Hjörvar snýr aftur á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 12:45 Hjörvar Hafliðason mun fara yfir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni. Mynd/S2 Sport Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla. Hjörvar hóf fyrst störf fyrir Stöð 2 Sport árið 2010 og starfaði að margskonar dagskrárgerð fyrir Stöð 2 Sport, allra helst um íslenska fótboltann, Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. „Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert - að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“ Hjörvar verður í Meistaradeildarsettinu í fyrsta sinn í kvöld en þá fara fram tveir flottir leikir. Real Madrid tekur á móti Manchester City og Lyon tekur á móti Juventus. „Það er afar þétt dagskrá fram undan hjá okkur. Auk Meistaradeildar Evrópu er stutt í að boltinn fari að rúlla á íslensku grasi á nýjan leik. Enn fremur munu augu þjóðarinnar beinast að strákunum okkar í íslenska landsliðinu sem berst um sæti á EM 2020 í lok mars - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Sumarið verður svo risastórt hjá okkur á Stöð 2 Sport þar sem að Evrópumeistaramótið verður í aðalhlutverki frá 12. júní til 12. júlí. Það er því mikil fótboltaveisla á döfinni og ég fagna því að fá Hjörvar aftur inn í afar öflugt teymi sérfræðinga okkar, sem sjá um að koma öllu þessu frábæra efni til okkar áskrifenda eins og best verður á kosið.“ Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 og þar verður Hjörvar Hafliðason mættur ásamt Reyni Léossyni og umsjónarmanninum Kjartani Atla Kjartanssyni. Meistaradeild Evrópu Vistaskipti Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Hjörvar Hafliðason mun verða hluti af sérfræðingateymi Stöðvar 2 Sports um knattspyrnu á ný eftir stutt hlé frá skjánum og mun koma að umfjöllun um meðal annars Meistaradeild Evrópu og Pepsi Max deild karla. Hjörvar hóf fyrst störf fyrir Stöð 2 Sport árið 2010 og starfaði að margskonar dagskrárgerð fyrir Stöð 2 Sport, allra helst um íslenska fótboltann, Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. „Við erum virkilega ánægð að fá Hjörvar til baka enda einhver mesti spekingur um fótbolta sem við eigum. Til viðbótar við það er hann fantagóður sjónvarpsmaður,“ sagði Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn. „Það er afskaplega ánægjulegt að vera kominn aftur,“ sagði Hjörvar Hafliðason. „Ég mæti extra frískur aftur til leiks eftir smá frí. Ég mun gera mitt allra besta við að gera það sem ég hef alltaf gert - að reyna að segja fólkinu heima í stofu eitthvað sem það vissi ekki fyrir.“ Hjörvar verður í Meistaradeildarsettinu í fyrsta sinn í kvöld en þá fara fram tveir flottir leikir. Real Madrid tekur á móti Manchester City og Lyon tekur á móti Juventus. „Það er afar þétt dagskrá fram undan hjá okkur. Auk Meistaradeildar Evrópu er stutt í að boltinn fari að rúlla á íslensku grasi á nýjan leik. Enn fremur munu augu þjóðarinnar beinast að strákunum okkar í íslenska landsliðinu sem berst um sæti á EM 2020 í lok mars - í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður Stöðvar 2 Sports. „Sumarið verður svo risastórt hjá okkur á Stöð 2 Sport þar sem að Evrópumeistaramótið verður í aðalhlutverki frá 12. júní til 12. júlí. Það er því mikil fótboltaveisla á döfinni og ég fagna því að fá Hjörvar aftur inn í afar öflugt teymi sérfræðinga okkar, sem sjá um að koma öllu þessu frábæra efni til okkar áskrifenda eins og best verður á kosið.“ Upphitun fyrir Meistaradeildarleiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 og þar verður Hjörvar Hafliðason mættur ásamt Reyni Léossyni og umsjónarmanninum Kjartani Atla Kjartanssyni.
Meistaradeild Evrópu Vistaskipti Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn