Stebbi Hilmars á eldheitan aðdáanda í Mexíkó Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2020 10:48 Yehoshúa Malpica er mikill áhugamaður um tungumál og segist hafa sérstakt dálæti á íslensku og Stefáni Hilmarssyni. skjáskot Hinn mexíkóski Yehoshúa Malpica kolféll fyrir Sálinni hans Jóns míns árið 2018. Hann sendi frá sér myndband í gær sem er óður til sveitarinnar og ekki síst söngvara hennar, Stefáns Hilmarssonar. Malpica segist hafa sérstakt dálæti á Stefáni; hann elski röddina hans, tónlistina og „nokkurn veginn allt við hann,“ eins og Malpica kemst að orði í myndbandinu. Hann segist hafa fyrst heyrt rödd Stefáns í íslenskri þýðingu á Tarzan-teiknimyndinni frá árinu 1999, en Stefán söng inn á helstu lög myndarinnar. „Ekki aðeins er aðalsöngvarinn gríðarlega hæfileikaríkur, heldur er hægt að njóta laga hans sama hvert móðurmál þitt er,“ segir Malpica. „Ég er þeirrar skoðunar að allt hljómi betur, sé svalara, kröftugra og fallegra á íslensku og latínu.“ Malpica þessi heldur úti Youtube-rásinni Hasufel y Arod, sem dregur nafn sitt af tveimur hestum í Hringadróttinssögu. Þar má einmitt nálgast fyrrnefndan óð til Sálarinnar hans Jóns míns. Malpica syngur þar lagið sem hann telur vera fallegasta lag sveitarinnar „Undir þínum áhrifum,“ og er óhætt að segja að íslenski framburðurinn sé bara nokkuð góður hjá tungumálanemanum. Myndband Malpica og söng hans má heyra hér að neðan. Tónlist Mexíkó Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Hinn mexíkóski Yehoshúa Malpica kolféll fyrir Sálinni hans Jóns míns árið 2018. Hann sendi frá sér myndband í gær sem er óður til sveitarinnar og ekki síst söngvara hennar, Stefáns Hilmarssonar. Malpica segist hafa sérstakt dálæti á Stefáni; hann elski röddina hans, tónlistina og „nokkurn veginn allt við hann,“ eins og Malpica kemst að orði í myndbandinu. Hann segist hafa fyrst heyrt rödd Stefáns í íslenskri þýðingu á Tarzan-teiknimyndinni frá árinu 1999, en Stefán söng inn á helstu lög myndarinnar. „Ekki aðeins er aðalsöngvarinn gríðarlega hæfileikaríkur, heldur er hægt að njóta laga hans sama hvert móðurmál þitt er,“ segir Malpica. „Ég er þeirrar skoðunar að allt hljómi betur, sé svalara, kröftugra og fallegra á íslensku og latínu.“ Malpica þessi heldur úti Youtube-rásinni Hasufel y Arod, sem dregur nafn sitt af tveimur hestum í Hringadróttinssögu. Þar má einmitt nálgast fyrrnefndan óð til Sálarinnar hans Jóns míns. Malpica syngur þar lagið sem hann telur vera fallegasta lag sveitarinnar „Undir þínum áhrifum,“ og er óhætt að segja að íslenski framburðurinn sé bara nokkuð góður hjá tungumálanemanum. Myndband Malpica og söng hans má heyra hér að neðan.
Tónlist Mexíkó Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira