Banna fólki að graðga í sig í beinni til að auka fæðuöryggi Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 11:37 Meðal annars hefur verið gripið til aðgerða gegn aðilum sem borða mat í beinni útsendingu á netinu, en vinsældir slíkra útsendinga hafa aukist til muna á undanförnum árum. Vísir/Getty Ríkisstjórn Xi Jinping, forseta Kína, er um þessar mundir að berjast af miklu afli gegn matarsóun. Xi segir Kínverja sóa óhugnanlega miklu af mat og er hluti markmiða átaksins, sem ber heitið Hreinn diskur, að tryggja fæðuöryggi ríkisins. Meðal annars hefur verið gripið til aðgerða gegn aðilum sem borða mat í beinni útsendingu á netinu, en vinsældir slíkra útsendinga, sem kallast Mukbang, hafa aukist til muna á undanförnum árum. Auk þess hafa forsvarsmenn minnst eins skóla sagt að nemendur sem sói miklum mat geti ekki sótt um skólastyrki og á einum veitingastað hefur vigt verið komið fyrir þar svo gestir geti vigtað sig. Í Wuhan hefur verið sett á sú regla að gestir veitingastaða megi ekki panta jafn marga eða fleiri rétti en eru í hópnum. Það er að segja, ef fimm manns fara saman á veitingastað, mega þau bara panta fjóra rétti. NY Times segir átakið einnig vera lið í því að auka efnahagslegt sjálfstæði Kína vegna viðskiptadeilna ríkisins við Bandaríkin og önnur ríki. Óttast er að deilurnar, ef þær yrðu alvarlegri, í samblandi við umfangsmikil flóð sem hafa skemmt ræktunarland og uppskeru gætu sett stórt skarð í fæðubirgðir Kína. Til marks um það hækkaði matvælaverð um þrettán prósent í júlí, samanborið við júlí í fyrra. Verð svínakjöts hækkaði um 85 prósent þar sem flóð hafa komið verulega niður á svínarækt og flutningum svínakjöts. Málið snýr þó að menningu og hefðum Kína. Mikill matur þykir til marks um gestrisni og umhyggju fyrir gestum. Það að matur sem er í boði klárist þykir hins vegar dónalegt. Þetta hefur leitt til þess að samkvæmt opinberum tölum henda Kínverjar um 17 til 18 milljónum tonna af mat á ári hverju. Þann mat væri hægt að nota til að fæða 30 til 50 milljónir manna. Einn viðmælandi NYT, hin 21 árs gamla Pan, sagði til að mynda að hún hefði rétt á því að panta eins mikinn mat og henni sýndist. Ef hún vildi sóa matnum, væri það hennar réttur. Hún sagði þetta átak vera leiðinlegt og gagnslaust. Eigendur veitingahúsa virðast þeirrar skoðunar að átakið sé jákvætt. Hins vegar vilja þeir ekki tapa tekjum vegna þess. Stóru-maga konungarnir í klandri Það eru þó aðgerðirnar gegn „stóru-maga konungunum“ svokölluðu sem hafa vakið mesta athygli. Þar er um að ræða fólk sem hefur orðið frægt af því að borða gífurlegt magn matar í beinni útsendingu á netinu. Þeir hafa orðið fyrir gagnrýni í Kína á undanförnum vikum en fyrir rúmri viku virðast yfirvöld hafa fengið nóg. Þann 14. ágúst gáfu yfirvöld í Kína frá sér yfirlýsingu um að streymisveitur ættu alfarið að banna útsendingar þar sem fólk ýtir undir hegðun sem leiðir til matarsóunar. Stærstu fyrirtækin í þessum geira hafa sagst ætla að fylgja skipuninni. BBC segir að þeir sem leiti að orðinu „Mukbang“ eða öðrum til að finna myndbönd og útsýningar af mataráti, fái upp viðvörun um matarsóun og að myndbönd umræddra aðila hafi verið afmáð. Einn slíkur streymari, sem borðaði eitt sinn heilt lamb í beinni útsendingu (það myndband hefur verið fjarlægt), birti nýverið myndband þar sem hún hvatti ellefu milljónir fylgjenda sinna til að fylgja átaki yfirvalda. Hún kallaðist áður Big Stomach Mini en hefur nú breytt nafni sínu í Dimple Mini, og sagði ekkert að því að njóta góðs matar. Fólk ætti hins vegar ekki að sóa mat. Kína Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Ríkisstjórn Xi Jinping, forseta Kína, er um þessar mundir að berjast af miklu afli gegn matarsóun. Xi segir Kínverja sóa óhugnanlega miklu af mat og er hluti markmiða átaksins, sem ber heitið Hreinn diskur, að tryggja fæðuöryggi ríkisins. Meðal annars hefur verið gripið til aðgerða gegn aðilum sem borða mat í beinni útsendingu á netinu, en vinsældir slíkra útsendinga, sem kallast Mukbang, hafa aukist til muna á undanförnum árum. Auk þess hafa forsvarsmenn minnst eins skóla sagt að nemendur sem sói miklum mat geti ekki sótt um skólastyrki og á einum veitingastað hefur vigt verið komið fyrir þar svo gestir geti vigtað sig. Í Wuhan hefur verið sett á sú regla að gestir veitingastaða megi ekki panta jafn marga eða fleiri rétti en eru í hópnum. Það er að segja, ef fimm manns fara saman á veitingastað, mega þau bara panta fjóra rétti. NY Times segir átakið einnig vera lið í því að auka efnahagslegt sjálfstæði Kína vegna viðskiptadeilna ríkisins við Bandaríkin og önnur ríki. Óttast er að deilurnar, ef þær yrðu alvarlegri, í samblandi við umfangsmikil flóð sem hafa skemmt ræktunarland og uppskeru gætu sett stórt skarð í fæðubirgðir Kína. Til marks um það hækkaði matvælaverð um þrettán prósent í júlí, samanborið við júlí í fyrra. Verð svínakjöts hækkaði um 85 prósent þar sem flóð hafa komið verulega niður á svínarækt og flutningum svínakjöts. Málið snýr þó að menningu og hefðum Kína. Mikill matur þykir til marks um gestrisni og umhyggju fyrir gestum. Það að matur sem er í boði klárist þykir hins vegar dónalegt. Þetta hefur leitt til þess að samkvæmt opinberum tölum henda Kínverjar um 17 til 18 milljónum tonna af mat á ári hverju. Þann mat væri hægt að nota til að fæða 30 til 50 milljónir manna. Einn viðmælandi NYT, hin 21 árs gamla Pan, sagði til að mynda að hún hefði rétt á því að panta eins mikinn mat og henni sýndist. Ef hún vildi sóa matnum, væri það hennar réttur. Hún sagði þetta átak vera leiðinlegt og gagnslaust. Eigendur veitingahúsa virðast þeirrar skoðunar að átakið sé jákvætt. Hins vegar vilja þeir ekki tapa tekjum vegna þess. Stóru-maga konungarnir í klandri Það eru þó aðgerðirnar gegn „stóru-maga konungunum“ svokölluðu sem hafa vakið mesta athygli. Þar er um að ræða fólk sem hefur orðið frægt af því að borða gífurlegt magn matar í beinni útsendingu á netinu. Þeir hafa orðið fyrir gagnrýni í Kína á undanförnum vikum en fyrir rúmri viku virðast yfirvöld hafa fengið nóg. Þann 14. ágúst gáfu yfirvöld í Kína frá sér yfirlýsingu um að streymisveitur ættu alfarið að banna útsendingar þar sem fólk ýtir undir hegðun sem leiðir til matarsóunar. Stærstu fyrirtækin í þessum geira hafa sagst ætla að fylgja skipuninni. BBC segir að þeir sem leiti að orðinu „Mukbang“ eða öðrum til að finna myndbönd og útsýningar af mataráti, fái upp viðvörun um matarsóun og að myndbönd umræddra aðila hafi verið afmáð. Einn slíkur streymari, sem borðaði eitt sinn heilt lamb í beinni útsendingu (það myndband hefur verið fjarlægt), birti nýverið myndband þar sem hún hvatti ellefu milljónir fylgjenda sinna til að fylgja átaki yfirvalda. Hún kallaðist áður Big Stomach Mini en hefur nú breytt nafni sínu í Dimple Mini, og sagði ekkert að því að njóta góðs matar. Fólk ætti hins vegar ekki að sóa mat.
Kína Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira