„Dæmigert fyrir sumarið hjá okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 20:45 Ásmundur Arnarsson með aðstoðarmönnum sínum. mynd/fjölnir „Með svona frammistöðu koma fleiri stig,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking R. í Grafarvogi í kvöld eftir að hafa verið yfir drjúgan hluta leiksins. Liðin áttust við í Pepsi Max-deild karla í fótbolta en Fjölnismenn eru enn á botni deildarinnar, nú með fjögur stig, og þeir þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Jöfnunarmark Víkinga kom á 86. mínútu. „Við erum eins og oft svekktir með lokaniðurstöðuna en þetta var frábær frammistaða heilt yfir. Þetta var gott svar við síðasta leik, þar sem við vorum mjög óánægðir með okkur. Við leiddum leikinn lengst af, og nánast alveg til loka, en það er kannski dæmigert fyrir sumarið hjá okkur að markið sem þeir skora er í ódýrari kantinum. Boltinn var á leið út af, það hættu allir, en það kom snúningur á hann og auðvelt mark í framhaldi af því,“ segir Ásmundur. „Með svona frammistöðu koma fleiri stig. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er fyrsta stigið okkar á heimavelli í sumar og það langlengsta sem við höfum verið yfir í leik,“ segir Ásmundur. Eitt atvik sem veldur því að við fáum ekki þrjú stig Lið sem hefur ekki fagnað sigri í deildarleik síðan á síðasta ári hlýtur að vera farið að finna aðeins fyrir því. Vantaði sjálfstraust til að klára dæmið þegar Víkingar fóru að pressa á lokakaflanum? „Já, kannski. Alla vega fóru menn svolítið að verja stöðuna og féllu fullaftarlega. Það þarf að halda sjó þegar það er búið að ganga illa í langan tíma, langt liðið frá sigri, og þegar menn sjá að það sé að fara að gerast þá verða þeir kannski aðeins of hikandi. Það er bara eitt atvik sem verður til þess að við fáum eitt stig en ekki þrjú.“ Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik og Ásmundur sagði frá því fyrir leik að Torfi Tímoteus Gunnarsson hefði verið meira og minna meiddur í allt sumar, og að ekki væri von á honum fyrr en eftir landsleikjahléið í september. Fjölnir missti báða aðalmiðverði sína frá síðasta tímabili. „Örvar [Eggertsson, sem kom frá Víkingi] mátti ekki spila í kvöld svo hann kemur alla vega inn í næsta leik. Við eigum menn til að spila,“ segir Ásmundur um ástandið. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fjölnir Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Víkingur 1-1 | Óttar bjargaði stigi fyrir Víking Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víking er liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í kvöld. 20. ágúst 2020 20:04 Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
„Með svona frammistöðu koma fleiri stig,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking R. í Grafarvogi í kvöld eftir að hafa verið yfir drjúgan hluta leiksins. Liðin áttust við í Pepsi Max-deild karla í fótbolta en Fjölnismenn eru enn á botni deildarinnar, nú með fjögur stig, og þeir þurfa enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Jöfnunarmark Víkinga kom á 86. mínútu. „Við erum eins og oft svekktir með lokaniðurstöðuna en þetta var frábær frammistaða heilt yfir. Þetta var gott svar við síðasta leik, þar sem við vorum mjög óánægðir með okkur. Við leiddum leikinn lengst af, og nánast alveg til loka, en það er kannski dæmigert fyrir sumarið hjá okkur að markið sem þeir skora er í ódýrari kantinum. Boltinn var á leið út af, það hættu allir, en það kom snúningur á hann og auðvelt mark í framhaldi af því,“ segir Ásmundur. „Með svona frammistöðu koma fleiri stig. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á. Þetta er fyrsta stigið okkar á heimavelli í sumar og það langlengsta sem við höfum verið yfir í leik,“ segir Ásmundur. Eitt atvik sem veldur því að við fáum ekki þrjú stig Lið sem hefur ekki fagnað sigri í deildarleik síðan á síðasta ári hlýtur að vera farið að finna aðeins fyrir því. Vantaði sjálfstraust til að klára dæmið þegar Víkingar fóru að pressa á lokakaflanum? „Já, kannski. Alla vega fóru menn svolítið að verja stöðuna og féllu fullaftarlega. Það þarf að halda sjó þegar það er búið að ganga illa í langan tíma, langt liðið frá sigri, og þegar menn sjá að það sé að fara að gerast þá verða þeir kannski aðeins of hikandi. Það er bara eitt atvik sem verður til þess að við fáum eitt stig en ekki þrjú.“ Sigurpáll Melberg Pálsson fór meiddur af velli eftir fyrri hálfleik og Ásmundur sagði frá því fyrir leik að Torfi Tímoteus Gunnarsson hefði verið meira og minna meiddur í allt sumar, og að ekki væri von á honum fyrr en eftir landsleikjahléið í september. Fjölnir missti báða aðalmiðverði sína frá síðasta tímabili. „Örvar [Eggertsson, sem kom frá Víkingi] mátti ekki spila í kvöld svo hann kemur alla vega inn í næsta leik. Við eigum menn til að spila,“ segir Ásmundur um ástandið.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fjölnir Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Fjölnir - Víkingur 1-1 | Óttar bjargaði stigi fyrir Víking Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víking er liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í kvöld. 20. ágúst 2020 20:04 Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Leik lokið: Fjölnir - Víkingur 1-1 | Óttar bjargaði stigi fyrir Víking Óttar Magnús bjargaði stigi fyrir Víking er liðið gerði 1-1 jafntefli við Fjölni í kvöld. 20. ágúst 2020 20:04