Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 06:15 Sanders ávarpar stuðningsmenn sína í New Hampshire í nótt. vísir/getty Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. Því lauk í nótt að íslenskum tíma. Hinn róttæki Sanders hafði betur en þau Pete Buttigieg, sem hafnaði í öðru sæti, og Amy Klobuchar, sem varð þriðja í forvalinu. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Massachusetts, varð í fjórða sæti en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefði án efa viljað gera betur en að verða sá fimmti í röðinni. Þykja úrslitin í forvalinu áfall fyrir Biden. Frumkvöðullinn Andrew Yang og öldunadeildarþingmaðurinn Michael Bennett hættu báðir þátttöku í forvalinu eftir að úrslit voru kynnt í New Hampshire. Alls greiddu 280 þúsund Demókratar atkvæði í forvalinu í gær og hlaut Sanders 26% atkvæða. Þegar búið að er telja 95% atkvæða munar aðeins 1,6% á Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, og Sanders, eða um 4.300 atkvæðum. Munu þeir báðir fá alls níu fulltrúa á landsþing Demókrata síðar á árinu en forsetaframbjóðandi flokksins er útnefndur á þinginu. Sanders fagnaði frábærum sigri þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Manchester í New Hampshire í nótt. „Þessi sigur er upphafið að endalokunum fyrir Donald Trump,“ sagði Sanders og lofaði að búa til áður óséða hreyfingu þar sem allir kynþættir og allar kynslóðir kæmu saman til þess að sigra sitjandi Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. Því lauk í nótt að íslenskum tíma. Hinn róttæki Sanders hafði betur en þau Pete Buttigieg, sem hafnaði í öðru sæti, og Amy Klobuchar, sem varð þriðja í forvalinu. Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður Demókrata í Massachusetts, varð í fjórða sæti en Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefði án efa viljað gera betur en að verða sá fimmti í röðinni. Þykja úrslitin í forvalinu áfall fyrir Biden. Frumkvöðullinn Andrew Yang og öldunadeildarþingmaðurinn Michael Bennett hættu báðir þátttöku í forvalinu eftir að úrslit voru kynnt í New Hampshire. Alls greiddu 280 þúsund Demókratar atkvæði í forvalinu í gær og hlaut Sanders 26% atkvæða. Þegar búið að er telja 95% atkvæða munar aðeins 1,6% á Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, og Sanders, eða um 4.300 atkvæðum. Munu þeir báðir fá alls níu fulltrúa á landsþing Demókrata síðar á árinu en forsetaframbjóðandi flokksins er útnefndur á þinginu. Sanders fagnaði frábærum sigri þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í borginni Manchester í New Hampshire í nótt. „Þessi sigur er upphafið að endalokunum fyrir Donald Trump,“ sagði Sanders og lofaði að búa til áður óséða hreyfingu þar sem allir kynþættir og allar kynslóðir kæmu saman til þess að sigra sitjandi Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira