Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 16:00 Dagný Brynjarsdóttir, lengst til vinstri, var einbeitt fyrir leik og skoraði síðan eina mark leiksins um miðjan hálfleikinn. Mynd/Twitter/@PinatarArena Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins á 24. mínútu þegar fyrirgjöf hennar breyttist í skot og sveif laglega yfir markvörð norður írska liðsins. Hin sextán ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik og hélt marki sínu hreinu. Cecilía Rán var vel á verði í markinu og varði einu sinni mjög vel í horn. Íslenska liðið hefur oft spilað mun betur en í dag og þurfti greinilega á þessari leikæfingu að halda. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ein af þremur sem léku sinn fyrsta landsleik í dag. Natasha Moraa Anasi kom inn á í hálfleik og Hildur Antonsdóttir spilaði síðustu mínúturnar. Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir spiluðu bara fyrri hálfleikinn og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tók við fyrirliðabandinu af Söru í hálfleik. Það er hægt að horfa aftur á leikinn hér fyrir neðan.
Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins á 24. mínútu þegar fyrirgjöf hennar breyttist í skot og sveif laglega yfir markvörð norður írska liðsins. Hin sextán ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik og hélt marki sínu hreinu. Cecilía Rán var vel á verði í markinu og varði einu sinni mjög vel í horn. Íslenska liðið hefur oft spilað mun betur en í dag og þurfti greinilega á þessari leikæfingu að halda. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ein af þremur sem léku sinn fyrsta landsleik í dag. Natasha Moraa Anasi kom inn á í hálfleik og Hildur Antonsdóttir spilaði síðustu mínúturnar. Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir spiluðu bara fyrri hálfleikinn og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tók við fyrirliðabandinu af Söru í hálfleik. Það er hægt að horfa aftur á leikinn hér fyrir neðan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira