Íslendingar kveðja Ragga Bjarna Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2020 13:30 Stórsöngvarinn Raggi Bjarna byrjaði söngferil sinn fyrir sjötíu árum þegar hann var fimmtán ára gamall. Skjáskot/Stöð 2 Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. Raggi Bjarna lætur eftir sig eiginkonu sína Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragnars eru Bjarni Ómar Ragnarsson, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson. Íslendingar minnast Ragnars á samfélagsmiðlum í dag og votta fjölskyldu og vinum hans samúð sína. „Goðsögn hefur kvatt. Hvíl í friði elsku Raggi Bjarna, frumkvöðull og fyrirmynd. Takk fyrir samveruna, leiðsögnina, húmorinn, sönglögin og faðmlögin. Þinn, Palli,“ skrifar Páll Óskar Hjálmtýsson á Facebook. Katrín Halldóra Sigurðardóttir, söngkona og leikkona sem fór með titilhlutverk í söngleiknum Ellý, minnist sömuleiðis Ragga á Facebook-síðu sinni. „Takk fyrir allt, sönginn, sögurnar og hláturinn og góða ferð áfram,“ segir Katrín Halldóra, en Raggi var fastagestur á sýningunum sem töldu á þriðja hundrað í Borgarleikhúsinu. „Þannig týnist tíminn, sungu Raggi Bjarna og Lay Low fyrir okkur og minntu okkur á að leyfa okkur að elska. Senda ástarbréfin sem við skrifum og leyfa þeim ekki að gulna. Það eiga nefnilega allar kynslóðir sína útgáfu af Ragga Bjarna, hvort sem hann söng um vorkvöld í Reykjavík eða tímann sem getur týnst. Ragnar er nú látinn og hans verður sárt saknað, bæði úr íslensku tónlistarlífi og íslensku samfélagi, þó að tónlistin og röddin muni lifa. Fyrir það erum við þakklát,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Facebook og heldur áfram. „Við spjölluðum alltaf saman þegar við rákumst hvort á annað á förnum vegi. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar við hittumst fyrir mörgum árum í bókabúðinni Úlfarsfelli sem þá var við Hagamel. Einn sona minna var með í för, þá á leikskólaaldri, og lét rækilega í sér heyra, og Ragnar tók þá utan um mig, einstaklega hlýlega, og gaf mér góð ráð um barnauppeldi og pólitík (sem stundum eiga sitthvað sameiginlegt). Blessuð sé minning Ragga Bjarna.“ Logi Pedro er þakklátur fyrir Ragga. Spilaði einu sinni nokkur gigg með Ragga Bjarna á Innipúkanum. Hann var mjög fyndinn og þetta var helvítis partý. Þakklátur fyrir fjörið. pic.twitter.com/7TdutzEqNp— Logi Pedro (@logipedro101) February 26, 2020 Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson kynntist Ragga fyrir tuttugu árum. Ég kynntist Ragga Bjarna fyrir 20 árum og hann var alveg jafn hlýr, þægilegur og skemmtilegur og hann virkar í sjónvarpinu. Umhugað um að ungt tónlistarfólk legði fyrir og borgaði í lífeyrissjóð - sem enginn hafði bent honum á að gera. Alltaf stór og örlátur. Hvíli hann í friði.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 26, 2020 Sá svalasti. Svalasti tónlistarmaður íslenskrar tónlistarsögu fallinn frá. Ferill sem seint verður hægt að toppa #RaggiBjarna#RIPpic.twitter.com/eNRyA29L9n— Maggi Peran (@maggiperan) February 26, 2020 Ungur í sextíu ár. Raggi Bjarna virkaði 25 ára í 60 ár. RIP— Einar Matthías (@einarmatt) February 26, 2020 Guðmundur Jörundsson kveður goðsögn. RIP Raggi Bjarna Legend— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 26, 2020 Salka Sól segir fallega sögu af því þegar vinátta þeirra tveggja hófst. Ég kynntist Ragga óvænt þar sem við vorum bókuð í sömu veislu og beðin um að taka lag. Við höfðum aldrei hist og ég fór úti bíl til hans og við æfðum í lagið. Upphófst ótrúleg vinátta sem entist því miður of stutt en við náðum þó nokkrum árum,ótal giggum og fórum oft á trúnó— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 26, 2020 Tónlistarmaðurinn Guðmundur Óskar hefur starfað mikið með Ragga síðustu tvö ár. Söngkonan Þórunn Erna Clausen þakkar Ragga fyrir tónlist hans. View this post on Instagram Elsku Raggi, takk fyrir alla tónlistina þína hvíl í friði meistari og fyrirmynd okkar allra. Sendi aðstandendum innilegar samúðarkveðjur A post shared by Thorunn Clausen (@thorunnclausen) on Feb 26, 2020 at 4:37am PST Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll minnist Ragga sem brosandi og hlæjandi. Annar útvarpsmaður skrifar falleg orð um Ragnar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skrifar fallegan texta til minningar um Ragga Bjarna. „Blessuð sé minning Ragnars Bjarnasonar. Það var mér sannur heiður að fá að kynnast honum. Það var einstakt að fá tækifæri til að sitja í sófanum hjá honum fyrir nokkrum vikum og hlusta á sögur frá því í gamla daga. Saga Ragnars er stór hluti af íslenskri menningarsögu. Hann var einn ástsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar og skilur eftir sig óteljandi perlur sem munu fylgja þjóðinni um ókomin ár. Ég votta eiginkonu Ragnars, Helle Birthe Bjarnason, og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Minning um fallegan dreng lifir.“ Hér að neðan má síðan sjá fleiri Íslendinga tjá sig um fráfall Ragnars. #takkRaggi https://t.co/WNYEqL34Az — Halldór Marteins (@halldorm) February 26, 2020 Æh, ég var heppin að fá það hlutverk að taka á móti Ragga Bjarna (gefa honum kaffi og söru) og fylgja inná hliðarsvið á sýningum Ellý í Borgarleikhúsinu í heilan vetur. Fór alltaf næstum að gráta þegar sagði mér (nánast á hverju kvöldi) hvað honum hafi þótt vænt um Ellý.— Steinunn Bragadóttir (@steinunnbragad) February 26, 2020 Rifjum nú upp hversu nettur Raggi Bjarna var! Að hann hafi verið autotuneaður í lagi með Rottweiler, Kongurinn! https://t.co/cX1TbdN5Sq via @YouTube— Svava Gretarsdóttir (@SvavaGretars) February 26, 2020 Andlát Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Sjá meira
Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað. Raggi Bjarna lætur eftir sig eiginkonu sína Helle Birthe Bjarnason. Börn Ragnars eru Bjarni Ómar Ragnarsson, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson. Íslendingar minnast Ragnars á samfélagsmiðlum í dag og votta fjölskyldu og vinum hans samúð sína. „Goðsögn hefur kvatt. Hvíl í friði elsku Raggi Bjarna, frumkvöðull og fyrirmynd. Takk fyrir samveruna, leiðsögnina, húmorinn, sönglögin og faðmlögin. Þinn, Palli,“ skrifar Páll Óskar Hjálmtýsson á Facebook. Katrín Halldóra Sigurðardóttir, söngkona og leikkona sem fór með titilhlutverk í söngleiknum Ellý, minnist sömuleiðis Ragga á Facebook-síðu sinni. „Takk fyrir allt, sönginn, sögurnar og hláturinn og góða ferð áfram,“ segir Katrín Halldóra, en Raggi var fastagestur á sýningunum sem töldu á þriðja hundrað í Borgarleikhúsinu. „Þannig týnist tíminn, sungu Raggi Bjarna og Lay Low fyrir okkur og minntu okkur á að leyfa okkur að elska. Senda ástarbréfin sem við skrifum og leyfa þeim ekki að gulna. Það eiga nefnilega allar kynslóðir sína útgáfu af Ragga Bjarna, hvort sem hann söng um vorkvöld í Reykjavík eða tímann sem getur týnst. Ragnar er nú látinn og hans verður sárt saknað, bæði úr íslensku tónlistarlífi og íslensku samfélagi, þó að tónlistin og röddin muni lifa. Fyrir það erum við þakklát,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Facebook og heldur áfram. „Við spjölluðum alltaf saman þegar við rákumst hvort á annað á förnum vegi. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar við hittumst fyrir mörgum árum í bókabúðinni Úlfarsfelli sem þá var við Hagamel. Einn sona minna var með í för, þá á leikskólaaldri, og lét rækilega í sér heyra, og Ragnar tók þá utan um mig, einstaklega hlýlega, og gaf mér góð ráð um barnauppeldi og pólitík (sem stundum eiga sitthvað sameiginlegt). Blessuð sé minning Ragga Bjarna.“ Logi Pedro er þakklátur fyrir Ragga. Spilaði einu sinni nokkur gigg með Ragga Bjarna á Innipúkanum. Hann var mjög fyndinn og þetta var helvítis partý. Þakklátur fyrir fjörið. pic.twitter.com/7TdutzEqNp— Logi Pedro (@logipedro101) February 26, 2020 Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson kynntist Ragga fyrir tuttugu árum. Ég kynntist Ragga Bjarna fyrir 20 árum og hann var alveg jafn hlýr, þægilegur og skemmtilegur og hann virkar í sjónvarpinu. Umhugað um að ungt tónlistarfólk legði fyrir og borgaði í lífeyrissjóð - sem enginn hafði bent honum á að gera. Alltaf stór og örlátur. Hvíli hann í friði.— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) February 26, 2020 Sá svalasti. Svalasti tónlistarmaður íslenskrar tónlistarsögu fallinn frá. Ferill sem seint verður hægt að toppa #RaggiBjarna#RIPpic.twitter.com/eNRyA29L9n— Maggi Peran (@maggiperan) February 26, 2020 Ungur í sextíu ár. Raggi Bjarna virkaði 25 ára í 60 ár. RIP— Einar Matthías (@einarmatt) February 26, 2020 Guðmundur Jörundsson kveður goðsögn. RIP Raggi Bjarna Legend— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 26, 2020 Salka Sól segir fallega sögu af því þegar vinátta þeirra tveggja hófst. Ég kynntist Ragga óvænt þar sem við vorum bókuð í sömu veislu og beðin um að taka lag. Við höfðum aldrei hist og ég fór úti bíl til hans og við æfðum í lagið. Upphófst ótrúleg vinátta sem entist því miður of stutt en við náðum þó nokkrum árum,ótal giggum og fórum oft á trúnó— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) February 26, 2020 Tónlistarmaðurinn Guðmundur Óskar hefur starfað mikið með Ragga síðustu tvö ár. Söngkonan Þórunn Erna Clausen þakkar Ragga fyrir tónlist hans. View this post on Instagram Elsku Raggi, takk fyrir alla tónlistina þína hvíl í friði meistari og fyrirmynd okkar allra. Sendi aðstandendum innilegar samúðarkveðjur A post shared by Thorunn Clausen (@thorunnclausen) on Feb 26, 2020 at 4:37am PST Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll minnist Ragga sem brosandi og hlæjandi. Annar útvarpsmaður skrifar falleg orð um Ragnar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra skrifar fallegan texta til minningar um Ragga Bjarna. „Blessuð sé minning Ragnars Bjarnasonar. Það var mér sannur heiður að fá að kynnast honum. Það var einstakt að fá tækifæri til að sitja í sófanum hjá honum fyrir nokkrum vikum og hlusta á sögur frá því í gamla daga. Saga Ragnars er stór hluti af íslenskri menningarsögu. Hann var einn ástsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar og skilur eftir sig óteljandi perlur sem munu fylgja þjóðinni um ókomin ár. Ég votta eiginkonu Ragnars, Helle Birthe Bjarnason, og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Minning um fallegan dreng lifir.“ Hér að neðan má síðan sjá fleiri Íslendinga tjá sig um fráfall Ragnars. #takkRaggi https://t.co/WNYEqL34Az — Halldór Marteins (@halldorm) February 26, 2020 Æh, ég var heppin að fá það hlutverk að taka á móti Ragga Bjarna (gefa honum kaffi og söru) og fylgja inná hliðarsvið á sýningum Ellý í Borgarleikhúsinu í heilan vetur. Fór alltaf næstum að gráta þegar sagði mér (nánast á hverju kvöldi) hvað honum hafi þótt vænt um Ellý.— Steinunn Bragadóttir (@steinunnbragad) February 26, 2020 Rifjum nú upp hversu nettur Raggi Bjarna var! Að hann hafi verið autotuneaður í lagi með Rottweiler, Kongurinn! https://t.co/cX1TbdN5Sq via @YouTube— Svava Gretarsdóttir (@SvavaGretars) February 26, 2020
Andlát Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Sjá meira