Arnar Pétursson skipti aftur í Breiðablik og stefnir á Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 14:15 Arnar Pétursson ætlar sér að vinna tíu Íslandsmeistaratitla á árinu 2020. Mynd/Breiðablik Frjálsíþróttamaðurinn Arnar Pétursson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik aftur eftir að hafa keppt með ÍR-ingum síðastliðin ár. Blikar eru ánægðir með að fá sinn mann aftur til baka og sögðu frá félagsskiptunum í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að það togaði alltaf í Arnar að keppa aftur fyrir sitt gamla félag í Kópavogi á meðan hann væri ennþá að bæta sig sem hlaupari. Arnar hefur alla tíð búið í Kópavogi og æfði og keppti í körfubolta fyrir Breiðablik, áður en hann fór að einbeita sér að hlaupunum og gekk til liðs við ÍR, þar sem hann naut góðrar leiðsagnar Gunnars Páls Jóakimssonar þjálfara á sínum fyrstu árum sem hlaupari. Arnar hefur verið besti maraþonhlaupari landsins undanfarin ár og hefur hann sett stefnuna á komast á Ólympíuleikana í Tokýó í sumar. Arnar hefur einbeitt sér alfarið að þessu markmiði á undanförnum mánuðum og stefnir meðal annars að þátttöku í 10 kílómetra og hálfu maraþoni í Haag í byrjun næsta mánaðar, sem undirbúning fyrir heilt maraþon í Rotterdam þann 5. apríl næstkomandi. Núna um helgina mun Arnar aftur klæðast búningi Breiðabliks, þegar hann tekur þátt í Meistaramóti Íslands innanhúss í Kaplakrika, þar sem hann keppir í 1500 metra og 3000 metra hlaupi. Arnar hefur sett stefnuna á tíu Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 í hinum ýmsu vegalengdum frá 1500 metrum og upp í maraþon. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Frjálsíþróttamaðurinn Arnar Pétursson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik aftur eftir að hafa keppt með ÍR-ingum síðastliðin ár. Blikar eru ánægðir með að fá sinn mann aftur til baka og sögðu frá félagsskiptunum í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að það togaði alltaf í Arnar að keppa aftur fyrir sitt gamla félag í Kópavogi á meðan hann væri ennþá að bæta sig sem hlaupari. Arnar hefur alla tíð búið í Kópavogi og æfði og keppti í körfubolta fyrir Breiðablik, áður en hann fór að einbeita sér að hlaupunum og gekk til liðs við ÍR, þar sem hann naut góðrar leiðsagnar Gunnars Páls Jóakimssonar þjálfara á sínum fyrstu árum sem hlaupari. Arnar hefur verið besti maraþonhlaupari landsins undanfarin ár og hefur hann sett stefnuna á komast á Ólympíuleikana í Tokýó í sumar. Arnar hefur einbeitt sér alfarið að þessu markmiði á undanförnum mánuðum og stefnir meðal annars að þátttöku í 10 kílómetra og hálfu maraþoni í Haag í byrjun næsta mánaðar, sem undirbúning fyrir heilt maraþon í Rotterdam þann 5. apríl næstkomandi. Núna um helgina mun Arnar aftur klæðast búningi Breiðabliks, þegar hann tekur þátt í Meistaramóti Íslands innanhúss í Kaplakrika, þar sem hann keppir í 1500 metra og 3000 metra hlaupi. Arnar hefur sett stefnuna á tíu Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 í hinum ýmsu vegalengdum frá 1500 metrum og upp í maraþon.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira