrst á vorinn. Það þarf líka að veiða djúpt eða nota, eins og alltaf í vatninu, langa tauma og þyngdar straumflugur. Þeir sem þekkja vatnið ekki vel og þurfa smá ábendingu um veiðistaði er af mörgu að taka. Það má til dæmis nefna að höfðinn við Elliðavatnsbæinn gefur oft vel á vorinn en þá þarf yfirleitt að ná út í álinn sem liggur milli höfða og engjabakkans hinum megin. Þar liggur urriðinn. Út af Þingnesi má líka oft gera fína veiði sem og við Riðhól. Á vesturbakkanum er oft fín veiði við Kríunes og í botni við stífluna. Elliðavatn er hluti af Veiðikortinu.
Stangveiði Mest lesið Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Veiðivísir vill gefa þér veiðibók Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vorhátið SVAK verður haldin næstu helgi Veiði