Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 16:19 Leikmenn Breiðabliks eru á leið til Noregs í næstu viku en mega svo æfa saman eftir heimkomu. Þeir geta hins vegar ekki spilað gegn öðru liði fyrr en að lokinni 4-6 daga vinnusóttkví. VÍSIR/VILHELM Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri við RÚV í dag. Víðir kvaðst í samtali við Vísi í gær vongóður um að þetta gengi eftir og málið mun hafa verið klárað á fundi í morgun. Strangar kröfur UEFA um smitpróf, smitvarnir og nær algjöra einangrun liða á meðan þau leika í Evrópukeppnum vega þungt. Ekki er ljóst hvort þetta þýði að karlalið KR geti farið að æfa saman, eftir að hafa komið frá Skotlandi í fyrrinótt og farið í sóttkví, en sækja þarf sérstaklega um það fyrir fram að fá að vera í vinnusóttkví. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. Það að liðin megi æfa saman á meðan að þau eru í vinnusóttkví breytir því ekki að þau mega ekki spila gegn öðrum liðum þá 4-6 daga sem þau eru í sóttkví. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Landslið mega spila degi eftir komu til landsins Að sama skapi eru landslið, eins og íslenska og enska karlalandsliðið sem mætast á Laugardalsvelli 5. september, velkomin til landsins skömmu fyrir leik og mega spila án þess að hafa klárað fimm daga sóttkví og tvöfalda skimun. „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á,“ segir Víðir við RÚV. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Almannavarnir KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. Þetta staðfesti Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri við RÚV í dag. Víðir kvaðst í samtali við Vísi í gær vongóður um að þetta gengi eftir og málið mun hafa verið klárað á fundi í morgun. Strangar kröfur UEFA um smitpróf, smitvarnir og nær algjöra einangrun liða á meðan þau leika í Evrópukeppnum vega þungt. Ekki er ljóst hvort þetta þýði að karlalið KR geti farið að æfa saman, eftir að hafa komið frá Skotlandi í fyrrinótt og farið í sóttkví, en sækja þarf sérstaklega um það fyrir fram að fá að vera í vinnusóttkví. Breiðablik hefur þegar lagt fram umsókn vegna ferðar sinnar til Noregs í næstu viku, og ætla má að Víkingur R. hafi eða muni gera það einnig vegna ferðar til Slóveníu. Það að liðin megi æfa saman á meðan að þau eru í vinnusóttkví breytir því ekki að þau mega ekki spila gegn öðrum liðum þá 4-6 daga sem þau eru í sóttkví. FH leikur á móti liði frá Slóvakíu, Dunajská Streda, í Hafnarfirði í næstu viku og miðað við orð Víðis getur liðið lent á Íslandi degi fyrir leikdag. Þessi niðurstaða gæti sömuleiðis gert Valskonum kleyft að vera gestgjafar í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem áætlað er að verði í október, en Valur hefur sóst eftir því. Landslið mega spila degi eftir komu til landsins Að sama skapi eru landslið, eins og íslenska og enska karlalandsliðið sem mætast á Laugardalsvelli 5. september, velkomin til landsins skömmu fyrir leik og mega spila án þess að hafa klárað fimm daga sóttkví og tvöfalda skimun. „Það er annað fyrirkomulag á því. Þau eru að koma inn í þessa svokölluðu búbblu sem sett er upp í sambandi við þessa UEFA-leiki. Þannig að liðin byrja í henni erlendis, fara í sýnatöku erlendis áður en þeir koma hingað og eru í hálfgerðri sóttkví áður en þeir koma til landsins. Þá fara þeir í sýnatöku hjá okkur á landamærunum og mega æfa og spila leikinn innan þess fimm daga ramma ef að þörf krefur á,“ segir Víðir við RÚV.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Almannavarnir KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) EM 2020 í fótbolta EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Vongóður um að fótboltalið fari í vinnusóttkví og geti spilað Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum. 19. ágúst 2020 13:05