Wayne Rooney hefur áhyggjur af því að Liverpool næli í Thiago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 10:00 Thiago Alcantara með Meistaradeildarbikarinn eftir sigur Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon í gær. EPA-EFE/Miguel A. Lopes Thiago Alcantara sýndi stuðningsmönnum Liverpool hvað þeir gætu átt von á með stórleik sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney vonast til þess að Thiago endi ekki á Anfield. Liverpool hefur verið orðað við spænska miðjumanninn Thiago Alcantara í sumar en hinn 29 ára gamli Thiago er sagður vilja prófa eitthvað nýtt á sínum ferli. Erlendir blaðamenn haga verið duglegir að skrifa Thiago til Liverpool og það eina sem er sagt standa í vegi fyrir því er mögulega of hátt verð sem Bayern vill fá fyrir hann. Wayne Rooney er ekki hrifinn af því að Liverpool liðið gæti fengið mann eins og Thiago Alcantara. Wayne Rooney has his say on the prospect of Thiago Alcantara moving to Liverpool https://t.co/rCEIMDd9JD— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 23, 2020 Wayne Rooney vill að Thiago velji frekar einhvern annan kost en að styrkja miðju Liverpool liðsins. Thiago Alcantara var umferðastjóri Bæjara á leið þeirra að Meistaradeildartitlinum og hefur verið mjög sigursæll hjá bæði Bayern og Barcelona. „Hann kom næstum því til United árið 2013 og nú er Liverpool orðað við hann. Hann er einn besti miðjumaðurinn í heimi og ég vona að hann komi ekki til Liverpool,“ skrifaði Wayne Rooney í pistli sínum í Sunday Times. „Hann getur unnið boltann, er yfirvegaður með hann og heldur hlutunum gangandi. Hann er alhliða miðjumaður og hefur eitthvað af öllu,“ skrifaði Rooney. "He almost came to United in 2013 and now Liverpool are linked with him. I just hope he doesn't go there!" Despite the deal being very close, Wayne Rooney is still hoping it falls through. https://t.co/C7MZCZwHHr— SPORTbible (@sportbible) August 24, 2020 „Hann bakkar upp pressuna hjá Bayern og dettur niður á völlinn til að fá boltann frá miðvörðunum en um leið er hann líka mættur þegar liðið spilar í hringum hinn teiginn,“ skrifaði Wayne Rooney. „Thiago eru frábær leikmaður og það væri vissulega gaman að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Wayne Rooney en bara ekki í Liverpool-liðinu. Rooney þekkir ekkert annað en að „hata“ Liverpool, enda uppalinn hjá Everton og lék svo stærsta hluta ferils síns með Manchester United. Thiago Alcantara hefur unnið níu landstitla á ferlinum með Barcelona og Bayern auk fimm bikarmeistaratitla. Þá vann hann Meistaradeildina líka með Barcelona árið 2011 sem og heimsmeistarakeppni félagsliða sama ár. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Thiago Alcantara sýndi stuðningsmönnum Liverpool hvað þeir gætu átt von á með stórleik sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Wayne Rooney vonast til þess að Thiago endi ekki á Anfield. Liverpool hefur verið orðað við spænska miðjumanninn Thiago Alcantara í sumar en hinn 29 ára gamli Thiago er sagður vilja prófa eitthvað nýtt á sínum ferli. Erlendir blaðamenn haga verið duglegir að skrifa Thiago til Liverpool og það eina sem er sagt standa í vegi fyrir því er mögulega of hátt verð sem Bayern vill fá fyrir hann. Wayne Rooney er ekki hrifinn af því að Liverpool liðið gæti fengið mann eins og Thiago Alcantara. Wayne Rooney has his say on the prospect of Thiago Alcantara moving to Liverpool https://t.co/rCEIMDd9JD— TEAMtalk (@TEAMtalk) August 23, 2020 Wayne Rooney vill að Thiago velji frekar einhvern annan kost en að styrkja miðju Liverpool liðsins. Thiago Alcantara var umferðastjóri Bæjara á leið þeirra að Meistaradeildartitlinum og hefur verið mjög sigursæll hjá bæði Bayern og Barcelona. „Hann kom næstum því til United árið 2013 og nú er Liverpool orðað við hann. Hann er einn besti miðjumaðurinn í heimi og ég vona að hann komi ekki til Liverpool,“ skrifaði Wayne Rooney í pistli sínum í Sunday Times. „Hann getur unnið boltann, er yfirvegaður með hann og heldur hlutunum gangandi. Hann er alhliða miðjumaður og hefur eitthvað af öllu,“ skrifaði Rooney. "He almost came to United in 2013 and now Liverpool are linked with him. I just hope he doesn't go there!" Despite the deal being very close, Wayne Rooney is still hoping it falls through. https://t.co/C7MZCZwHHr— SPORTbible (@sportbible) August 24, 2020 „Hann bakkar upp pressuna hjá Bayern og dettur niður á völlinn til að fá boltann frá miðvörðunum en um leið er hann líka mættur þegar liðið spilar í hringum hinn teiginn,“ skrifaði Wayne Rooney. „Thiago eru frábær leikmaður og það væri vissulega gaman að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni,“ skrifaði Wayne Rooney en bara ekki í Liverpool-liðinu. Rooney þekkir ekkert annað en að „hata“ Liverpool, enda uppalinn hjá Everton og lék svo stærsta hluta ferils síns með Manchester United. Thiago Alcantara hefur unnið níu landstitla á ferlinum með Barcelona og Bayern auk fimm bikarmeistaratitla. Þá vann hann Meistaradeildina líka með Barcelona árið 2011 sem og heimsmeistarakeppni félagsliða sama ár.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira