Íslandsvinurinn valdi formúlu eitt frekar en ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 11:00 Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe. Getty/Bryn Lennon Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur bæði mikinn áhuga á íslenskum jörðum og fótbolta. Hann hefur safnað jörðum á Íslandi en ætlar ekki að kaupa fleiri fótboltafélög. Hann fjárfesti aftur á móti ríkulega í formúlu eitt á dögunum. Jim Ratcliffe er nú talinn vera ríkasti maður Bretlandseyja en hann er stofnandi og stjórnarformaður efnafyrirtækisins INEOS. INEOS gekk nýverið frá fimm ára samningi við formúlu eitt liðið Mercedes. Í viðtali við breska ríkisútvarpið segir Jim Ratcliffe hafi nú nóg á sinni könnu og að hann sé ekki að hugsa um kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina. Britain's richest man Sir Jim Ratcliffe has played down a 'Premier League move'. More: https://t.co/I5UZrmBdtkpic.twitter.com/SW8EaRVoBD— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2020 Ratcliffe er mikill fótboltaáhugamaður og á franska félagið Nice, sem hann keypti í ágúst sem og svissneska b-deildarliðið Lausanne.Hann hefur lengi verið orðaður við kaup á liði í ensku úrvalsdeildinni, fyrst við sitt uppáhaldslið Manchester United en svo við Chelsea. Jim Ratcliffe útilokar það að kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina, bæði vegna þess að hann hafi þegar of mikið að gera og líka vegna þess að verðmiðinn á liðum í ensku úrvalsdeildinni sé alltof hár. „Við erum mjög sátt við þar sem við erum með Nice. Það gengur vel og hefur verið mjög áhugavert. Við erum enn að læra og þetta er krefjandi deild í Frakklandi með mörgum hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Jim Ratcliffe. Ratcliffe var að kaupa sig inn í Mercedes liðið í formúlu eitt þegar það stendur mögulega á tímamótum. Ástæðan er að heimsmeistarinn Lewis Hamilton er ekki búinn að festa sig. Lewis hefur unnið fimm af sex heimsmeistaratitlum sínum með Mercedes liðinu. Sir Jim Ratcliffe Toto #WelcomeINEOSpic.twitter.com/MFsdf2I0eH— Mercedes-AMG F1 (@MercedesAMGF1) February 10, 2020 Ratcliffe yrði hissa ef Lewis Hamilton fær frá Mercedes á þessum tímapunkti. „Ég held að Lewis sé einn sá allra besti frá upphafi í þessari grein. Það hafa ekki margir betri ökumenn en hann. Ef ég væri Lewis þá myndi ég einbeita mér að því að vinna titil númer sjö og ná að jafna [Michael] Schumacher og gera það með farsælasta liðinu. Þetta er samt auðvitað ákvörðun Lewis en ekki mín en það kæmi mér á óvart ef hann færi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe. Enski boltinn Formúla Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur bæði mikinn áhuga á íslenskum jörðum og fótbolta. Hann hefur safnað jörðum á Íslandi en ætlar ekki að kaupa fleiri fótboltafélög. Hann fjárfesti aftur á móti ríkulega í formúlu eitt á dögunum. Jim Ratcliffe er nú talinn vera ríkasti maður Bretlandseyja en hann er stofnandi og stjórnarformaður efnafyrirtækisins INEOS. INEOS gekk nýverið frá fimm ára samningi við formúlu eitt liðið Mercedes. Í viðtali við breska ríkisútvarpið segir Jim Ratcliffe hafi nú nóg á sinni könnu og að hann sé ekki að hugsa um kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina. Britain's richest man Sir Jim Ratcliffe has played down a 'Premier League move'. More: https://t.co/I5UZrmBdtkpic.twitter.com/SW8EaRVoBD— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2020 Ratcliffe er mikill fótboltaáhugamaður og á franska félagið Nice, sem hann keypti í ágúst sem og svissneska b-deildarliðið Lausanne.Hann hefur lengi verið orðaður við kaup á liði í ensku úrvalsdeildinni, fyrst við sitt uppáhaldslið Manchester United en svo við Chelsea. Jim Ratcliffe útilokar það að kaupa sig inn í ensku úrvalsdeildina, bæði vegna þess að hann hafi þegar of mikið að gera og líka vegna þess að verðmiðinn á liðum í ensku úrvalsdeildinni sé alltof hár. „Við erum mjög sátt við þar sem við erum með Nice. Það gengur vel og hefur verið mjög áhugavert. Við erum enn að læra og þetta er krefjandi deild í Frakklandi með mörgum hæfileikaríkum leikmönnum,“ sagði Jim Ratcliffe. Ratcliffe var að kaupa sig inn í Mercedes liðið í formúlu eitt þegar það stendur mögulega á tímamótum. Ástæðan er að heimsmeistarinn Lewis Hamilton er ekki búinn að festa sig. Lewis hefur unnið fimm af sex heimsmeistaratitlum sínum með Mercedes liðinu. Sir Jim Ratcliffe Toto #WelcomeINEOSpic.twitter.com/MFsdf2I0eH— Mercedes-AMG F1 (@MercedesAMGF1) February 10, 2020 Ratcliffe yrði hissa ef Lewis Hamilton fær frá Mercedes á þessum tímapunkti. „Ég held að Lewis sé einn sá allra besti frá upphafi í þessari grein. Það hafa ekki margir betri ökumenn en hann. Ef ég væri Lewis þá myndi ég einbeita mér að því að vinna titil númer sjö og ná að jafna [Michael] Schumacher og gera það með farsælasta liðinu. Þetta er samt auðvitað ákvörðun Lewis en ekki mín en það kæmi mér á óvart ef hann færi,“ sagði Sir Jim Ratcliffe.
Enski boltinn Formúla Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira