Sportpakkinn: Fallnir Fjölnismenn höfðu áhrif á toppbaráttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2020 16:00 Victor Lee Moses var öflugur í liði Fjölnis með 23 stig. Vísir/Bára Reykjavíkurfélögin Fjölnir og ÍR unnu sigra í lokaleikjum nítjándu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta og Arnar Björnsson fór yfir leiki liðanna í gærkvöldi. ÍR-ingar unnu mikilvægan sigur á Þorlákshafnar Þórsurum og tryggðu sér með því inn í úrslitakeppnina. Þórsarar geta nú aðeins náð Grindvíkingum sem sitja í áttunda og síðasta sætinu eins og er. Fjölnismenn eiga ekki lengur möguleika á að halda sínu sæti í deildinni en þeir eru ekki búnir að syngja sitt síðasta. Það sýndu þeir með því að fara norður á Sauðárkrók og vinna dramatískan sigur á heimamönnum í Tindastól. Þetta tap gæti verið dýrkeypt fyrir Stólana í baráttunni um heimavallarréttinn því þeir hefðu með sigri náð tveggja stiga forskoti á KR. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fara yfir þessa spennandi leiki frá því í gær. Það má einnig finna viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna eftir leikinn. Klippa: Sportpakkinn: Fallnir Fjölnismenn höfðu áhrif á toppbaráttuna Fjölnir vann Þór í 2. umferðinni á Akureyri en það var eini sigur Grafarvogsliðsins í vetur. Í síðustu umferð tapaði Fjölnir með eins stigs mun fyrir ÍR. Það hefur verið saga þeirra í vetur, lánið hefur ekki alltaf leikið við þá. Tindastóll var í þriðja sæti og gat minnkað muninn á Keflavík í 2 stig og í leiðinni styrkt stöðu sína í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Fjölnir, sem hafði að engu að keppa, byrjaði vel og var með þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði var með liðunum en forysta Fjölnis í hálfleik var eitt stig, 37-36. Þegar þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik minnkaði Jaka Brodnik muninn í 2 stig eftir tvær þriggja stiga körfur í röð, staðan þá 47-45 fyrir Fjölni. Þá náði Grafvogsliðið góðum tökum á leiknum og eftir 13 stig í röð var staðan orðin 60-45 þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Tindastóll minnkaði muninn áður en leikhlutanum lauk í fjögur stig. Fjölnir var með frumkvæðið en Jaka Brodnik jafnaði í 70-70 þegar skammt var eftir. Aftur náði Fjölnir forystu og munurinn var 5 stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Þriggja stiga karfa Péturs Rúnars Birgissonar hleypti enn meiri spennu í leikinn en Srdan Stojanovic skoraði úr tveimur vítaskotum og munurinn var 3 stig þegar Tindastóll tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir. Derremy Terrell Geiger jafnaði metin með glæsilegum þristi þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Fjölnir fékk tækifæri til að vinna leikinn og fékk hjálp þegar brotið var á fyrirliða Fjölnis, Róberti Sigurðssyni þegar leiktíminn var að renna út. Róbert skoraði úr fyrra vítaskotinu og það dugði til sigurs. Fjölnir, sem tapaði fyrir ÍR 82-81 í síðasta leik vann með sömu tölum í gærkvöldi. Viktor Lee Moses skoraði 23 stig fyrir Fjölni og tók 15 fráköst. Srdan Stojanovic skoraði einnig 23 stig og Jere Vucica 18. Pétur Rúnar Birgisson og Jaka Brodnik skoruðu 24 stig hvor fyrir Tindastól. Fjórum stigum munaði á ÍR og Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Hertz-hellinum í gærkvöldi. ÍR var í 7. sæti en Þór Þorlákshöfn í 9. sæti. Í sætinu á milli liðanna var Grindavík sem hefur unnið tvo leiki í röð. Sigur var nauðsynlegur fyrir Þór, með sigri gat liðið jafnað stigafjölda Grindavíkur. ÍR var skrefinu á undan framan af leik, Georgi Boyanov fór hamförum í ÍR-liðinu skoraði 15 stig í 1. leikhluta, jafnmörg og allt Þórsliðið, staðan að honum loknum 21-15. Hann hélt uppteknum hætti og þegar annar leikhluti var hálfnaður var hann búinn að skora 20 stig og taka 6 fráköst. Jerome Frink jafnaði metin í 39-39 áður en hálfleiknum lauk. Þór hóf seinni hálfleikinn og krafti og þegar fjórar mínútur voru búnar voru Þorlákshafnarmenn komnnir í 14 stiga forystu, 60-46. Christopher Singletary hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til hans í seinni hálfleik. ÍR saxaði jafnt og þétt á forskot Þórsara og þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Danero Thomas með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna og ÍR komst yfir, 76-75. Halldór Garðar Hermannsson kom Þór yfir á nýjan leik í næstu sókn. Hann skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Jerome Frink var stigahæstur Þórsara með 27 stig og 13 fráköst. Næsta sókn ÍR var örlagarík, Sæþór Elmar Kristjánsson skoraði, Dino Butorac braut á honum og fékk sína fimmtu villu, var þá búinn að skora 12 stig. Sæþór skoraði úr vítaskotinu og ÍR var yfir 89-77. Þegar rúm mínúta var eftir kom þriggja stiga karfa frá Emil Karel Einarssyni, 80-79 fyrir Þór. ÍR-ingar voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu 90-85. Boyanov var frábær, skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Christopher Singletary skoraði 24 stig, gaf 5 stoðsendingar og fiskaði 9 villur á Þórsara. Þegar þrjár umferðir eru eftir er ÍR í 7. sæti með 20 stig, 6 stigum á undan Þór sem er í níunda sæti. Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Reykjavíkurfélögin Fjölnir og ÍR unnu sigra í lokaleikjum nítjándu umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta og Arnar Björnsson fór yfir leiki liðanna í gærkvöldi. ÍR-ingar unnu mikilvægan sigur á Þorlákshafnar Þórsurum og tryggðu sér með því inn í úrslitakeppnina. Þórsarar geta nú aðeins náð Grindvíkingum sem sitja í áttunda og síðasta sætinu eins og er. Fjölnismenn eiga ekki lengur möguleika á að halda sínu sæti í deildinni en þeir eru ekki búnir að syngja sitt síðasta. Það sýndu þeir með því að fara norður á Sauðárkrók og vinna dramatískan sigur á heimamönnum í Tindastól. Þetta tap gæti verið dýrkeypt fyrir Stólana í baráttunni um heimavallarréttinn því þeir hefðu með sigri náð tveggja stiga forskoti á KR. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fara yfir þessa spennandi leiki frá því í gær. Það má einnig finna viðtöl við leikmenn og þjálfara liðanna eftir leikinn. Klippa: Sportpakkinn: Fallnir Fjölnismenn höfðu áhrif á toppbaráttuna Fjölnir vann Þór í 2. umferðinni á Akureyri en það var eini sigur Grafarvogsliðsins í vetur. Í síðustu umferð tapaði Fjölnir með eins stigs mun fyrir ÍR. Það hefur verið saga þeirra í vetur, lánið hefur ekki alltaf leikið við þá. Tindastóll var í þriðja sæti og gat minnkað muninn á Keflavík í 2 stig og í leiðinni styrkt stöðu sína í baráttunni um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Fjölnir, sem hafði að engu að keppa, byrjaði vel og var með þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Jafnræði var með liðunum en forysta Fjölnis í hálfleik var eitt stig, 37-36. Þegar þrjár mínútur voru búnar af seinni hálfleik minnkaði Jaka Brodnik muninn í 2 stig eftir tvær þriggja stiga körfur í röð, staðan þá 47-45 fyrir Fjölni. Þá náði Grafvogsliðið góðum tökum á leiknum og eftir 13 stig í röð var staðan orðin 60-45 þegar þriðji leikhluti var hálfnaður. Tindastóll minnkaði muninn áður en leikhlutanum lauk í fjögur stig. Fjölnir var með frumkvæðið en Jaka Brodnik jafnaði í 70-70 þegar skammt var eftir. Aftur náði Fjölnir forystu og munurinn var 5 stig þegar 40 sekúndur voru eftir. Þriggja stiga karfa Péturs Rúnars Birgissonar hleypti enn meiri spennu í leikinn en Srdan Stojanovic skoraði úr tveimur vítaskotum og munurinn var 3 stig þegar Tindastóll tók leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir. Derremy Terrell Geiger jafnaði metin með glæsilegum þristi þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Fjölnir fékk tækifæri til að vinna leikinn og fékk hjálp þegar brotið var á fyrirliða Fjölnis, Róberti Sigurðssyni þegar leiktíminn var að renna út. Róbert skoraði úr fyrra vítaskotinu og það dugði til sigurs. Fjölnir, sem tapaði fyrir ÍR 82-81 í síðasta leik vann með sömu tölum í gærkvöldi. Viktor Lee Moses skoraði 23 stig fyrir Fjölni og tók 15 fráköst. Srdan Stojanovic skoraði einnig 23 stig og Jere Vucica 18. Pétur Rúnar Birgisson og Jaka Brodnik skoruðu 24 stig hvor fyrir Tindastól. Fjórum stigum munaði á ÍR og Þór Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Hertz-hellinum í gærkvöldi. ÍR var í 7. sæti en Þór Þorlákshöfn í 9. sæti. Í sætinu á milli liðanna var Grindavík sem hefur unnið tvo leiki í röð. Sigur var nauðsynlegur fyrir Þór, með sigri gat liðið jafnað stigafjölda Grindavíkur. ÍR var skrefinu á undan framan af leik, Georgi Boyanov fór hamförum í ÍR-liðinu skoraði 15 stig í 1. leikhluta, jafnmörg og allt Þórsliðið, staðan að honum loknum 21-15. Hann hélt uppteknum hætti og þegar annar leikhluti var hálfnaður var hann búinn að skora 20 stig og taka 6 fráköst. Jerome Frink jafnaði metin í 39-39 áður en hálfleiknum lauk. Þór hóf seinni hálfleikinn og krafti og þegar fjórar mínútur voru búnar voru Þorlákshafnarmenn komnnir í 14 stiga forystu, 60-46. Christopher Singletary hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá til hans í seinni hálfleik. ÍR saxaði jafnt og þétt á forskot Þórsara og þegar þrjár mínútur voru eftir skoraði Danero Thomas með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna og ÍR komst yfir, 76-75. Halldór Garðar Hermannsson kom Þór yfir á nýjan leik í næstu sókn. Hann skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Jerome Frink var stigahæstur Þórsara með 27 stig og 13 fráköst. Næsta sókn ÍR var örlagarík, Sæþór Elmar Kristjánsson skoraði, Dino Butorac braut á honum og fékk sína fimmtu villu, var þá búinn að skora 12 stig. Sæþór skoraði úr vítaskotinu og ÍR var yfir 89-77. Þegar rúm mínúta var eftir kom þriggja stiga karfa frá Emil Karel Einarssyni, 80-79 fyrir Þór. ÍR-ingar voru sterkari á lokakaflanum og sigruðu 90-85. Boyanov var frábær, skoraði 33 stig, tók 13 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Christopher Singletary skoraði 24 stig, gaf 5 stoðsendingar og fiskaði 9 villur á Þórsara. Þegar þrjár umferðir eru eftir er ÍR í 7. sæti með 20 stig, 6 stigum á undan Þór sem er í níunda sæti.
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira