Ferðast ekki til Hollands fyrir póstkortið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 11:26 Fulltrúi Ísraels í Eurovision í ár, Eden Alene. Ebu/Ran Yehezkel Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. Hefð er fyrir því að keppendur taki upp hið svokallaða „póstkort,“ myndbandsinnslagið sem spilað er áður en þeir stíga á svið í Eurovision, í landinu sem hýsir keppnina hverju sinni. Myndbandið er þannig í aðra röndina kynning á keppandanum en um leið auglýsing fyrir gestgjafann. Formaður ísraelsku sendinefndarinnar greindi frá ákvörðuninni á mánudag, að því er fram kemur í ísraelskum miðlum. Þar segir jafnframt að unnið sé að því að finna aðra útfærslu þannig að ísraelska framlagið stingi ekki í stúf við aðra keppendur.Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og fyrrnefndir Ísraelsmenn. Felix Bergsson, formaður íslensku sendinefndirnar, lét sig þó ekki vanta. Norðmanninum Jon Ola Sand, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Eurovision eftir keppnina í ár, var einnig meinuð þátttaka í sendinefndafundinum. Hann, eins og aðrir starfsmenn EBU, er í ferðabanni út þessa viku hið minnsta. View this post on InstagramHead of Delegation fundur fyrir Eurovision Song Contest í Rotterdam! Glæsilegar aðstæður og glæsileg keppni í uppsiglingu ef allt gengur að óskum. Þema hátíðarinnar er Open Up! #eurovision #ruv @ruvgram @songvakeppnin #12stig #openup #rotterdam #eurovision2020 @dadimakesmusic A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) on Mar 9, 2020 at 5:58am PDT Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í upphafi vikunnar að öll þau sem koma til landsins, jafnt Ísraelsmenn sem ferðalangar, munu þurfa að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Nú hafa á áttunda tug smittilfella komið upp í landinu. Þó svo að víða um Evrópu sé búið að setja á samkomubann vegna útbreiðslu veirunnar hefur engin slík ákvörðun verið tekin í tengslum við Eurovision. EBU hefur þó sagst fylgjast náið með stöðunni og hafi nokkrar útfærslur á keppninni til skoðunar. Þau hafa þó ekki gefið upp hvaða sviðmyndir séu inni í myndinni en spekúlöntum þykir líklegast að ef allt fer á versta veg verði áhorfendalausa útfærsla Dana fyrir valinu. Ísraelar stíga á svið á fyrra undankvöldinu, þann 12. maí. Hér að ofan má heyra lag þeirra í ár; Feker Libi í flutningi Eden Alene. Eurovision Holland Ísrael Tengdar fréttir Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47 Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Fulltrúi Ísraels í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, söngkonan Eden Alene, mun ekki ferðast til Hollands í aðdraganda keppninnar vegna kórónuveirunnar. Hefð er fyrir því að keppendur taki upp hið svokallaða „póstkort,“ myndbandsinnslagið sem spilað er áður en þeir stíga á svið í Eurovision, í landinu sem hýsir keppnina hverju sinni. Myndbandið er þannig í aðra röndina kynning á keppandanum en um leið auglýsing fyrir gestgjafann. Formaður ísraelsku sendinefndarinnar greindi frá ákvörðuninni á mánudag, að því er fram kemur í ísraelskum miðlum. Þar segir jafnframt að unnið sé að því að finna aðra útfærslu þannig að ísraelska framlagið stingi ekki í stúf við aðra keppendur.Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og fyrrnefndir Ísraelsmenn. Felix Bergsson, formaður íslensku sendinefndirnar, lét sig þó ekki vanta. Norðmanninum Jon Ola Sand, sem lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Eurovision eftir keppnina í ár, var einnig meinuð þátttaka í sendinefndafundinum. Hann, eins og aðrir starfsmenn EBU, er í ferðabanni út þessa viku hið minnsta. View this post on InstagramHead of Delegation fundur fyrir Eurovision Song Contest í Rotterdam! Glæsilegar aðstæður og glæsileg keppni í uppsiglingu ef allt gengur að óskum. Þema hátíðarinnar er Open Up! #eurovision #ruv @ruvgram @songvakeppnin #12stig #openup #rotterdam #eurovision2020 @dadimakesmusic A post shared by Felix Bergsson (@felixbergsson) on Mar 9, 2020 at 5:58am PDT Stjórnvöld í Ísrael greindu frá því í upphafi vikunnar að öll þau sem koma til landsins, jafnt Ísraelsmenn sem ferðalangar, munu þurfa að undirgangast tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Nú hafa á áttunda tug smittilfella komið upp í landinu. Þó svo að víða um Evrópu sé búið að setja á samkomubann vegna útbreiðslu veirunnar hefur engin slík ákvörðun verið tekin í tengslum við Eurovision. EBU hefur þó sagst fylgjast náið með stöðunni og hafi nokkrar útfærslur á keppninni til skoðunar. Þau hafa þó ekki gefið upp hvaða sviðmyndir séu inni í myndinni en spekúlöntum þykir líklegast að ef allt fer á versta veg verði áhorfendalausa útfærsla Dana fyrir valinu. Ísraelar stíga á svið á fyrra undankvöldinu, þann 12. maí. Hér að ofan má heyra lag þeirra í ár; Feker Libi í flutningi Eden Alene.
Eurovision Holland Ísrael Tengdar fréttir Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47 Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18 Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Eurovision gerir ráðstafanir vegna kórónuveirunnar Hollenska ríkisútvarpið, NPO, sem sér um að halda og senda út Eurovision 2020 hefur gert ráðstafanir fyrir keppnina vegna kórónuveirufaraldursins. 7. mars 2020 11:47
Daði hefur ekki of miklar áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á Eurovision Daði Freyr Pétursson, sem fer út fyrir Íslands hönd í Eurovision í ár, segist taka þátttökunni mjög alvarlega. 9. mars 2020 20:18