Christchurch: Ætlaði sér að ráðast á þriðju moskuna Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2020 07:34 Öryggisgæsla hefur veirð mikil við dómshúsið í Christchurch. AP Maðurinn sem drap 51 mann í árásum sínum á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á síðasta ári hafði í hyggju að ráðast á þriðju moskuna. Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Hinn 29 ára Tarrant hefur játað sök, en í ákæru var hann sakaður um 51 morð af yfirlögðu ráði, fjörutíu tilraunir til morðs og hryðjuverk. Talið er að Tarrant gæti mögulega verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Yrði það í fyrsta sinn sem slíkur dómur yrði kveðinn upp á Nýja-Sjálandi. Erlendir fjölmiðlar segja Tarrant hafa sýnt lítil svipbrigði í réttarsal í morgun. Var hann klæddur grárri peysu og í handjárnum. Áætlað er að 66 þeirra sem komust lífs af úr árásinni muni taka til máls í réttarsal næstu fjóra dagana. Brenton Tarrant í réttarsal í morgun.AP Dagurinn hófst þó á því að saksóknarar lásu upp 26 síðna samantekt á því sem gerðist 29. mars 2019 þegar Tarrant réðst til atlögu. Sagði saksóknari að Tarrant hafi skipulagt árásina þannig að sem flestir myndu bíða bana. Hann hafði flogið dróna yfir moskurnar tveimur mánuðum áður til að kanna aðstæður. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook, en skömmu síðar hafði hann hlaðið upp stefnuyfirlýsingu sína á neinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að greina fram framgangi málsins í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rati ekki frekar fyrir almenningssjónir. Hafa fjölmiðlamönnum verið settar hömlur um hverju megi greina frá og hverju ekki. Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Maðurinn sem drap 51 mann í árásum sínum á tvær moskur í Christchurch á Nýja-Sjálandi á síðasta ári hafði í hyggju að ráðast á þriðju moskuna. Dómsuppkvaðning í máli hins ástralska Brenton Tarrant hófst í málinu í morgun. Þar kom fram að Tarrant ætlaði sér að brenna moskurnar og valda eins miklu manntjóni og mögulegt væri. Hinn 29 ára Tarrant hefur játað sök, en í ákæru var hann sakaður um 51 morð af yfirlögðu ráði, fjörutíu tilraunir til morðs og hryðjuverk. Talið er að Tarrant gæti mögulega verið dæmdur í lífstíðarfangelsi án þess að eiga möguleika á reynslulausn. Yrði það í fyrsta sinn sem slíkur dómur yrði kveðinn upp á Nýja-Sjálandi. Erlendir fjölmiðlar segja Tarrant hafa sýnt lítil svipbrigði í réttarsal í morgun. Var hann klæddur grárri peysu og í handjárnum. Áætlað er að 66 þeirra sem komust lífs af úr árásinni muni taka til máls í réttarsal næstu fjóra dagana. Brenton Tarrant í réttarsal í morgun.AP Dagurinn hófst þó á því að saksóknarar lásu upp 26 síðna samantekt á því sem gerðist 29. mars 2019 þegar Tarrant réðst til atlögu. Sagði saksóknari að Tarrant hafi skipulagt árásina þannig að sem flestir myndu bíða bana. Hann hafði flogið dróna yfir moskurnar tveimur mánuðum áður til að kanna aðstæður. Tarrant sýndi frá hluta árásar sinnar á Facebook, en skömmu síðar hafði hann hlaðið upp stefnuyfirlýsingu sína á neinu. Fjölmiðlum hefur verið meinað að greina fram framgangi málsins í dómsal til að tryggja að nýnasistaáróður Tarrant rati ekki frekar fyrir almenningssjónir. Hafa fjölmiðlamönnum verið settar hömlur um hverju megi greina frá og hverju ekki.
Nýja-Sjáland Hryðjuverk í Christchurch Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Árásarmaðurinn í Christchurch mætir fórnarlömbum sínum Maðurinn sem skaut 51 múslima til bana í fjöldamorðum í tveimur moskum í Nýja Sjálandi í fyrra mun mæta eftirlifendum árásar sinnar í dómsal á næstu dögum. 23. ágúst 2020 14:42