Hlaupa Setbergshringinn í minningu Úlfars Daníelssonar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 19:08 Leifur Garðarson skólastjóri er á meðal þeirra sem hlaupa í góðgerðarhlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Leifur Garðarsson skólastjóri í Hafnarfirði er einn þeirra sem hlaupa á morgun fyrir góðan málstað, þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu hafi verið aflýst. Leifur hleypur ásamt góðum hópi úr Áslandsskóla og styrkja þau samtökin Ljónshjarta í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Við í Áslandsskóla höfum hlaupið sem hópur frá árinu 2007. Við erum heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á hreyfingu. Skólinn borgar þátttökugjaldið og gerir boli fyrir hópinn. Svo verðum við fyrir því áfalli að missa góðan vin og frábæran samstarfsmann,“ segir Leifur í samtali við Vísi um ástæðu þess að hópurinn valdi samtökin Ljónshjarta í ár. Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. júlí síðast liðinn. „Við ætlum því að hlaupa með dóttur hans Silju Úlfarsdóttur og pjakkana hennar sem voru miklir afastrákar.“ Silja er formaður samtakanna Ljónshjarta. Úlfar Daníelsson með afastrákum sínum. Þeir kölluðu sig afgar.Mynd/Hlaupastyrkur Sindri Dan og Snævar Dan misstu föður sinn skyndilega fyrir fjórum árum og hafa síðan þá fengið aðstoð frá samtökunum Ljónshjarta. Hópurinn frá Áslandsskóla ætlar því að hitta fjölskyldu Úlfars og fleiri sem ætla að styrkja með þeim Ljónshjarta. „Við leggjum af stað frá Áslandsskóla í fyrramálið og hittumst þar klukkan 9.30. Svo hlaupum við til þeirra í Setberginu og hlaupum Setbergshringinn.“ Hlaupið er í kringum fimm kílómetrar og segir Leifur að þetta sé skemmtileg útgáfa af hlaupi sem aldrei varð. „Ég hvet alla til að styrkja gott málefni. Það er mikið af flottum málefnum svo ég hvet fólk til að styrkja það málefni sem stendur því næst.“ Afastrákar Úlfars eru meðal þeirra sem hlaupa Setbergshringinn í fyrramálið í minningu Úlfars. Hægt er að heita á hópinn og einstaklinga innan hópsins í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Dásamlegi maðurinn minn, sálufélagi og besti vinur, Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. Júlí,“ skrifar Adda María Jóhannsdóttir en hún hleypur líka með hópnum. „Afastrákarnir hans, þeir Sindri og Snævar, hafa notið stuðnings Ljónshjarta samtakanna sl. 4 ár og munu nú áfram þurfa á þeim stuðningi að halda, enda voru þeir "afgar" mjög nánir. Af heilsufarsástæðum hleyp ég ekki langt en ætla að rölta 600m hetjuhlaup í minningu Úlfars míns og til stuðnings Ljónshjarta,“ Adda María Jóhannsdóttir hleypur í minningu sálufélagans.Hlaupastyrkur/Adda María Jóhannsdóttir Ljónshjartasamtökin eru fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. „Sorgarferli er erfitt og krefjandi. Strákarnir misstu pabba sinn 2015 og núna í júlí 2020 lést pabbi minn og afi strákanna, en hann hafði hjálpað strákunum mikið í sorginni. Ég veit hvað tekur við, langt og strangt ferli að læra að lifa með þessu. Við nýtum okkur starfið hjá Ljónshjarta, en jafningafræðslan og stuðningurinn er mikilvægur. Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg,“ skrifar Silja Úlfarsdóttir á sína áheitasíðu. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Leifur Garðarsson skólastjóri í Hafnarfirði er einn þeirra sem hlaupa á morgun fyrir góðan málstað, þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu sjálfu hafi verið aflýst. Leifur hleypur ásamt góðum hópi úr Áslandsskóla og styrkja þau samtökin Ljónshjarta í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Við í Áslandsskóla höfum hlaupið sem hópur frá árinu 2007. Við erum heilsueflandi skóli og leggjum áherslu á hreyfingu. Skólinn borgar þátttökugjaldið og gerir boli fyrir hópinn. Svo verðum við fyrir því áfalli að missa góðan vin og frábæran samstarfsmann,“ segir Leifur í samtali við Vísi um ástæðu þess að hópurinn valdi samtökin Ljónshjarta í ár. Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. júlí síðast liðinn. „Við ætlum því að hlaupa með dóttur hans Silju Úlfarsdóttur og pjakkana hennar sem voru miklir afastrákar.“ Silja er formaður samtakanna Ljónshjarta. Úlfar Daníelsson með afastrákum sínum. Þeir kölluðu sig afgar.Mynd/Hlaupastyrkur Sindri Dan og Snævar Dan misstu föður sinn skyndilega fyrir fjórum árum og hafa síðan þá fengið aðstoð frá samtökunum Ljónshjarta. Hópurinn frá Áslandsskóla ætlar því að hitta fjölskyldu Úlfars og fleiri sem ætla að styrkja með þeim Ljónshjarta. „Við leggjum af stað frá Áslandsskóla í fyrramálið og hittumst þar klukkan 9.30. Svo hlaupum við til þeirra í Setberginu og hlaupum Setbergshringinn.“ Hlaupið er í kringum fimm kílómetrar og segir Leifur að þetta sé skemmtileg útgáfa af hlaupi sem aldrei varð. „Ég hvet alla til að styrkja gott málefni. Það er mikið af flottum málefnum svo ég hvet fólk til að styrkja það málefni sem stendur því næst.“ Afastrákar Úlfars eru meðal þeirra sem hlaupa Setbergshringinn í fyrramálið í minningu Úlfars. Hægt er að heita á hópinn og einstaklinga innan hópsins í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. „Dásamlegi maðurinn minn, sálufélagi og besti vinur, Úlfar Daníelsson varð bráðkvaddur þann 23. Júlí,“ skrifar Adda María Jóhannsdóttir en hún hleypur líka með hópnum. „Afastrákarnir hans, þeir Sindri og Snævar, hafa notið stuðnings Ljónshjarta samtakanna sl. 4 ár og munu nú áfram þurfa á þeim stuðningi að halda, enda voru þeir "afgar" mjög nánir. Af heilsufarsástæðum hleyp ég ekki langt en ætla að rölta 600m hetjuhlaup í minningu Úlfars míns og til stuðnings Ljónshjarta,“ Adda María Jóhannsdóttir hleypur í minningu sálufélagans.Hlaupastyrkur/Adda María Jóhannsdóttir Ljónshjartasamtökin eru fyrir ungar ekkjur, ekkla og börn sem hafa misst foreldri. „Sorgarferli er erfitt og krefjandi. Strákarnir misstu pabba sinn 2015 og núna í júlí 2020 lést pabbi minn og afi strákanna, en hann hafði hjálpað strákunum mikið í sorginni. Ég veit hvað tekur við, langt og strangt ferli að læra að lifa með þessu. Við nýtum okkur starfið hjá Ljónshjarta, en jafningafræðslan og stuðningurinn er mikilvægur. Ljónshjarta eru samtök sem enginn vill tilheyra en tilvist þeirra er nauðsynleg,“ skrifar Silja Úlfarsdóttir á sína áheitasíðu.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið