Valdís Steinarsdóttir hlýtur Formex Nova verðlaunin 2020 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 14:49 Til hægri má sjá hluta af sýningunni Just bones, sem Valdís Steinarsdóttir sýndi á HönnunarMars í ár. Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova í ár. Þetta var tilkynnt í dag en Valdís tekur rafrænt formlega við verðlaununum í kvöld. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones. „Það er erfitt að koma því í orð hvað þetta er mikill heiður og hvatning. Ómetanlegt að fá svona viðurkenningu,“ segir Valdís í samtali við Vísi. „Það verður athöfn í kvöld í Svíþjóð sem ég mun vera viðstödd í gegnum netið. Verður spennandi að sjá hvernig hún fer fram.“ Valdís var með tvær sýningar á HönnunarMars í sumar. Hún sýndi Just Bones á sýningunni ASRM U ready? í Hafnarhúsinu á HönnunarMars, sem vakti verðskuldaða athygli. Auk þess hannaði hún verkið Torg í speglun ásamt Arnari Inga Viðarssyni en verkið er staðsett á Lækjartorgi og hefur verið áberandi á Instagram myndum Íslendinga í sumar. Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag.Vísir/Vilhelm „Covid hefur sett stórt strik í reikninginn með flest öll mín plön sem ég hafði. En ég mun gera það besta úr stöðunni og finna lausnir til að láta þær tafir og breytingar vinna með mér,“ svarar hönnuðurinn aðspurð um það sem fram undan er. Formex Nova verðlaunin voru fyrst afhent fyrir fimm árum síðan í tengslum við Formex hönnunarsýninguna í Stokkhólmi og hefur það að markmiði að kynna og efla norræna hönnun. Í tilkynningu frá Miðstöð hönnunar- og arkitektúr kemur fram að dómnefndin hrósar Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. Í umsögn dómnefndar Formex Nova segir „Hönnun sem einblínir á tilraunakennd efni og að finna einstakar lausnir að samfélagslegum og umhverfislegum vandamálum. Gegnum verkefni sín leitar Valdís að opnu samtali við áhorfendur um samfélagslegar breytingar í gegnum hönnun.“ Valdís vakti athygli á Hönnunarmars 2019 fyrir Bioplastic Skin, umbúðarplast fyrir kjötvörur gert úr dýrahúðum.Valdís Steinarsdóttir Hægt er að kynna sér verk Valdísar betur á vefsíðu vöruhönnuðarins. Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40 Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00 Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
Valdís Steinarsdóttir vöruhönnuður hlýtur sænsku hönnunarverðlaunin Formex Nova í ár. Þetta var tilkynnt í dag en Valdís tekur rafrænt formlega við verðlaununum í kvöld. Verðlaunin hlýtur hún fyrir verkefni sín Bioplastic Skin og Just Bones. „Það er erfitt að koma því í orð hvað þetta er mikill heiður og hvatning. Ómetanlegt að fá svona viðurkenningu,“ segir Valdís í samtali við Vísi. „Það verður athöfn í kvöld í Svíþjóð sem ég mun vera viðstödd í gegnum netið. Verður spennandi að sjá hvernig hún fer fram.“ Valdís var með tvær sýningar á HönnunarMars í sumar. Hún sýndi Just Bones á sýningunni ASRM U ready? í Hafnarhúsinu á HönnunarMars, sem vakti verðskuldaða athygli. Auk þess hannaði hún verkið Torg í speglun ásamt Arnari Inga Viðarssyni en verkið er staðsett á Lækjartorgi og hefur verið áberandi á Instagram myndum Íslendinga í sumar. Hönnuðurnir Arnar Ingi Viðarsson og Steinunn Valdísardóttir við verkið sitt í dag.Vísir/Vilhelm „Covid hefur sett stórt strik í reikninginn með flest öll mín plön sem ég hafði. En ég mun gera það besta úr stöðunni og finna lausnir til að láta þær tafir og breytingar vinna með mér,“ svarar hönnuðurinn aðspurð um það sem fram undan er. Formex Nova verðlaunin voru fyrst afhent fyrir fimm árum síðan í tengslum við Formex hönnunarsýninguna í Stokkhólmi og hefur það að markmiði að kynna og efla norræna hönnun. Í tilkynningu frá Miðstöð hönnunar- og arkitektúr kemur fram að dómnefndin hrósar Valdísi sérstaklega fyrir metnað til að hanna einstakar lausnir á samfélags- og umhverfislegum vandamálum í opnu samtali við áhorfendur. Í umsögn dómnefndar Formex Nova segir „Hönnun sem einblínir á tilraunakennd efni og að finna einstakar lausnir að samfélagslegum og umhverfislegum vandamálum. Gegnum verkefni sín leitar Valdís að opnu samtali við áhorfendur um samfélagslegar breytingar í gegnum hönnun.“ Valdís vakti athygli á Hönnunarmars 2019 fyrir Bioplastic Skin, umbúðarplast fyrir kjötvörur gert úr dýrahúðum.Valdís Steinarsdóttir Hægt er að kynna sér verk Valdísar betur á vefsíðu vöruhönnuðarins.
Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40 Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00 Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12 Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
Fjölskylduvænn HönnunarMars: Búningar, tónlistarhringur og ilmsturta Í dag er síðasti dagur HönnunarMars og margir borgarbúar munu flakka á milli sýningarstaða. Sýningar hönnuðanna eru fjölbreyttar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það eru samt nokkrar sýningar sem henta einstaklega vel fyrir alla fjölskylduna. 28. júní 2020 11:40
Afhjúpa sex metra speglahlið á milli Bankastrætis og Austurstrætis Í dag verður hönnunarverkið Torg í spegli afhjúpað á Lækjartorgi. Hönnuðir verksins eru Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir og er það hluti af HönnunarMars 2020. Torg í Speglun er hönnunarverk sem þjónar hlutverki almenns áningarstaðar og sem innsetningarverk sem brýtur upp sjónlínur áhorfendans. 24. júní 2020 14:00
Valdís Steinarsdóttir tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna Vöruhönnuðurinn Valdís Steinarsdóttir hefur hlotið tilnefningu til sænsku hönnunarverðlaunanna Formex Nova 2020. 17. janúar 2020 10:12