Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2020 15:00 Brynjar Þór Björnsson í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. Mynd/S2 Sport Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. Brynjar Þór Björnsson gefur ekki kost á sér í leikinn í DHL-höllinni í kvöld vegna Kórónuveirunnar. Hann vill að íþróttahreyfingin hugsi sinn gang. „Að mínu mati er þessi leikur frekar lítill hluti af stóra samhenginu. Þetta er samt risastór leikur fyrir bæði lið. Stjarnan getur farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og við erum í harðri baráttu um þriðja sætið. Mér finnst ekki skynsamlegt að það sé leikur að fara fram, þar sem munu vonandi koma þúsund manns, í ljósi frétta um veiruna síðustu daga, “ sagði Brynjar Þór Björnsson „Það hefur komið í ljós að veiran er að dreifa sér ansi hratt og það er mikið um hópsmit, sérstaklega hjá þessum tveimur hópum sem eru að greinast hér á Íslandi. Það eru bæði hópsmit og hvað getur gerst á svona velli eins og í kvöld, “ sagði Brynjar. Brynjar Þór Björnsson í leik með KR í DHL-höllinni þangað sem hann vill ekki mæta í kvöld.Vísir/Bára Brynjar bendir réttilega á það að stórir íþróttaviðburðir eru fram undan hér á Íslandi um helgina. „Auðvitað er ég að hvetja íþróttahreyfinguna til að taka afstöðu gagnvart svona stórum mótum eins og Nettómótinu sem fer fram um helgina og bikarhelginni í Laugardalshöllinni. Þarna eru tveir stórir viðburðir þar sem eru að fara að mæta hátt í tíu þúsund manns. Þrjú þúsund manns á Nettómótið, þúsund börn og tvö þúsund fullorðnir, og sjö þúsund manns í Höllina að styðja sín lið. Ég tel það ábyrgt að vekja athygli á þessari umræðu því þetta er eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Brynjar og heldur áfram: „Hvenær ætlum við að gera það? Ætlum við að gera það þegar smitin eru orðin mun fleiri og ætlum við þá að bregðast við eftir á þegar hægt er að bregðast við fyrr en seinna,“ sagði Brynjar sem hefði auðvitað viljað spila með félögum sínum í kvöld. „Já, auðvitað. Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær. Fyrst og fremst líður manni eins og maður sé að bregðast liðsfélögunum. Maður vill mæta í alla leiki og ég hef gert það veikur og haltur og allt það. Maður reynir að hugsa um þetta í stóra samhenginu,“ sagði Brynjar. „Auðvitað vil ég spila. Ég er keppnismaður og mér finnst gaman að keppa og þá sérstaklega í svona stórum leikjum eins og í kvöld,“ sagði Brynjar sem fékk mikil viðbrögð í gær. Vísir/Bára „Formaður Körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar Guðjónsson, var ekki par sáttur með þetta en að sama skapi fékk ég gríðarlega jákvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum, foreldrum og fólki í kringum hreyfinguna að þetta hafi verið rétt. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld eða hreyfingin fari að stiga fram og taka ákvörðun í þessu máli,“ sagði Brynjar sem vill vekja fólk til umhugsunar. „Við erum að glíma við gríðarlega hættulegan smitsjúkdóm og prósenturnar sýna það að þetta er alvarlegur sjúkdómur. Mislingar eru eins og maður segir „peanuts“ miðað við þetta, fyrir bólusetningar. Dánartíðnin gerir það að verkum að maður er smeykur við þetta. Fólk verður þá að hugsa málið, skoða tölurnar og taka upplýsta ákvörðun um hvort það vilji vera í margmenni. Auðvitað er gott að stinga stundum höfðinu í sandinn og láta bara yfirvöld sjá um ákvörðunina fyrir sig. Það er það sem flestir gera,“ sagði Brynjar en það má hofa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Brynjar Þór Björnsson Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. Brynjar Þór Björnsson gefur ekki kost á sér í leikinn í DHL-höllinni í kvöld vegna Kórónuveirunnar. Hann vill að íþróttahreyfingin hugsi sinn gang. „Að mínu mati er þessi leikur frekar lítill hluti af stóra samhenginu. Þetta er samt risastór leikur fyrir bæði lið. Stjarnan getur farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og við erum í harðri baráttu um þriðja sætið. Mér finnst ekki skynsamlegt að það sé leikur að fara fram, þar sem munu vonandi koma þúsund manns, í ljósi frétta um veiruna síðustu daga, “ sagði Brynjar Þór Björnsson „Það hefur komið í ljós að veiran er að dreifa sér ansi hratt og það er mikið um hópsmit, sérstaklega hjá þessum tveimur hópum sem eru að greinast hér á Íslandi. Það eru bæði hópsmit og hvað getur gerst á svona velli eins og í kvöld, “ sagði Brynjar. Brynjar Þór Björnsson í leik með KR í DHL-höllinni þangað sem hann vill ekki mæta í kvöld.Vísir/Bára Brynjar bendir réttilega á það að stórir íþróttaviðburðir eru fram undan hér á Íslandi um helgina. „Auðvitað er ég að hvetja íþróttahreyfinguna til að taka afstöðu gagnvart svona stórum mótum eins og Nettómótinu sem fer fram um helgina og bikarhelginni í Laugardalshöllinni. Þarna eru tveir stórir viðburðir þar sem eru að fara að mæta hátt í tíu þúsund manns. Þrjú þúsund manns á Nettómótið, þúsund börn og tvö þúsund fullorðnir, og sjö þúsund manns í Höllina að styðja sín lið. Ég tel það ábyrgt að vekja athygli á þessari umræðu því þetta er eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Brynjar og heldur áfram: „Hvenær ætlum við að gera það? Ætlum við að gera það þegar smitin eru orðin mun fleiri og ætlum við þá að bregðast við eftir á þegar hægt er að bregðast við fyrr en seinna,“ sagði Brynjar sem hefði auðvitað viljað spila með félögum sínum í kvöld. „Já, auðvitað. Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær. Fyrst og fremst líður manni eins og maður sé að bregðast liðsfélögunum. Maður vill mæta í alla leiki og ég hef gert það veikur og haltur og allt það. Maður reynir að hugsa um þetta í stóra samhenginu,“ sagði Brynjar. „Auðvitað vil ég spila. Ég er keppnismaður og mér finnst gaman að keppa og þá sérstaklega í svona stórum leikjum eins og í kvöld,“ sagði Brynjar sem fékk mikil viðbrögð í gær. Vísir/Bára „Formaður Körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar Guðjónsson, var ekki par sáttur með þetta en að sama skapi fékk ég gríðarlega jákvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum, foreldrum og fólki í kringum hreyfinguna að þetta hafi verið rétt. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld eða hreyfingin fari að stiga fram og taka ákvörðun í þessu máli,“ sagði Brynjar sem vill vekja fólk til umhugsunar. „Við erum að glíma við gríðarlega hættulegan smitsjúkdóm og prósenturnar sýna það að þetta er alvarlegur sjúkdómur. Mislingar eru eins og maður segir „peanuts“ miðað við þetta, fyrir bólusetningar. Dánartíðnin gerir það að verkum að maður er smeykur við þetta. Fólk verður þá að hugsa málið, skoða tölurnar og taka upplýsta ákvörðun um hvort það vilji vera í margmenni. Auðvitað er gott að stinga stundum höfðinu í sandinn og láta bara yfirvöld sjá um ákvörðunina fyrir sig. Það er það sem flestir gera,“ sagði Brynjar en það má hofa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Brynjar Þór Björnsson
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00
Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00
Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15