28 dagar í Rúmeníuleikinn: Nýr þjálfari Rúmena er aðeins einu ári eldri en Kári Árna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 10:00 Leikur Íslands og Rúmeníu á Laugardalsvellinum 26. mars verður fyrsti leikurinn þar sem Mirel Radoi stýrir A-landsliðinu. Getty/Srdjan Stevanovic Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. Þjálfari rúmenska landsliðsins heitir Mirel Radoi og hann stýrir landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvellinum 26. mars næstkomandi. Mirel Radoi var þjálfari 21 árs landsliðs Rúmena en tók við A-landsliðinu í lok nóvember á síðasta ári. Mirel Radoi er fæddur árið 1981 og heldur upp á 39 ára afmælið sitt aðeins fjórum dögum fyrir leikinn á móti Íslandi (22. mars). Þetta þýðir að Kári Árnason, elsti leikmaður íslenska landsliðsins, er aðeins einu ári yngri en þjálfari Rúmena. Vonandi gefa leikmenn rúmenska landsliðsins þjálfara sínum ekki afmælisgjöf á Laugardalsvellinum 26. mars en sigurvegari leiksins kemst í hreinan úrslitaleik eitt laust sæti í úrslitakeppni EM 2020. Mirel Radoi skrifaði undir tveggja ára samning sem þjálfari rúmenska A-landsliðsins eftir að hafa náð frábærum árangri með 21 árs landsliðið. Undir hans stjórn komst 21 árs landsliðið í undanúrslit á EM sumarið 2019. Radoi stýrir landsliði Rúmena að minnsta kosti fram yfir undankeppni HM 2022. Rúmenska knattspyrnusambandið ætlar að veðja á það að Mirel Radoi takist að taka alla efnilegu leikmennina sem voru hjá honum í 21 árs landsliðinu og hjálpa þeim að festa sig í A-landsliðinu. Honum tókst að búa til mjög sterkar liðsheild hjá 21 árs liðinu Mirel Radoi spilaði mest sem miðvörður á sínum ferli sem leikmaður en hann var lengst hjá Steaua Búkarest eða frá 2000 til 2009. Radoi endaði ferilinn sinn í Katar þar sem hann náði að spila með fjórum mismunandi félögum á áru um 2009 til 2015. Síðustu leikina spilaði Mirel Radoi síðan með liði Al-Arabi árið 2015 en það er liðið sem fyrrum landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson þjálfar og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar með. Mirel Radoi átti líka farsælan landsliðsferil og náði að spila 67 landsleiki á árunum 2000 til 2010. Síðasti landsleikur hans var á móti Frökkum fyrir fram 79 þúsund manns á Stade de France 9. október 2010. Þjálfaraferill Mirel Radoi hófst í heimalandinu strax eftir að fótboltaskórnir hans fóru upp á hillu. Hann þjálfaði bæði FCSB og FC Arges áður en hann tók við 21 árs landsliðinu í mars 2018. Undir hans stjórn vann 21 árs landsliðið átta af fjórtán leikjum og tapaði aðeins þremur. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Sjá meira
Þjálfari Rúmena endaði sextán ára leikmannaferilinn sinn hjá liði þeirra Aron Einars Gunnarssonar og Heimis Hallgrímssonar í Katar. Ísland mætir rúmenska landsliðinu í umspili um sæti á EM 2020 eftir 28 daga. Þjálfari rúmenska landsliðsins heitir Mirel Radoi og hann stýrir landsliðinu í fyrsta sinn á Laugardalsvellinum 26. mars næstkomandi. Mirel Radoi var þjálfari 21 árs landsliðs Rúmena en tók við A-landsliðinu í lok nóvember á síðasta ári. Mirel Radoi er fæddur árið 1981 og heldur upp á 39 ára afmælið sitt aðeins fjórum dögum fyrir leikinn á móti Íslandi (22. mars). Þetta þýðir að Kári Árnason, elsti leikmaður íslenska landsliðsins, er aðeins einu ári yngri en þjálfari Rúmena. Vonandi gefa leikmenn rúmenska landsliðsins þjálfara sínum ekki afmælisgjöf á Laugardalsvellinum 26. mars en sigurvegari leiksins kemst í hreinan úrslitaleik eitt laust sæti í úrslitakeppni EM 2020. Mirel Radoi skrifaði undir tveggja ára samning sem þjálfari rúmenska A-landsliðsins eftir að hafa náð frábærum árangri með 21 árs landsliðið. Undir hans stjórn komst 21 árs landsliðið í undanúrslit á EM sumarið 2019. Radoi stýrir landsliði Rúmena að minnsta kosti fram yfir undankeppni HM 2022. Rúmenska knattspyrnusambandið ætlar að veðja á það að Mirel Radoi takist að taka alla efnilegu leikmennina sem voru hjá honum í 21 árs landsliðinu og hjálpa þeim að festa sig í A-landsliðinu. Honum tókst að búa til mjög sterkar liðsheild hjá 21 árs liðinu Mirel Radoi spilaði mest sem miðvörður á sínum ferli sem leikmaður en hann var lengst hjá Steaua Búkarest eða frá 2000 til 2009. Radoi endaði ferilinn sinn í Katar þar sem hann náði að spila með fjórum mismunandi félögum á áru um 2009 til 2015. Síðustu leikina spilaði Mirel Radoi síðan með liði Al-Arabi árið 2015 en það er liðið sem fyrrum landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson þjálfar og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilar með. Mirel Radoi átti líka farsælan landsliðsferil og náði að spila 67 landsleiki á árunum 2000 til 2010. Síðasti landsleikur hans var á móti Frökkum fyrir fram 79 þúsund manns á Stade de France 9. október 2010. Þjálfaraferill Mirel Radoi hófst í heimalandinu strax eftir að fótboltaskórnir hans fóru upp á hillu. Hann þjálfaði bæði FCSB og FC Arges áður en hann tók við 21 árs landsliðinu í mars 2018. Undir hans stjórn vann 21 árs landsliðið átta af fjórtán leikjum og tapaði aðeins þremur. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Zrinjski | Hundruð milljóna í húfi Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Sjá meira