Hleypur undir bagga með bróður sínum og fær meiri völd Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 10:19 Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og nú næstráðandi Norður-Kóreu. EPA/Jorge Silva Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vill Kim draga úr því álagi sem hann er undir og sömuleiðis vill hann draga úr eigin ábyrgð ef eitthvað kemur upp á. Þetta kom fram í skýrslu frá leyniþjónustu Suður-Kóreu sem var kynnt þingmönnum þar í landi í nótt. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að Kim haldi enn einræðisvöldum sínum og hann sé ekki að velja sér erfingja. Hann hafi fengið systur sína og aðra til að hlaupa undir bagga með sér. Yo Jong tók að sér mest öll völdin sem Kim gaf frá sér og sérstaklega þau sem snúa að stjórn ríkisins. Þeir Pak Pong Ju, aðstoðarformaður landsnefndar Norður-Kóreu, og Kim Tok Hun, nýr forsætisráðherra, tóku að sér völd varðandi efnahagsstjórn landsins. Áður hafði Yo Jong tekið að sér samskipti ríkisins við Suður-Kóreu, þar sem mikil harka hefur færst í leikana síðan þá. Hún hefur að undanförnu verið að taka að sér meiri völd og skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Í rauninni er hún nú næstráðandi Norður-Kóreu. Hún þykir þar að auki líklegust til að taka við stjórn landsins ef Kim félli frá skyndilega. Miklar vangaveltur um hver tæki við af Kim fóru af stað þegar hann hvarf af sjónarsviðinu í vor. Einhverjir töldu einræðisherrann hafa fallið frá en svo er ekki. Sjá einnig: Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Í skýrslu Leyniþjónustu Suður-Kóreu er einnig tekið fram að heræfingum í Norður-Kóreu hafi verið fækkað verulega. Þeim hafi verið fækkað um 25 til 65 prósent á milli ára. Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur veitt systur sinni Kim Yo Jong og öðrum nánum ráðgjöfum aukin völd varðandi stjórn ríkisins. Með því vill Kim draga úr því álagi sem hann er undir og sömuleiðis vill hann draga úr eigin ábyrgð ef eitthvað kemur upp á. Þetta kom fram í skýrslu frá leyniþjónustu Suður-Kóreu sem var kynnt þingmönnum þar í landi í nótt. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að Kim haldi enn einræðisvöldum sínum og hann sé ekki að velja sér erfingja. Hann hafi fengið systur sína og aðra til að hlaupa undir bagga með sér. Yo Jong tók að sér mest öll völdin sem Kim gaf frá sér og sérstaklega þau sem snúa að stjórn ríkisins. Þeir Pak Pong Ju, aðstoðarformaður landsnefndar Norður-Kóreu, og Kim Tok Hun, nýr forsætisráðherra, tóku að sér völd varðandi efnahagsstjórn landsins. Áður hafði Yo Jong tekið að sér samskipti ríkisins við Suður-Kóreu, þar sem mikil harka hefur færst í leikana síðan þá. Hún hefur að undanförnu verið að taka að sér meiri völd og skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Í rauninni er hún nú næstráðandi Norður-Kóreu. Hún þykir þar að auki líklegust til að taka við stjórn landsins ef Kim félli frá skyndilega. Miklar vangaveltur um hver tæki við af Kim fóru af stað þegar hann hvarf af sjónarsviðinu í vor. Einhverjir töldu einræðisherrann hafa fallið frá en svo er ekki. Sjá einnig: Ráðamenn í Norður-Kóreu ítrekað ranglega sagðir dánir Í skýrslu Leyniþjónustu Suður-Kóreu er einnig tekið fram að heræfingum í Norður-Kóreu hafi verið fækkað verulega. Þeim hafi verið fækkað um 25 til 65 prósent á milli ára.
Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira