Tónlistarbrú milli Íslands og Rússlands Alexandra Chernyshova & Russian Souvenir kynna 25. febrúar 2020 09:45 Alexandra Chernyshova sópransöngkona, tónskáld og kennari stofnaði Russian Souvenir til að kynna klassíska tónlistarmenningu Íslands og Rússlands. Tónleikar tileinkaðir rússneska ljóðskáldinu Alexander Pushkin fara fram í Hörpu laugardaginn 29. febrúar. Tónleikarnir eru hluti af tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, Russian Souvenir, sem stofnuð var árið 2016 af óperusöngkonunni Alexöndru Chernyshovu. Hún hefur verið búsett hér á landi hátt í tuttugu ár og er umhugað um að kynna tónlistarmenningu hvorrar þjóðar fyrir hinni. Hún hefur staðið fyrir á þriðja tug viðburða í tengslum við Russian Souvenir, á Íslandi og í Rússlandi. „Russian Souvenir myndar tónlistarbrú milli landanna tveggja og verða tónleikarnir í Hörpu tuttugasta og sjöunda verkefnið okkar. Rússneska sendiráðið á Íslandi er styrktaraðili Russian Souvenir ásamt Menningarsjóði FÍH,“ útskýrir Alexandra. „Hugmyndin að Russian Souvenir kviknaði fyrir fjórum árum, út frá vináttunni og út frá ástinni á rússneskri og íslenskri klassískri tónlist en verkefnið gengur út á að vekja áhuga og forvitni hjá íslenskum og rússneskum áheyrendum og gefa þeim tækifæri á að fræðast um tónlist landanna tveggja og kynnast annarri menningu. Á tónleikunum í Hörpu munum við flytja gamlar og nýjar rússneskar perlur og einnig munum við frumflytja sjö rómönsur eftir tónskáldið Antoniu Rostovskuju við ljóð Puskin, sem Antonia skrifaði fyrir mína rödd. Katie Buckley leikur undir á hörpu.“ Í viðburðum Russian Souvenir á Íslandi er rússnesk tónlist í forgrunni en íslensk tónlist þegar viðburðir fara fram í Rússlandi. Í sumar sem leið stóð Alexandra fyrir tónleikum í Pétursborg, Russian Souvenir: introducing Iceland, og komu fram bæði íslenskir og rússneskir listamenn. „Flytjendur á tónleikunum í Pétursborg, auk mín voru Gerður Bolladóttir, sópran og tónskáld og Sergei Telenkov, flottur bassi-baritón frá Moskvu sem gerði sér lítið fyrir og söng á íslensku á tónleikunum. Við flygilinn var Kjartan Valdemarsson. Tónleikunum fylgdi einnig falleg ljósmyndasýning eftir Jón R. Hilmarsson, Iceland-Beyond Expectations,“ útskýrir Alexandra. Féll fyrir Íslendingi og stofnaði Óperu Skagafjarðar Ástin teymdi Alexöndru til Íslands og hér hefur hún bæði skapað og flutt tónlist áður en hún tók til við tónsmíðar. „Ég kynntist manninum mínum, Jóni Rúnari Hilmarssyni á Spáni og flutti með honum til Íslands fyrir sautján árum. Ég er lærð óperusöngkona og kennari, fædd í Kænugarði en foreldrar mínir eru frá Úkraínu og Rússlandi, pabbi er lögfræðingur og mamma prófessor í kennslufræðum við Háskólann í Pétursborg. Fyrstu árin á Íslandi bjó ég í Skagafirði og árið 2007 var mikið ævintýraár hjá mér en þá stofnaði ég Óperu Skagafjarðar og Söngskóla Alexöndru. Ópera Skagafjarðar setti alls fimm óperur á svið með frábærum árangri og stúlknakór söngskólans tók þátt í þremur alþjóðlegum tónlistarverkefnum,“ segir Alexandra.Skrifaði óperuna Skáldið og biskupsdóttirin„Á meðan ég bjó í Skagafirði skráði ég mig í alþjóðlegt Meistaranám í nýsköpun í tónlist við Listaháskóla Íslands. Þar með fór boltinn að rúlla í tónskáldaáttina hjá mér því þó ég hafi fengið stórar viðurkenningar á unga aldri fyrir tónsmíðar hafði ég aldrei lagt þær almennilega fyrir mig. Árið 2013 skrifaði ég mína fyrstu óperu, Skáldið og biskupsdóttirin, við handrit vinkonu minnar, leikkonunnar og leikstjórans Guðrúnar Ásmundsdóttur,“ segir Alexandra. Óperan var frumflutt hér á Íslandi í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfjarðarsveit og einnig flutt í Rússlandi. „Við fluttum hana í Moskvu í Tónlistarakademíunni Gnessin og svo í Kiev Tónlistarakademíunni Glier. Einnig söng ég aríur úr óperunni á tónleikunum í Japan, Danmörku og í Noregi og alls staðar fengum við frábærar viðtökur,“ segir Alexandra og tónsmíðaboltinn heldur áfram að rúlla. „Þegar við eignuðumst okkar þriðja barn fór mig að langa til að skrifa eitthvað skemmtilegt fyrir börn. Í framhaldinu fæddist óperuballettinn Ævintýrið um Norðurljósin, fyrir börn og fullorðna. Ballettinn var frumsýndur í Norðurljósasal Hörpu árið 2018. Þessa dagana er ég að vinna að minni þriðju óperu ásamt því að undirbúa tónleikana á laugardaginn. Ég hvet fólk til að koma á þennan fallega viðburð og kynnast rússneskri tónlistarmenningu,“ segir Alexandra. Nánar má kynna sér verk Alexöndru á heimsíðu hennar. Og á youtube. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Russian Souvenir. Menning Tónlist Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Sjá meira
Tónleikar tileinkaðir rússneska ljóðskáldinu Alexander Pushkin fara fram í Hörpu laugardaginn 29. febrúar. Tónleikarnir eru hluti af tónlistarmenningarbrú milli Íslands og Rússlands, Russian Souvenir, sem stofnuð var árið 2016 af óperusöngkonunni Alexöndru Chernyshovu. Hún hefur verið búsett hér á landi hátt í tuttugu ár og er umhugað um að kynna tónlistarmenningu hvorrar þjóðar fyrir hinni. Hún hefur staðið fyrir á þriðja tug viðburða í tengslum við Russian Souvenir, á Íslandi og í Rússlandi. „Russian Souvenir myndar tónlistarbrú milli landanna tveggja og verða tónleikarnir í Hörpu tuttugasta og sjöunda verkefnið okkar. Rússneska sendiráðið á Íslandi er styrktaraðili Russian Souvenir ásamt Menningarsjóði FÍH,“ útskýrir Alexandra. „Hugmyndin að Russian Souvenir kviknaði fyrir fjórum árum, út frá vináttunni og út frá ástinni á rússneskri og íslenskri klassískri tónlist en verkefnið gengur út á að vekja áhuga og forvitni hjá íslenskum og rússneskum áheyrendum og gefa þeim tækifæri á að fræðast um tónlist landanna tveggja og kynnast annarri menningu. Á tónleikunum í Hörpu munum við flytja gamlar og nýjar rússneskar perlur og einnig munum við frumflytja sjö rómönsur eftir tónskáldið Antoniu Rostovskuju við ljóð Puskin, sem Antonia skrifaði fyrir mína rödd. Katie Buckley leikur undir á hörpu.“ Í viðburðum Russian Souvenir á Íslandi er rússnesk tónlist í forgrunni en íslensk tónlist þegar viðburðir fara fram í Rússlandi. Í sumar sem leið stóð Alexandra fyrir tónleikum í Pétursborg, Russian Souvenir: introducing Iceland, og komu fram bæði íslenskir og rússneskir listamenn. „Flytjendur á tónleikunum í Pétursborg, auk mín voru Gerður Bolladóttir, sópran og tónskáld og Sergei Telenkov, flottur bassi-baritón frá Moskvu sem gerði sér lítið fyrir og söng á íslensku á tónleikunum. Við flygilinn var Kjartan Valdemarsson. Tónleikunum fylgdi einnig falleg ljósmyndasýning eftir Jón R. Hilmarsson, Iceland-Beyond Expectations,“ útskýrir Alexandra. Féll fyrir Íslendingi og stofnaði Óperu Skagafjarðar Ástin teymdi Alexöndru til Íslands og hér hefur hún bæði skapað og flutt tónlist áður en hún tók til við tónsmíðar. „Ég kynntist manninum mínum, Jóni Rúnari Hilmarssyni á Spáni og flutti með honum til Íslands fyrir sautján árum. Ég er lærð óperusöngkona og kennari, fædd í Kænugarði en foreldrar mínir eru frá Úkraínu og Rússlandi, pabbi er lögfræðingur og mamma prófessor í kennslufræðum við Háskólann í Pétursborg. Fyrstu árin á Íslandi bjó ég í Skagafirði og árið 2007 var mikið ævintýraár hjá mér en þá stofnaði ég Óperu Skagafjarðar og Söngskóla Alexöndru. Ópera Skagafjarðar setti alls fimm óperur á svið með frábærum árangri og stúlknakór söngskólans tók þátt í þremur alþjóðlegum tónlistarverkefnum,“ segir Alexandra.Skrifaði óperuna Skáldið og biskupsdóttirin„Á meðan ég bjó í Skagafirði skráði ég mig í alþjóðlegt Meistaranám í nýsköpun í tónlist við Listaháskóla Íslands. Þar með fór boltinn að rúlla í tónskáldaáttina hjá mér því þó ég hafi fengið stórar viðurkenningar á unga aldri fyrir tónsmíðar hafði ég aldrei lagt þær almennilega fyrir mig. Árið 2013 skrifaði ég mína fyrstu óperu, Skáldið og biskupsdóttirin, við handrit vinkonu minnar, leikkonunnar og leikstjórans Guðrúnar Ásmundsdóttur,“ segir Alexandra. Óperan var frumflutt hér á Íslandi í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfjarðarsveit og einnig flutt í Rússlandi. „Við fluttum hana í Moskvu í Tónlistarakademíunni Gnessin og svo í Kiev Tónlistarakademíunni Glier. Einnig söng ég aríur úr óperunni á tónleikunum í Japan, Danmörku og í Noregi og alls staðar fengum við frábærar viðtökur,“ segir Alexandra og tónsmíðaboltinn heldur áfram að rúlla. „Þegar við eignuðumst okkar þriðja barn fór mig að langa til að skrifa eitthvað skemmtilegt fyrir börn. Í framhaldinu fæddist óperuballettinn Ævintýrið um Norðurljósin, fyrir börn og fullorðna. Ballettinn var frumsýndur í Norðurljósasal Hörpu árið 2018. Þessa dagana er ég að vinna að minni þriðju óperu ásamt því að undirbúa tónleikana á laugardaginn. Ég hvet fólk til að koma á þennan fallega viðburð og kynnast rússneskri tónlistarmenningu,“ segir Alexandra. Nánar má kynna sér verk Alexöndru á heimsíðu hennar. Og á youtube. Þessi kynning er unnin í samstarfi við Russian Souvenir.
Menning Tónlist Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Fleiri fréttir Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Sjá meira