Óvinsæli kínverski Ólympíumeistarinn dæmdur í átta ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 11:00 Ástralinn Mack Horton neitaði að stíga upp á verðlaunapallinn með Sun Yang á síðasta heimsmeistaramóti. Getty/Visual China Group Kínverski heims- og Ólympíumeistarinn Sun Yang hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti að áfrýjun Alþjóðalyfjaeftirlitsins hafi átt rétt á sér. Alþjóðasundsambandið hafði nefnilega hreinsað kínverska sundmanninn af ásökunum um ólöglega lyfjanotkun en Wada áfrýjaði þeirri ákvörðun til CAS, Alþjóðaíþróttadómstólsins. Hinn 28 ára gamli Sun Yang fær því ekki tækifæri til að verja Ólympíumeistaratitilinn sinn á ÓL í Tókýó í sumar. Olympic swimming champion Sun Yang banned for eight years after Cas ruling https://t.co/kVc6gvkPxy— Guardian sport (@guardian_sport) February 28, 2020 Sun Yang var sakaður um að mölva lyfjaflösku með blóðsýni sínu eftir rifrildi við menn sem lyfjaprófuðu hann í september 2018. Sun Yang, móðir hans og fylgdarlið áttu einnig að hafa reynt að koma í veg fyrir lyfjaprófið og ástæðan var að þau töldu að þeir sem voru mættir til að framkvæma lyfjaprófið hafi ekki haft tilskilin réttindi. Sun hafði áður fengið þriggja mánaða dóm fyrir annað brot. Alþjóðasundsambandið taldi hans vegar saklausan af öllu saman og hreinsaði hann af þessum ásökunum við litlar vinsældir í hreyfingunni. Sun Yang mætti síðan á HM í sundi í Suður-Kóreu í júlí í fyrra og vann þá tíunda og ellefta heimsmeistaratitil sinn á ferlinum. Three-time Olympic champion Sun Yang has been banned for eight years for missing a doping test in September 2018 https://t.co/omYeXZOB9G The Chinese swimmer has never been far from controversy… pic.twitter.com/t6iPgE4WjT— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2020 Sun Yang var án efa óvinsælasti sundmaður mótsins þrátt fyrir gullverðlaunin. Ástralinn Mack Horton og Bretinn Duncan Scott neituðu meðal annars að deila með honum verðlaunapallinum. Nú er ferill Sun Yang hins vegar svo gott sem á enda eftir þennan harða dóm. Hann verður orðinn 36 ára gamall þegar hann má keppa á nýjan leik. Kína Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Kínverski heims- og Ólympíumeistarinn Sun Yang hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti að áfrýjun Alþjóðalyfjaeftirlitsins hafi átt rétt á sér. Alþjóðasundsambandið hafði nefnilega hreinsað kínverska sundmanninn af ásökunum um ólöglega lyfjanotkun en Wada áfrýjaði þeirri ákvörðun til CAS, Alþjóðaíþróttadómstólsins. Hinn 28 ára gamli Sun Yang fær því ekki tækifæri til að verja Ólympíumeistaratitilinn sinn á ÓL í Tókýó í sumar. Olympic swimming champion Sun Yang banned for eight years after Cas ruling https://t.co/kVc6gvkPxy— Guardian sport (@guardian_sport) February 28, 2020 Sun Yang var sakaður um að mölva lyfjaflösku með blóðsýni sínu eftir rifrildi við menn sem lyfjaprófuðu hann í september 2018. Sun Yang, móðir hans og fylgdarlið áttu einnig að hafa reynt að koma í veg fyrir lyfjaprófið og ástæðan var að þau töldu að þeir sem voru mættir til að framkvæma lyfjaprófið hafi ekki haft tilskilin réttindi. Sun hafði áður fengið þriggja mánaða dóm fyrir annað brot. Alþjóðasundsambandið taldi hans vegar saklausan af öllu saman og hreinsaði hann af þessum ásökunum við litlar vinsældir í hreyfingunni. Sun Yang mætti síðan á HM í sundi í Suður-Kóreu í júlí í fyrra og vann þá tíunda og ellefta heimsmeistaratitil sinn á ferlinum. Three-time Olympic champion Sun Yang has been banned for eight years for missing a doping test in September 2018 https://t.co/omYeXZOB9G The Chinese swimmer has never been far from controversy… pic.twitter.com/t6iPgE4WjT— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2020 Sun Yang var án efa óvinsælasti sundmaður mótsins þrátt fyrir gullverðlaunin. Ástralinn Mack Horton og Bretinn Duncan Scott neituðu meðal annars að deila með honum verðlaunapallinum. Nú er ferill Sun Yang hins vegar svo gott sem á enda eftir þennan harða dóm. Hann verður orðinn 36 ára gamall þegar hann má keppa á nýjan leik.
Kína Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira