Spreyjuðu hundrað tonnum af sótthreinsiefni yfir borgina að næturlagi Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 20:30 Í gær var hafist handa við að sótthreinsa stóran hluta nokkurra borga í Hubei-héraði í Kína, þar á meðal Wuhan. Um er að ræða forvarnaraðgerð sem er ætlað að hemja frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Um helgina bárust fregnir af því að kínversk stjórnvöld ætli sér að verja tíu milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, í baráttu gegn veirunni. Greint hefur frá því í kínverskum fjölmiðlum að frá og með gærdeginum verði ráðist í allsherjar sótthreinsiaðgerðir í Wuhan tvisvar á dag. Verður sjónum þá sérstaklega beint að spítölum, mörkuðum, íbúðahverfum, almenningsalernum og annarri hreinlætisaðstöðu. Sjá einnig: Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar reyndust neikvæð AP-fréttastofan hefur það eftir kínverska ríkissjónvarpinu að aðgerðirnar muni ná til yfir þrjú hundruð íbúðahverfa í nágrannaborginni Jingzhou og þrjú þúsund hektara almenningssvæðis. Þá spreyjuðu fjórir bílar meira en hundrað tonnum af sótthreinsiefni að næturlagi yfir aðalgötur og almenningssvæði í borginni Shiyan. Full-front disinfection work has started in #Wuhan, an effort to contain the spread of #coronavirus pic.twitter.com/E3Vg8XcHTP— People's Daily, China (@PDChina) February 10, 2020 Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV eða Nýja kórónaveiran. Veiran sem er talin eiga upptök sín á markaði í Wuhan hefur dreifst til hátt í þrjátíu landa og hafa yfir fjörutíu þúsund manns smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína. Sjá einnig: Faraldurinn getur geisað mánuðum saman Rétt yfir níu hundruð hafa nú látist vegna veirunnar, eins nær allir á meginlandi Kína. Sérfræðingar hafa þó bent á að dánarhlutfall fólks sem sýkist af veirunni sé svipað og þeirra sem fái hina árlegu inflúensu og jafnvel lægra. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur maður greindur með Wuhan-veiruna á Mallorca Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna. 9. febrúar 2020 10:36 Alli biðst afsökunar á að hafa gert grín að Asíubúa og Wuhan-veirunni Myndband sem Dele Alli birti á SnapChat féll í grýttan jarðveg. 10. febrúar 2020 08:30 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Í gær var hafist handa við að sótthreinsa stóran hluta nokkurra borga í Hubei-héraði í Kína, þar á meðal Wuhan. Um er að ræða forvarnaraðgerð sem er ætlað að hemja frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. Um helgina bárust fregnir af því að kínversk stjórnvöld ætli sér að verja tíu milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, í baráttu gegn veirunni. Greint hefur frá því í kínverskum fjölmiðlum að frá og með gærdeginum verði ráðist í allsherjar sótthreinsiaðgerðir í Wuhan tvisvar á dag. Verður sjónum þá sérstaklega beint að spítölum, mörkuðum, íbúðahverfum, almenningsalernum og annarri hreinlætisaðstöðu. Sjá einnig: Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar reyndust neikvæð AP-fréttastofan hefur það eftir kínverska ríkissjónvarpinu að aðgerðirnar muni ná til yfir þrjú hundruð íbúðahverfa í nágrannaborginni Jingzhou og þrjú þúsund hektara almenningssvæðis. Þá spreyjuðu fjórir bílar meira en hundrað tonnum af sótthreinsiefni að næturlagi yfir aðalgötur og almenningssvæði í borginni Shiyan. Full-front disinfection work has started in #Wuhan, an effort to contain the spread of #coronavirus pic.twitter.com/E3Vg8XcHTP— People's Daily, China (@PDChina) February 10, 2020 Wuhan-kórónaveiran er ný tegund kórónaveiru og ber formlega heitið 2019-nCoV eða Nýja kórónaveiran. Veiran sem er talin eiga upptök sín á markaði í Wuhan hefur dreifst til hátt í þrjátíu landa og hafa yfir fjörutíu þúsund manns smitast af veirunni, langflestir á meginlandi Kína. Sjá einnig: Faraldurinn getur geisað mánuðum saman Rétt yfir níu hundruð hafa nú látist vegna veirunnar, eins nær allir á meginlandi Kína. Sérfræðingar hafa þó bent á að dánarhlutfall fólks sem sýkist af veirunni sé svipað og þeirra sem fái hina árlegu inflúensu og jafnvel lægra. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Breskur maður greindur með Wuhan-veiruna á Mallorca Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna. 9. febrúar 2020 10:36 Alli biðst afsökunar á að hafa gert grín að Asíubúa og Wuhan-veirunni Myndband sem Dele Alli birti á SnapChat féll í grýttan jarðveg. 10. febrúar 2020 08:30 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Breskur maður greindur með Wuhan-veiruna á Mallorca Breskur maður hefur verið greindur með Wuhan-kórónaveiruna á Mallorca á Spáni. Hann og fjölskylda hans voru skoðuð af lækni á Mallorca á föstudag eftir að í ljós kom að fjölskyldan hafði verið í samskiptum við Breta í Frakklandi sem greindust með veiruna. 9. febrúar 2020 10:36
Alli biðst afsökunar á að hafa gert grín að Asíubúa og Wuhan-veirunni Myndband sem Dele Alli birti á SnapChat féll í grýttan jarðveg. 10. febrúar 2020 08:30
Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30
Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15